Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2025 16:02 Enginn er verri þó hann vökni. Jan Kruger/Getty Images Chelsea getur ekki lagt Manchester United að velli á Old Trafford í ensku úrvalsdeild karla. Fara þarf til ársins 2013 til að finna síðasta deildarsigur Chelsea á þeim velli. Það sama var upp á teningnum í dag. Rauðu djöflarnir og Ruben Amorim hafa byrjað tímabilið skelfilega og var talið að tap í dag myndi svo gott sem enda þjálfaratíð Amorim hjá félaginu. Hans menn byrjuðu hins vegar leik dagsins af krafti og á sama tíma má segja að gestirnir hafi hreinlega ekki mætt til leiks á tilsettum tíma. Bryan Mbeumo hafði þegar fengið fínt færi þegar hann slapp í gegnum annars götótta vörn Chelsea-liðsins þegar tæpar fimm mínútur voru liðnar. Hvað Robert Sánchez markvörður var að spá veit enginn en Sánchez var kominn út fyrir vítateig sinn þegar hann ákvað að sparka Mbeumo niður. Niðurstaðan eðlilega rautt spjald og aukaspyrna. An early sending off at Old Trafford 😳Robert Sanchez sees red for denying Bryan Mbeumo a goalscoring opportunity 🟥 pic.twitter.com/ahQfa8aRmw— Premier League (@premierleague) September 20, 2025 Í kjölfarið gerði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, tvær breytingar. Markvörðurinn Filip Jörgensen kom inn fyrir hinn sóknarsinnaða Estêvão og sömuleiðis var vængmaðurinn Pedro Neto tekinn af velli fyrir miðvörðinn Tosin Adarabioyo. Það að setja auka miðvörð inn á breytti engu og komust Rauðu djöflarnir yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Fyrirliðinn Bruno Fernandes skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Patrick Dorgu. Það virtist um stund sem Fernandes væri rangstæður en markið stóð. Sá danski í markinu kom engum vörnum við.EPA/PETER POWELL Við þetta virtust Rauðu djöflarnir finna aukna trú sem hefur sárlega vantað í leik þeirra undanfarna mánuði. Magnað hvað það gefur mikið að vera marki yfir og manni fleiri. Það var svo á 37. mínútu sem mikill atgangur í teig gestanna endaði með því að miðvörðurinn Harry Maguire tókst að koma knettinum til hins brasilíska Casemiro sem tvöfaldaði forystu heimaliðsins. Staðan orðin 2-0 og Rauðu djöflarnir í sjöunda himni. Casemiro átti hins vegar eftir að koma meira við sögu áður en fyrri hálfleik var lokið. Tveir eftirsóttir af Sádi-Arabíu fagna.EPA/PETER POWELL Alls var níu mínútum bætt við fyrri hálfleikinn og það var of mikið fyrir hinn 33 ára gamla Casemiro. hann hafði þegar nælt sér í gult spjald þegar hann ákvað að faðma samlanda sinn Andrey Santos - sá hafði komið inn fyrir meiddan Cole Palmer á 21. mínútu leiksins - með þeim afleiðingum að Santos hrundi í jörðina. Niðurstaðan sú að Casemiro fékk sitt annað gula spjald og þar með sautt. Staðan því 2-0 í hálfleik og bæði lið með tíu leikmenn eftir inn á vellinum. Síðari hálfleikur var nokkuð jafn en gestunum gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Raunar höfðu þeir ekki átt skot á markið þegar Enzo Fernández tók hornspyrnu á 80. mínútu leiksins. Enzo renndi boltanum á Reece James og þar sem heimamenn sváfu á verðinum gat James stillt boltanum upp og þrumað inn á teig. Þar reis Trevoh Chalobah óáreittur og stangaði boltann í netið. Altay Bayındır gat ekkert gert í marki heimamanna en varnartilburðir samherja hans ekki upp á marga fiska. Trevoh Chalobah pulls one back for Chelsea!⏱10 minutes of regular time left to play... pic.twitter.com/SuJHTHY7d8— Premier League (@premierleague) September 20, 2025 Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og mikilvægur sigur Manchester United niðurstaðan. Ruben Amorim lifir því í starfi. Hversu lengi verður að koma í ljós. Chelsea er í 5. sæti með 8 stig á meðan Man United er í 9. sæti með 7 stig. Enski boltinn Fótbolti
Chelsea getur ekki lagt Manchester United að velli á Old Trafford í ensku úrvalsdeild karla. Fara þarf til ársins 2013 til að finna síðasta deildarsigur Chelsea á þeim velli. Það sama var upp á teningnum í dag. Rauðu djöflarnir og Ruben Amorim hafa byrjað tímabilið skelfilega og var talið að tap í dag myndi svo gott sem enda þjálfaratíð Amorim hjá félaginu. Hans menn byrjuðu hins vegar leik dagsins af krafti og á sama tíma má segja að gestirnir hafi hreinlega ekki mætt til leiks á tilsettum tíma. Bryan Mbeumo hafði þegar fengið fínt færi þegar hann slapp í gegnum annars götótta vörn Chelsea-liðsins þegar tæpar fimm mínútur voru liðnar. Hvað Robert Sánchez markvörður var að spá veit enginn en Sánchez var kominn út fyrir vítateig sinn þegar hann ákvað að sparka Mbeumo niður. Niðurstaðan eðlilega rautt spjald og aukaspyrna. An early sending off at Old Trafford 😳Robert Sanchez sees red for denying Bryan Mbeumo a goalscoring opportunity 🟥 pic.twitter.com/ahQfa8aRmw— Premier League (@premierleague) September 20, 2025 Í kjölfarið gerði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, tvær breytingar. Markvörðurinn Filip Jörgensen kom inn fyrir hinn sóknarsinnaða Estêvão og sömuleiðis var vængmaðurinn Pedro Neto tekinn af velli fyrir miðvörðinn Tosin Adarabioyo. Það að setja auka miðvörð inn á breytti engu og komust Rauðu djöflarnir yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Fyrirliðinn Bruno Fernandes skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Patrick Dorgu. Það virtist um stund sem Fernandes væri rangstæður en markið stóð. Sá danski í markinu kom engum vörnum við.EPA/PETER POWELL Við þetta virtust Rauðu djöflarnir finna aukna trú sem hefur sárlega vantað í leik þeirra undanfarna mánuði. Magnað hvað það gefur mikið að vera marki yfir og manni fleiri. Það var svo á 37. mínútu sem mikill atgangur í teig gestanna endaði með því að miðvörðurinn Harry Maguire tókst að koma knettinum til hins brasilíska Casemiro sem tvöfaldaði forystu heimaliðsins. Staðan orðin 2-0 og Rauðu djöflarnir í sjöunda himni. Casemiro átti hins vegar eftir að koma meira við sögu áður en fyrri hálfleik var lokið. Tveir eftirsóttir af Sádi-Arabíu fagna.EPA/PETER POWELL Alls var níu mínútum bætt við fyrri hálfleikinn og það var of mikið fyrir hinn 33 ára gamla Casemiro. hann hafði þegar nælt sér í gult spjald þegar hann ákvað að faðma samlanda sinn Andrey Santos - sá hafði komið inn fyrir meiddan Cole Palmer á 21. mínútu leiksins - með þeim afleiðingum að Santos hrundi í jörðina. Niðurstaðan sú að Casemiro fékk sitt annað gula spjald og þar með sautt. Staðan því 2-0 í hálfleik og bæði lið með tíu leikmenn eftir inn á vellinum. Síðari hálfleikur var nokkuð jafn en gestunum gekk illa að skapa sér opin marktækifæri. Raunar höfðu þeir ekki átt skot á markið þegar Enzo Fernández tók hornspyrnu á 80. mínútu leiksins. Enzo renndi boltanum á Reece James og þar sem heimamenn sváfu á verðinum gat James stillt boltanum upp og þrumað inn á teig. Þar reis Trevoh Chalobah óáreittur og stangaði boltann í netið. Altay Bayındır gat ekkert gert í marki heimamanna en varnartilburðir samherja hans ekki upp á marga fiska. Trevoh Chalobah pulls one back for Chelsea!⏱10 minutes of regular time left to play... pic.twitter.com/SuJHTHY7d8— Premier League (@premierleague) September 20, 2025 Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri og mikilvægur sigur Manchester United niðurstaðan. Ruben Amorim lifir því í starfi. Hversu lengi verður að koma í ljós. Chelsea er í 5. sæti með 8 stig á meðan Man United er í 9. sæti með 7 stig.
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn