Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2025 16:50 Sindri á kunnuglegum stað, tilbúinn að lesa sjónvarpsfréttirnar á Sýn. Vísir/Einar Sindri Sindrason sjónvarpsmaður og þulur hefur lítið sést á skjánum undanfarnar vikur svo eftir hefur verið tekið. Ástæðan fyrir fjarveru Sindra eru óvænt veikindi í fjölskyldunni. Sindri og Albert Leó Haagensen eiginmaður hans fóru í frí til Þýskalands og Ítalíu í júlí. Þeir hafa lagt stund á hlaup af kappi undanfarin ár og skelltu sér út að hlaupa í Þýskalandi. Albert kenndi sér einskis mein. Tveimur dögum síðar voru þeir mættir að Garda-vatninu á Ítalíu. Þá átti Albert í erfiðleikum með að rata að hóteli þeirra, hóteli sem þeir hafa tvívegis áður dvalið á. Þá runnu tvær grímur á Sindra sem hringdi strax á lækni. Sindri segir lækninn hafa sent Albert rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann var tekinn í skoðun. Niðurstaða þeirra var sú að Albert væri með fjórða stigs heilaæxli. Eftir sex daga dvöl á sjúkrahúsi var ákveðið að fljúga Alberti heim til Íslands í fylgd læknis með aðstoð Icelandair og beint á Landspítalann. Fjögur frækin saman í göngu. „Þar tók á móti honum frábært fólk,“ segir Sindri en Albert fór beint í aðgerð. Þar var grunur læknanna á Ítalíu um fjórða stigs heilaæxli staðfestur. Æxlið er erfitt meðhöndlunar og ekki skurðtækt. Albert hefur því sætt geisla- og lyfjameðferð undanfarnar vikur og mun gera eins lengi og þurfa þykir. Sindri segir ljós í myrkrinu hve vel heilbrigðiskerfið hafi reynst fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Sindri og Albert eru sem eitt í baráttunni. „Það er sama á hvaða deild maður fer, alltaf tekur á móti manni fólk með bros á vör. Gjörgæslan, B6, K10 eða hvaða deild sem er. Alls staðar líður manni eins og maður sé sá eini sem skipti máli,“ segir Sindri. Heilbrigðiskerfið sæti reglulega gagnrýni bæði innan frá og utan. „En þarna vinnur samansafn af hæfu og góðu fólki sem vill allt fyrir mann gera.“ Sindri og Albert hafa verið saman í 27 ár, þar af giftir í 18 ár og eiga saman ættleidda dóttur á menntaskólaaldri. Sindri segir hjónin umkringd góðu fólki á þessum erfiðu tímum. „Það skiptir máli að eiga góða að í svona aðstæðum. Það munar öllu að eiga svo góða fjölskyldu, góða vini og ekki síst góða vinnuveitendur sem við getum báðir þakkað fyrir.“ Fjölskyldan í sólsetri á fallegri strönd. Sindri hefur verið fastagestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í tæpa tvo áratugi og hefur þjónustusviði Sýnar borist fyrirspurnir um fjarveru Sindra. Fólk sem er vant því að sjá Sindra lesa fréttirnar hjá Sýn og vera úti um hvippinn og hvappinn í Íslandi í dag og Heimsókn virðist sakna síns manns. Sindri segist hlakka til að snúa aftur til vinnu en nú sé fjölskyldan í algjörum forgangi. „Þetta er verkefni sem ég ætla að klára með mínum manni og barninu okkar.“ Bíó og sjónvarp Sýn Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Sindri og Albert Leó Haagensen eiginmaður hans fóru í frí til Þýskalands og Ítalíu í júlí. Þeir hafa lagt stund á hlaup af kappi undanfarin ár og skelltu sér út að hlaupa í Þýskalandi. Albert kenndi sér einskis mein. Tveimur dögum síðar voru þeir mættir að Garda-vatninu á Ítalíu. Þá átti Albert í erfiðleikum með að rata að hóteli þeirra, hóteli sem þeir hafa tvívegis áður dvalið á. Þá runnu tvær grímur á Sindra sem hringdi strax á lækni. Sindri segir lækninn hafa sent Albert rakleiðis á sjúkrahús þar sem hann var tekinn í skoðun. Niðurstaða þeirra var sú að Albert væri með fjórða stigs heilaæxli. Eftir sex daga dvöl á sjúkrahúsi var ákveðið að fljúga Alberti heim til Íslands í fylgd læknis með aðstoð Icelandair og beint á Landspítalann. Fjögur frækin saman í göngu. „Þar tók á móti honum frábært fólk,“ segir Sindri en Albert fór beint í aðgerð. Þar var grunur læknanna á Ítalíu um fjórða stigs heilaæxli staðfestur. Æxlið er erfitt meðhöndlunar og ekki skurðtækt. Albert hefur því sætt geisla- og lyfjameðferð undanfarnar vikur og mun gera eins lengi og þurfa þykir. Sindri segir ljós í myrkrinu hve vel heilbrigðiskerfið hafi reynst fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Sindri og Albert eru sem eitt í baráttunni. „Það er sama á hvaða deild maður fer, alltaf tekur á móti manni fólk með bros á vör. Gjörgæslan, B6, K10 eða hvaða deild sem er. Alls staðar líður manni eins og maður sé sá eini sem skipti máli,“ segir Sindri. Heilbrigðiskerfið sæti reglulega gagnrýni bæði innan frá og utan. „En þarna vinnur samansafn af hæfu og góðu fólki sem vill allt fyrir mann gera.“ Sindri og Albert hafa verið saman í 27 ár, þar af giftir í 18 ár og eiga saman ættleidda dóttur á menntaskólaaldri. Sindri segir hjónin umkringd góðu fólki á þessum erfiðu tímum. „Það skiptir máli að eiga góða að í svona aðstæðum. Það munar öllu að eiga svo góða fjölskyldu, góða vini og ekki síst góða vinnuveitendur sem við getum báðir þakkað fyrir.“ Fjölskyldan í sólsetri á fallegri strönd. Sindri hefur verið fastagestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í tæpa tvo áratugi og hefur þjónustusviði Sýnar borist fyrirspurnir um fjarveru Sindra. Fólk sem er vant því að sjá Sindra lesa fréttirnar hjá Sýn og vera úti um hvippinn og hvappinn í Íslandi í dag og Heimsókn virðist sakna síns manns. Sindri segist hlakka til að snúa aftur til vinnu en nú sé fjölskyldan í algjörum forgangi. „Þetta er verkefni sem ég ætla að klára með mínum manni og barninu okkar.“
Bíó og sjónvarp Sýn Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira