Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 25. september 2025 08:32 Umburðarlyndi hefur mér alltaf fundist einstaklega fallegt orð í íslensku máli. Orð sem við ættum öll að tileinka okkur og merking þess ætti alltaf að vera ríkjandi í samfélaginu okkar. Flest höfum við heyrt talað um að „sýna umburðarlyndi.“ En hvað þýðir þetta orð í raun og veru? Ef við flettum því upp á vef Árnastofnunnar segir „það að virða skoðanir, gildi og hegðun annara“. Gervigreindin segir mér „Umburðarlyndi er íslenskt orð sem merkir þolinmæði, víðsýni og það að sýna öðrum skilning eða þola skoðanir og lífshætti annarra, jafnvel þótt maður sé ekki sammála þeim.“ Þó ég þekki merkingu orðsins finnst mér vert að taka saman þessar skýringar. Enda ná þær svo ótrúlega vel utan um það sem samfélaginu okkar skortir að einhverju leyti um þessar mundir. Á tímum þar sem aukin heift hefur færst í umræðuna. Við getum víða staldrað við og velt fyrir okkur hvar þetta orð þarf að vera meira ríkjandi í samfélaginu okkar. Því er ekki að neita að það hefur verið sérstaklega erfitt að fylgjast með þeirri þróun undanfarnar vikur og mánuði þar sem umræðan hefur oft á tíðum litast af mikilli heift og fordómum. Umræða sem á ekkert skylt við málfrelsi og umburðarlyndi þar sem við höfum t.d. séð sótt að einstaklingum og minnihlutahópum með hatursfullum ummælum. Hvað hugsar þú þegar þú heyrir þetta orð, umburðarlyndi? Ég hugsa um íslenskt samfélag eins og það á að vera og við eigum alltaf að stefna á að vera. Þar sem við virðum skoðanir annara og lífshætti, sýnum þolinmæði, virðingu og skilning þó við séum ekki sammála. Staðreyndin er sú að við öll höfum rétt á okkar skoðun en það er svo sannarlega ekki sama hvernig við setjum hana fram, vöndum okkur í umræðunni og ræðum hlutina á málefnalegan hátt. Þannig mun samfélagið okkar allt leika í umburðarlyndi. Höfundur er 25 ára nemi og situr í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Umburðarlyndi hefur mér alltaf fundist einstaklega fallegt orð í íslensku máli. Orð sem við ættum öll að tileinka okkur og merking þess ætti alltaf að vera ríkjandi í samfélaginu okkar. Flest höfum við heyrt talað um að „sýna umburðarlyndi.“ En hvað þýðir þetta orð í raun og veru? Ef við flettum því upp á vef Árnastofnunnar segir „það að virða skoðanir, gildi og hegðun annara“. Gervigreindin segir mér „Umburðarlyndi er íslenskt orð sem merkir þolinmæði, víðsýni og það að sýna öðrum skilning eða þola skoðanir og lífshætti annarra, jafnvel þótt maður sé ekki sammála þeim.“ Þó ég þekki merkingu orðsins finnst mér vert að taka saman þessar skýringar. Enda ná þær svo ótrúlega vel utan um það sem samfélaginu okkar skortir að einhverju leyti um þessar mundir. Á tímum þar sem aukin heift hefur færst í umræðuna. Við getum víða staldrað við og velt fyrir okkur hvar þetta orð þarf að vera meira ríkjandi í samfélaginu okkar. Því er ekki að neita að það hefur verið sérstaklega erfitt að fylgjast með þeirri þróun undanfarnar vikur og mánuði þar sem umræðan hefur oft á tíðum litast af mikilli heift og fordómum. Umræða sem á ekkert skylt við málfrelsi og umburðarlyndi þar sem við höfum t.d. séð sótt að einstaklingum og minnihlutahópum með hatursfullum ummælum. Hvað hugsar þú þegar þú heyrir þetta orð, umburðarlyndi? Ég hugsa um íslenskt samfélag eins og það á að vera og við eigum alltaf að stefna á að vera. Þar sem við virðum skoðanir annara og lífshætti, sýnum þolinmæði, virðingu og skilning þó við séum ekki sammála. Staðreyndin er sú að við öll höfum rétt á okkar skoðun en það er svo sannarlega ekki sama hvernig við setjum hana fram, vöndum okkur í umræðunni og ræðum hlutina á málefnalegan hátt. Þannig mun samfélagið okkar allt leika í umburðarlyndi. Höfundur er 25 ára nemi og situr í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun