„Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. september 2025 00:04 Heiðar Guðjónsson sagði Jóhann Pál dylgja um íslenskt fyrirtæki í útvarpsviðtali, og sagði hann þurfa tala af meiri ábyrgð sem einn æðsti ráðamaður þjóðarinnar. Vísir „Þarna er einn æðsti embættismaður þjóðarinnar, ráðherra, að dylgja um það að íslenskt fyrirtæki hafi farið á hausinn í síðustu olíuleit hér við land. Þegar þú ert ekki lengur blaðamaður á DV eða Stundinni og verður ráðamaður þjóðarinnar verður þú að skipta um ham og tala af ábyrgð.“ Þessi orð lét Heiðar Guðjónsson, fyrrverandi stjórnarformaður olíuleitarfélagsins Eykon Energy, falla í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem rætt var um mögulega olíuleit við Drekasvæðið. Þar svaraði hann Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, sem hafði verið í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr um daginn um sama mál og meðal annars látið eftirfarandi orð falla: „Stór og stöndug fyrirtæki sem tóku þátt í þessu [olíuleit við Drekasvæðið] skiluðu inn þessum leyfum vegna þess að þau sáu ekki fram á að það væri arðbært að vinna olíu hérna. Íslenskt fyrirtæki fór í milljarða gjaldþrot.“ Gjaldþrota fyrirtækið ekki með leyfi hér á landi Heiðar segir að fyrirtækið sem Jóhann vísar til hafi ekki haldið á neinu leyfi til olíuleitar hér á landi, og hafi ekki komið að starfsemi Eykon eða leit við Drekasvæðið. „Sannleikurinn er sá að íslenskt fyrirtæki fór á hausinn, en það er fyrirtæki sem fór í olíuleit í Kanada og Skotlandi.“ Ekki bjartsýnn á góðar viðtökur Heiðar segir að landslagið í stjórnmálunum í Noregi hafi valdið því á sínum tíma að hætt var við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ríkisstjórnin hafi fengið stuðning frá Græningjum gegn því að hætt yrði við frekari olíuvinnslu og engin ný leyfi gefin út. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að sækja um leyfi í dag? Nei það er hægt að sækja um leyfið, en svona miðað við hans málflutning held ég að viðtökurnar verði ekki merkilegar Leyfið verði ekki veitt? „Ég á allt eins von á því.“ Heiðar segir það ástæðulaust að nýta ekki auðlindir landsins. Ég sé bara ekki ástæðuna. Vegna þess að heimurinn er betri ef við brennum minna af kolum. Þannig að stóra áskorunin núna er að fasa út kol. Gas mengar allt að hundrað falt meira en kol. Olía mengar langt um minna en kol.“ „Olía er líka þéttari og meðfærilegri, og það er alveg ljóst að næstu 30 ár verður um 85 prósent af orkunotkun heimsins olía gas og kol, þannig við skuldum heiminum það að leggja heiminum okkar af mörkum í þeim efnum.“ Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Bylgjan Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Þessi orð lét Heiðar Guðjónsson, fyrrverandi stjórnarformaður olíuleitarfélagsins Eykon Energy, falla í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem rætt var um mögulega olíuleit við Drekasvæðið. Þar svaraði hann Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, sem hafði verið í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr um daginn um sama mál og meðal annars látið eftirfarandi orð falla: „Stór og stöndug fyrirtæki sem tóku þátt í þessu [olíuleit við Drekasvæðið] skiluðu inn þessum leyfum vegna þess að þau sáu ekki fram á að það væri arðbært að vinna olíu hérna. Íslenskt fyrirtæki fór í milljarða gjaldþrot.“ Gjaldþrota fyrirtækið ekki með leyfi hér á landi Heiðar segir að fyrirtækið sem Jóhann vísar til hafi ekki haldið á neinu leyfi til olíuleitar hér á landi, og hafi ekki komið að starfsemi Eykon eða leit við Drekasvæðið. „Sannleikurinn er sá að íslenskt fyrirtæki fór á hausinn, en það er fyrirtæki sem fór í olíuleit í Kanada og Skotlandi.“ Ekki bjartsýnn á góðar viðtökur Heiðar segir að landslagið í stjórnmálunum í Noregi hafi valdið því á sínum tíma að hætt var við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ríkisstjórnin hafi fengið stuðning frá Græningjum gegn því að hætt yrði við frekari olíuvinnslu og engin ný leyfi gefin út. Er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að sækja um leyfi í dag? Nei það er hægt að sækja um leyfið, en svona miðað við hans málflutning held ég að viðtökurnar verði ekki merkilegar Leyfið verði ekki veitt? „Ég á allt eins von á því.“ Heiðar segir það ástæðulaust að nýta ekki auðlindir landsins. Ég sé bara ekki ástæðuna. Vegna þess að heimurinn er betri ef við brennum minna af kolum. Þannig að stóra áskorunin núna er að fasa út kol. Gas mengar allt að hundrað falt meira en kol. Olía mengar langt um minna en kol.“ „Olía er líka þéttari og meðfærilegri, og það er alveg ljóst að næstu 30 ár verður um 85 prósent af orkunotkun heimsins olía gas og kol, þannig við skuldum heiminum það að leggja heiminum okkar af mörkum í þeim efnum.“
Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Bylgjan Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55 Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent