Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2025 22:32 Eiríkur Rögnvaldsson hefur áhyggjur af stöðu íslenskunnar. Í umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026 málar hann upp nokkuð dökka mynd af stöðunni eftir tvo til þrjá áratugi. Vísir/Lýður Valberg Prófessor í íslenskri málfræði segir stjórnvöld verða að auka fjárframlög til íslenskukennslu, en ekki draga úr þeim líkt og stefnt sé að. Það sé raunhæfur möguleiki að enska verði orðið aðalsamskiptamál í íslensku atvinnulífi innan fárra áratuga. Í gær birtist umsögn um fjárlagafrumvarp ársins 2026, sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra lagði fram á þingi fyrr í mánuðinum. Þar er fundið að því að draga eigi úr fjárveitingum til íslenskukennslu útlendinga annars vegar, og inngildingar innflytjenda og flóttamanna hins vegar. Vakin er athygli á því að fólki með annað móðurmál en íslensku muni fjölga á næstu árum, og hlutfall þess á vinnumarkaði geti verið orðið allt að helmingur eftir tvo til þrjá áratugi. Því sé ekki óhugsandi, og jafnvel líklegt, að um miðja þessa öld muni enska vera orðin aðalsamskiptamálið í íslensku atvinnulífi. Fólk læri ensku á undan íslensku Höfundur umsagnarinnar er Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði. „Það er náttúrulega mikilvægt að auka framlag til íslenskukennslu útlendinga, og alls ekki að skera niður eins og lagt er til í frumvarpinu,“ segir Eiríkur. Ekkert bendi til annars en að innflytjendum, sem nú séu um fjórðungur af vinnuafli hér á landi, haldi áfram að fjölga á næstu árum. „Þetta fólk, fæst af því hefur ensku að móðurmáli, og margt af því kann ekki ensku þegar það kemur til landsins. En fólkið lærir yfirleitt ensku á undan íslensku.“ Því lengri bið, því erfiðara verkefni Þetta leiði til þess að enska verði samskiptamál Íslendinga við útlendinga, en einnig á milli útlendinga með mismunandi uppruna. Að enska verði orðin aðalsamskiptamálið í atvinnulífinu innan fárra áratuga sé ekki óraunhæf framtíðarsýn. „Ef fólk af erlendum uppruna verður helmingur á vinnumarkaði, og það notar ensku í samskiptum sína á milli, á meðan við notum ensku í samskiptum við það, þá bara segir það sig sjálft að þetta hlýtur að enda svona, ef við gerum ekkert. Þetta þarf ekki að enda svona, ef við gerum átak í að kenna íslensku.“ Stjórnmálafólk átti sig ekki á alvöru málsins. „Eftir því sem líður lengri tími án þess að við gerum átak í þessu, þeim mun erfiðara verður að gera það.“ Íslensk tunga Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Í gær birtist umsögn um fjárlagafrumvarp ársins 2026, sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra lagði fram á þingi fyrr í mánuðinum. Þar er fundið að því að draga eigi úr fjárveitingum til íslenskukennslu útlendinga annars vegar, og inngildingar innflytjenda og flóttamanna hins vegar. Vakin er athygli á því að fólki með annað móðurmál en íslensku muni fjölga á næstu árum, og hlutfall þess á vinnumarkaði geti verið orðið allt að helmingur eftir tvo til þrjá áratugi. Því sé ekki óhugsandi, og jafnvel líklegt, að um miðja þessa öld muni enska vera orðin aðalsamskiptamálið í íslensku atvinnulífi. Fólk læri ensku á undan íslensku Höfundur umsagnarinnar er Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði. „Það er náttúrulega mikilvægt að auka framlag til íslenskukennslu útlendinga, og alls ekki að skera niður eins og lagt er til í frumvarpinu,“ segir Eiríkur. Ekkert bendi til annars en að innflytjendum, sem nú séu um fjórðungur af vinnuafli hér á landi, haldi áfram að fjölga á næstu árum. „Þetta fólk, fæst af því hefur ensku að móðurmáli, og margt af því kann ekki ensku þegar það kemur til landsins. En fólkið lærir yfirleitt ensku á undan íslensku.“ Því lengri bið, því erfiðara verkefni Þetta leiði til þess að enska verði samskiptamál Íslendinga við útlendinga, en einnig á milli útlendinga með mismunandi uppruna. Að enska verði orðin aðalsamskiptamálið í atvinnulífinu innan fárra áratuga sé ekki óraunhæf framtíðarsýn. „Ef fólk af erlendum uppruna verður helmingur á vinnumarkaði, og það notar ensku í samskiptum sína á milli, á meðan við notum ensku í samskiptum við það, þá bara segir það sig sjálft að þetta hlýtur að enda svona, ef við gerum ekkert. Þetta þarf ekki að enda svona, ef við gerum átak í að kenna íslensku.“ Stjórnmálafólk átti sig ekki á alvöru málsins. „Eftir því sem líður lengri tími án þess að við gerum átak í þessu, þeim mun erfiðara verður að gera það.“
Íslensk tunga Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira