Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2025 11:13 Hin færeyska Sissal var fulltrúi Danmerkur í Eurovision fyrr á þessu ári. Getty/MANDOGA MEDIA Danmörk ætlar að vera með í Eurovision í Austurríki næsta vor. Hins vegar gera Danir þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðar beinlínis þátttöku Ísraels í keppninni. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. Þegar hafa Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar gefið það út að þeir ætli ekki að vera með í keppninni á næsta ári ef Ísrael fær að vera með vegna stríðsreksturs þeirra á Gaza. Rúv hefur einnig sett fyrirvara við þátttöku Íslands, sem sögð er ólíkleg ef Ísrael verður með. Um þessar mundir stendur yfir svokallað samráðsferli innan EBU vegna þeirrar stöðu sem uppi er og hefur frestur til að staðfesta þátttöku í keppninni verið framlengdur fram í desember. Danir verði með, en... „Við höfum ákveðið að segja hátt og skýrt að við verðum með í Eurovision,“ er haft eftir Gustav Lützhøft, menningarritstjóra hjá danska ríkisútvarpinu DR, í fréttum í vikunni. Hins vegar setur hann nokkra fyrirvara við fullyrðinguna. Það skuli ríkja breið evrópsk samstaða um keppnina, öryggisráðstafanir skulu vera í lagi og í þriðja lagi að keppnin verði eins laus við pólitík og kostur er. Verði þessi skilyrði uppfyllt sé ekkert því til fyrirstöðu að Danmörk verði með í keppninni. Ef ekki áskilji DR sér rétt til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku. „Við tökum þátt með því skilyrði að það sé víðtæk samstaða meðal annarra Evrópulanda. Og það er skýrt, að ef á einhverjum tímapunkti verði sú staða uppi að það sé ekki lengur til staðar, þá mun það líka hafa áhrif á þátttöku DR,“ segir Lützhøft. Keppnin í sögulegri krísu Þótt þetta sé langt í frá í fyrsta sinn sem pólitísk deilumál hafa áhrif á Eurovision stendur keppnin nú frammi fyrir sögulegri áskorun í sögu keppninnar að mati sérfræðings í samspili Eurovision og stjórnmála. Keppnin, sem fagnar sjötíu ára afmæli á næsta ári, hefur áður staðið í pólitískri krísu, til að mynda þegar ákveðið var að víkja Belarús úr keppni og Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, árið 2021 og þegar Rússum var vísað úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu ári síðar. Ástandið nú er hinsvegar eitt það erfiðasta í sögu keppninnar að mati Lisanne Wilken, lektors við Háskólann í Árósum í Danmörku sem hefur rannsakað pólitík í keppninni. „Þetta er stór krísa að því leyti að þetta varðar bæði opinberar sjónvarpsstöðvar og hlutverk þeirra, þetta varðar samvisku og það um hvað söngvakeppnin snýst í grunninn,“ segir Wilken í samtali við DR. Áskorunin nú varðar líkt og áður hefur komið fram þátttöku Ísraels í keppninni í ljósi stríðsreksturs þeirra á Gasa, sem nú síðast nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir vera þjóðarmorð. Þegar hafa ríkissjónvarpsstöðvar fyrrnefndra fjögurra ríkja beinlínis hótað að vera ekki með ef Ísrael verður með í keppninni, en slíkt er fordæmalaust í sögu keppninnar að sögn Ole Tøpholm sem hefur margoft lýst keppninni hjá danska ríkisútvarpinu. „Það er fjöldi landa sem segja að þau séu að bíða með að taka ákvörðun, en svo eru önnur lönd sem segjast ekki gera neinar athugasemdir við að Ísrael verði með. Síðan eru enn önnur lönd sem segja að ef Ísrael verði með, þá verði þau sjálf ekki með,“ segir Wilken. Þannig sé ekki hægt að segja að samstaða ríki um keppnina meðal ríkja Evrópu eins og staðan er núna. Spánn er eina af þeim fimm stóru ríkjum sem eiga fast sæti á úrslitakvöldi Eurovision, í krafti stærðar og fjármagns, auk sigurvegara síðasta ár. Ole Tøpholm segir að afstaða til að mynda Þýskalands, sem einkum í ljósi sögunnar hafi stutt Ísrael, til þátttöku geti haft úrslitaáhrif. „Óttinn er sá, að ef Ísrael verður sparkað út, að þá hrynji keppnin,“ segir Tøpholm. Í framkvæmd sé einnig erfitt að banna Ísrael að vera með í keppninni. EBU samstarfið varði víðtækara samstarf á milli sjónvarpsstöðva í Evrópu, og Ísrael, og því sé meira í húfi en bara þátttaka í söngvakeppninni. Eurovision 2026 Eurovision Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Þegar hafa Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar gefið það út að þeir ætli ekki að vera með í keppninni á næsta ári ef Ísrael fær að vera með vegna stríðsreksturs þeirra á Gaza. Rúv hefur einnig sett fyrirvara við þátttöku Íslands, sem sögð er ólíkleg ef Ísrael verður með. Um þessar mundir stendur yfir svokallað samráðsferli innan EBU vegna þeirrar stöðu sem uppi er og hefur frestur til að staðfesta þátttöku í keppninni verið framlengdur fram í desember. Danir verði með, en... „Við höfum ákveðið að segja hátt og skýrt að við verðum með í Eurovision,“ er haft eftir Gustav Lützhøft, menningarritstjóra hjá danska ríkisútvarpinu DR, í fréttum í vikunni. Hins vegar setur hann nokkra fyrirvara við fullyrðinguna. Það skuli ríkja breið evrópsk samstaða um keppnina, öryggisráðstafanir skulu vera í lagi og í þriðja lagi að keppnin verði eins laus við pólitík og kostur er. Verði þessi skilyrði uppfyllt sé ekkert því til fyrirstöðu að Danmörk verði með í keppninni. Ef ekki áskilji DR sér rétt til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku. „Við tökum þátt með því skilyrði að það sé víðtæk samstaða meðal annarra Evrópulanda. Og það er skýrt, að ef á einhverjum tímapunkti verði sú staða uppi að það sé ekki lengur til staðar, þá mun það líka hafa áhrif á þátttöku DR,“ segir Lützhøft. Keppnin í sögulegri krísu Þótt þetta sé langt í frá í fyrsta sinn sem pólitísk deilumál hafa áhrif á Eurovision stendur keppnin nú frammi fyrir sögulegri áskorun í sögu keppninnar að mati sérfræðings í samspili Eurovision og stjórnmála. Keppnin, sem fagnar sjötíu ára afmæli á næsta ári, hefur áður staðið í pólitískri krísu, til að mynda þegar ákveðið var að víkja Belarús úr keppni og Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, árið 2021 og þegar Rússum var vísað úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu ári síðar. Ástandið nú er hinsvegar eitt það erfiðasta í sögu keppninnar að mati Lisanne Wilken, lektors við Háskólann í Árósum í Danmörku sem hefur rannsakað pólitík í keppninni. „Þetta er stór krísa að því leyti að þetta varðar bæði opinberar sjónvarpsstöðvar og hlutverk þeirra, þetta varðar samvisku og það um hvað söngvakeppnin snýst í grunninn,“ segir Wilken í samtali við DR. Áskorunin nú varðar líkt og áður hefur komið fram þátttöku Ísraels í keppninni í ljósi stríðsreksturs þeirra á Gasa, sem nú síðast nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir vera þjóðarmorð. Þegar hafa ríkissjónvarpsstöðvar fyrrnefndra fjögurra ríkja beinlínis hótað að vera ekki með ef Ísrael verður með í keppninni, en slíkt er fordæmalaust í sögu keppninnar að sögn Ole Tøpholm sem hefur margoft lýst keppninni hjá danska ríkisútvarpinu. „Það er fjöldi landa sem segja að þau séu að bíða með að taka ákvörðun, en svo eru önnur lönd sem segjast ekki gera neinar athugasemdir við að Ísrael verði með. Síðan eru enn önnur lönd sem segja að ef Ísrael verði með, þá verði þau sjálf ekki með,“ segir Wilken. Þannig sé ekki hægt að segja að samstaða ríki um keppnina meðal ríkja Evrópu eins og staðan er núna. Spánn er eina af þeim fimm stóru ríkjum sem eiga fast sæti á úrslitakvöldi Eurovision, í krafti stærðar og fjármagns, auk sigurvegara síðasta ár. Ole Tøpholm segir að afstaða til að mynda Þýskalands, sem einkum í ljósi sögunnar hafi stutt Ísrael, til þátttöku geti haft úrslitaáhrif. „Óttinn er sá, að ef Ísrael verður sparkað út, að þá hrynji keppnin,“ segir Tøpholm. Í framkvæmd sé einnig erfitt að banna Ísrael að vera með í keppninni. EBU samstarfið varði víðtækara samstarf á milli sjónvarpsstöðva í Evrópu, og Ísrael, og því sé meira í húfi en bara þátttaka í söngvakeppninni.
Eurovision 2026 Eurovision Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira