Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar 22. september 2025 08:33 Þegar kemur að langtímasparnaði getur skipt sköpum hvaða leið er valin til að ávaxta féð. Einföld og þægileg leið til að byggja upp sparnað, án mikillar fyrirhafnar, er að skrá sig í áskrift í sjóðum fyrir almenna fjárfesta. Það er einfalt að stofna mánaðarlega áskrift, þar sem þú velur fasta fjárhæð sem sérfræðingar sjá um að fjárfesta fyrir þína hönd. Fjárhæðin þarf ekki að vera há og er skuldfærð sjálfkrafa af reikningnum þínum. Áskrift í sjóðum er einstaklega hentug leið til að byggja upp langtímasparnað, enda er góð eignadreifing lykillinn að langtímaárangri í sparnaði. Það að setja öll eggin í sömu körfu hefur yfirleitt ekki skilað bestum árangri til lengri tíma. Sjóðir dreifa áhættu með því að fjárfesta í mörgum mismunandi eignaflokkum, svo sem í skuldabréfum, hlutabréfum og/eða öðrum eignum. Fjárfesting í slíkum sjóðum er því alla jafnan áhættuminni en fjárfesting í stökum verðbréfum. Sjóðirnir eru ávallt innlausnarskyldir og því geta sparifjáreigendur óskað eftir innlausn á eignarhlut sínum hvenær sem þeim hentar. Með því að nýta fleiri en einn sparnaðarkost má bæði dreifa áhættu og auka líkur á betri ávöxtun. Þannig nýtist féð mun betur til lengri tíma en ef það væri látið safnast upp á hefðbundnum innlánsreikningi eða fjárfest í stökum eignum. Þá veitir eignadreifing fjárfestum betra skjól þegar sveiflur verða á mörkuðum. Þótt slíkar sveiflur geti reynst fráhrindandi til skemmri tíma, þá hefur skipulagður sparnaður í sjóðum sögulega séð skilað stöðugri og traustri ávöxtun til lengri tíma. En hvers vegna ekki einfaldlega að fjárfesta í stökum hlutabréfum? Það getur verið spennandi, sérstaklega ef maður hefur mikla trú á tilteknu félagi. Hins vegar er það tímafrekt og krefst þekkingar að halda sér nægilega vel upplýstum til að „tímasetja markaðinn“, þ.e. að finna rétta augnablikið til að kaupa og selja. Hugmyndafræðinni er oft lýst sem „buy low, sell high“ – eða að kaupa lágt og selja hátt. Í framkvæmd er þetta þó afar erfitt fyrir hinn almenna fjárfesti. Fjárfestirinn Ray Dalio orðaði þetta ágætlega: „Meðalmaðurinn hefur tilhneigingu til að kaupa hátt og selja lágt.“ Í staðinn er hægt að treysta á sérfræðinga með áratuga reynslu á fjármálamörkuðum til að stýra sparnaðinum þínum eftir skýrri stefnu og með festu. Þannig má tryggja stöðuga og góða ávöxtun til lengri tíma – án þess að þurfa að fylgjast grannt með markaðnum á hverjum degi. Þegar kemur að vali á sjóðum er mikilvægt að hafa í huga að engin ein leið hentar öllum. Sjóðir eru fjölbreyttir – allt frá þeim sem fjárfesta í skuldabréfum og öðrum áhættuminni eignum, til sjóða sem einblína á hlutabréf, bæði innanlands og erlendis. Slíkt val byggist á ýmsum þáttum eins og áhættuvilja, aldri, markmiðum um ávöxtun og tilgangi sparnaðarins. Með því að velja sjóð sem samræmist þínum forsendum og nýta áskriftarleiðina getur þú byggt upp öflugan langtímasparnað á einfaldan og skilvirkan hátt. Höfundur er aðstoðarmaður sjóðastýringar hjá Íslandssjóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þegar kemur að langtímasparnaði getur skipt sköpum hvaða leið er valin til að ávaxta féð. Einföld og þægileg leið til að byggja upp sparnað, án mikillar fyrirhafnar, er að skrá sig í áskrift í sjóðum fyrir almenna fjárfesta. Það er einfalt að stofna mánaðarlega áskrift, þar sem þú velur fasta fjárhæð sem sérfræðingar sjá um að fjárfesta fyrir þína hönd. Fjárhæðin þarf ekki að vera há og er skuldfærð sjálfkrafa af reikningnum þínum. Áskrift í sjóðum er einstaklega hentug leið til að byggja upp langtímasparnað, enda er góð eignadreifing lykillinn að langtímaárangri í sparnaði. Það að setja öll eggin í sömu körfu hefur yfirleitt ekki skilað bestum árangri til lengri tíma. Sjóðir dreifa áhættu með því að fjárfesta í mörgum mismunandi eignaflokkum, svo sem í skuldabréfum, hlutabréfum og/eða öðrum eignum. Fjárfesting í slíkum sjóðum er því alla jafnan áhættuminni en fjárfesting í stökum verðbréfum. Sjóðirnir eru ávallt innlausnarskyldir og því geta sparifjáreigendur óskað eftir innlausn á eignarhlut sínum hvenær sem þeim hentar. Með því að nýta fleiri en einn sparnaðarkost má bæði dreifa áhættu og auka líkur á betri ávöxtun. Þannig nýtist féð mun betur til lengri tíma en ef það væri látið safnast upp á hefðbundnum innlánsreikningi eða fjárfest í stökum eignum. Þá veitir eignadreifing fjárfestum betra skjól þegar sveiflur verða á mörkuðum. Þótt slíkar sveiflur geti reynst fráhrindandi til skemmri tíma, þá hefur skipulagður sparnaður í sjóðum sögulega séð skilað stöðugri og traustri ávöxtun til lengri tíma. En hvers vegna ekki einfaldlega að fjárfesta í stökum hlutabréfum? Það getur verið spennandi, sérstaklega ef maður hefur mikla trú á tilteknu félagi. Hins vegar er það tímafrekt og krefst þekkingar að halda sér nægilega vel upplýstum til að „tímasetja markaðinn“, þ.e. að finna rétta augnablikið til að kaupa og selja. Hugmyndafræðinni er oft lýst sem „buy low, sell high“ – eða að kaupa lágt og selja hátt. Í framkvæmd er þetta þó afar erfitt fyrir hinn almenna fjárfesti. Fjárfestirinn Ray Dalio orðaði þetta ágætlega: „Meðalmaðurinn hefur tilhneigingu til að kaupa hátt og selja lágt.“ Í staðinn er hægt að treysta á sérfræðinga með áratuga reynslu á fjármálamörkuðum til að stýra sparnaðinum þínum eftir skýrri stefnu og með festu. Þannig má tryggja stöðuga og góða ávöxtun til lengri tíma – án þess að þurfa að fylgjast grannt með markaðnum á hverjum degi. Þegar kemur að vali á sjóðum er mikilvægt að hafa í huga að engin ein leið hentar öllum. Sjóðir eru fjölbreyttir – allt frá þeim sem fjárfesta í skuldabréfum og öðrum áhættuminni eignum, til sjóða sem einblína á hlutabréf, bæði innanlands og erlendis. Slíkt val byggist á ýmsum þáttum eins og áhættuvilja, aldri, markmiðum um ávöxtun og tilgangi sparnaðarins. Með því að velja sjóð sem samræmist þínum forsendum og nýta áskriftarleiðina getur þú byggt upp öflugan langtímasparnað á einfaldan og skilvirkan hátt. Höfundur er aðstoðarmaður sjóðastýringar hjá Íslandssjóðum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun