Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar 18. september 2025 11:01 Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hefur fjölgað mikið í íslensku samfélagi undanfarin ár. Á stuttum tíma höfum við vanist því að á kassanum í Bónus taki við okkur maður frá Nígeríu, að Pólverji skili bílnum hreinum úr hreinsun, og að portúgalskur sendill skili heitum mat í hús þegar við nennum ekki að elda fyrir börnin; nokkuð sem hefur bætt lífsgæði okkar flestra. Þessu fylgja áskoranir. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum. Þrír af hverjum fjórum innflytjendum á landinu, sem telja nú um 80.000 manns, komu til landsins á síðastliðnum áratug. Það er óvenjuleg staða, en að meðaltali innan OECD hefur um 70% af innflytjendum dvalið í hverju landi lengur en 10 ár. Fyrir ári síðan gaf Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) út skýrslu um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, samanborið við stöðuna í löndunum í kringum okkur. Fram kom að þróun mannfjölda hér á landi hefur verið á eftir öðrum, og að hlutfall innflytjenda hafi fyrst á síðustu árum farið að hækka í samræmi við það sem gerst hefur annars staðar. Því fylgja tækifæri. Við gætum til dæmis lært af mistökum annarra þjóða og gripið inn í þar sem má betur fara áður en vandamál koma upp. Dæmi um vandamál sem hafa komið upp annars staðar, þar sem stjórnvöld brugðust ekki við, eru vannýtt hugvit, framleiðnitap, aukin stéttaskipting, og samfélagslegur órói. Rauði þráðurinn í skýrslu OECD er að tungumálið sé lykillinn að íslensku samfélagi. Aukin kunnátta í íslensku sýnir fram á hærri atvinnuþátttöku, betri nýtingu á mannauði í gegnum tækifæri til menntunar, og bætta námsframvindu barna. Auk þess má leiða að því rök að íslenskufærni hafi jákvæð áhrif á möguleika fólks til kynnast íslenskum gildum, menningu og sögu. Einnig kom fram að færni innflytjenda í tungumálinu væri hvergi minni meðal samanburðarríkja en hér, en tæp 20% innflytjenda hér á landi telja sig hafa góða færni í tungumálinu, samanborið við um 60% að meðaltali innan ríkja OECD. Það kann því að orka tvímælis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lækka fjárframlög til íslenskukennslu til innflytjenda samanborið við árið í fyrra. Fjárframlög á hvern innflytjanda voru reyndar margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum fyrir lækkunina (Mynd 1). Staðan lítur því alls ekki vel út. Mynd 1. Útgjöld til tungumálakennslu á hvern innflytjanda. Við þurfum að stíga varlega til jarðar þegar þessi mál eru annars vegar og huga að því að einstakar ákvarðanir sem tengjast innflytjendamálum geta komið í bakið á okkur ef þær eru vanhugsaðar. Svissneska leikskáldið Max Frisch lét eftirfarandi orð falla um innflytjendastefnu Þýskalands eftir stríð: “Við báðum um vinnuafl, en fengum fólk.” Þar var rekin sú stefna að flytja inn tyrkneska verkamenn til að sinna eftirspurn á tímum hagvaxtar, án þess að greiða þeim aðgang að tungumálakennslu og öðrum úrræðum, enda myndi fólkið yfirgefa landið hvort eð er. Annað kom í ljós, en langflestir urðu eftir og stofnuðu fjölskyldur. Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að þessi stefna hefði verið stór mistök og heiðraði um leið framlag vinnufólksins - þýska efnahagsundrið hefði ekki verið mögulegt án þeirra. Það hefði tekið of langan tíma að viðurkenna hið augljósa: verkamennirnir voru hvorki aðeins gestir, né aðeins vinnuafl. Það er ekki of seint að breyta um kúrs, en tíminn vinnur ekki með okkur. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, heldur einfaldlega læra af reynslunni. Nágrannar okkar hafa ekki á síðari árum fjárfest í tungumálakennslu að ástæðulausu, svo mikið er víst. Höfundur er höfundur áðurnefndrar skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hefur fjölgað mikið í íslensku samfélagi undanfarin ár. Á stuttum tíma höfum við vanist því að á kassanum í Bónus taki við okkur maður frá Nígeríu, að Pólverji skili bílnum hreinum úr hreinsun, og að portúgalskur sendill skili heitum mat í hús þegar við nennum ekki að elda fyrir börnin; nokkuð sem hefur bætt lífsgæði okkar flestra. Þessu fylgja áskoranir. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum. Þrír af hverjum fjórum innflytjendum á landinu, sem telja nú um 80.000 manns, komu til landsins á síðastliðnum áratug. Það er óvenjuleg staða, en að meðaltali innan OECD hefur um 70% af innflytjendum dvalið í hverju landi lengur en 10 ár. Fyrir ári síðan gaf Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) út skýrslu um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, samanborið við stöðuna í löndunum í kringum okkur. Fram kom að þróun mannfjölda hér á landi hefur verið á eftir öðrum, og að hlutfall innflytjenda hafi fyrst á síðustu árum farið að hækka í samræmi við það sem gerst hefur annars staðar. Því fylgja tækifæri. Við gætum til dæmis lært af mistökum annarra þjóða og gripið inn í þar sem má betur fara áður en vandamál koma upp. Dæmi um vandamál sem hafa komið upp annars staðar, þar sem stjórnvöld brugðust ekki við, eru vannýtt hugvit, framleiðnitap, aukin stéttaskipting, og samfélagslegur órói. Rauði þráðurinn í skýrslu OECD er að tungumálið sé lykillinn að íslensku samfélagi. Aukin kunnátta í íslensku sýnir fram á hærri atvinnuþátttöku, betri nýtingu á mannauði í gegnum tækifæri til menntunar, og bætta námsframvindu barna. Auk þess má leiða að því rök að íslenskufærni hafi jákvæð áhrif á möguleika fólks til kynnast íslenskum gildum, menningu og sögu. Einnig kom fram að færni innflytjenda í tungumálinu væri hvergi minni meðal samanburðarríkja en hér, en tæp 20% innflytjenda hér á landi telja sig hafa góða færni í tungumálinu, samanborið við um 60% að meðaltali innan ríkja OECD. Það kann því að orka tvímælis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lækka fjárframlög til íslenskukennslu til innflytjenda samanborið við árið í fyrra. Fjárframlög á hvern innflytjanda voru reyndar margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum fyrir lækkunina (Mynd 1). Staðan lítur því alls ekki vel út. Mynd 1. Útgjöld til tungumálakennslu á hvern innflytjanda. Við þurfum að stíga varlega til jarðar þegar þessi mál eru annars vegar og huga að því að einstakar ákvarðanir sem tengjast innflytjendamálum geta komið í bakið á okkur ef þær eru vanhugsaðar. Svissneska leikskáldið Max Frisch lét eftirfarandi orð falla um innflytjendastefnu Þýskalands eftir stríð: “Við báðum um vinnuafl, en fengum fólk.” Þar var rekin sú stefna að flytja inn tyrkneska verkamenn til að sinna eftirspurn á tímum hagvaxtar, án þess að greiða þeim aðgang að tungumálakennslu og öðrum úrræðum, enda myndi fólkið yfirgefa landið hvort eð er. Annað kom í ljós, en langflestir urðu eftir og stofnuðu fjölskyldur. Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að þessi stefna hefði verið stór mistök og heiðraði um leið framlag vinnufólksins - þýska efnahagsundrið hefði ekki verið mögulegt án þeirra. Það hefði tekið of langan tíma að viðurkenna hið augljósa: verkamennirnir voru hvorki aðeins gestir, né aðeins vinnuafl. Það er ekki of seint að breyta um kúrs, en tíminn vinnur ekki með okkur. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, heldur einfaldlega læra af reynslunni. Nágrannar okkar hafa ekki á síðari árum fjárfest í tungumálakennslu að ástæðulausu, svo mikið er víst. Höfundur er höfundur áðurnefndrar skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar