Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Árni Sæberg skrifar 16. september 2025 13:40 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa rænt bíl af manni í veiðivötnum og ekið undir áhrifum áfengis og kannabisefna af vettvangi. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum, sem kveðinn var upp í gær, segir að hann hafi verið ákærður fyrir rán með því að hafa þriðjudaginn 1. ágúst 2023, í Veiðivötnum við Stóra Fossvatn í Rangárþingi ytra, með líkamlegu ofbeldi og hótunum um líkamlegt ofbeldi þvingað mann til að afhenda honum bíl og lykla að bílnum. Nánar tiltekið hafi hann tekið með hægri hendi í hálskraga á jakka sem maðurinn klæddist, hrinda honum, kreppa vinstri hnefa og endurtekið hóta honum barsmíðum ef hann afhenti honum ekki lyklana, og síðan þegar það hafð tekist ekið bifreiðinni þaðan á brott. Undir áhrifum Þá hafi hann verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa í kjölfar ránsins ekið bílnum undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna uns lögregla stöðvaði aksturinn á Þjórsárdalsvegi suður af Hrauneyjum í Rangárþingi ytra. Í blóðsýni hafi vínandamagn mælst 0,75 prómill og tetrahýdrókannabínól 5,3 nanógrömm í millilítra. Játaði og sagðist iðrast Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust. Hann hafi sagst iðrast gjörða sinna og sagt að um einstakt tilvik hefði verið að ræða, hann legði slíka háttsemi ekki í vana sinn. Með hliðsjón af játningu mannsins hafi refsing hans hæfilega verið ákveðin hálfs árs skilorðsbundin fangelsisvist. Þá skyldi hann greiða 300 þúsund króna sekt í ríkissjóð og allan sakarkostnað, samtals rúmlega 500 þúsund krónur. Dómsmál Rangárþing ytra Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum, sem kveðinn var upp í gær, segir að hann hafi verið ákærður fyrir rán með því að hafa þriðjudaginn 1. ágúst 2023, í Veiðivötnum við Stóra Fossvatn í Rangárþingi ytra, með líkamlegu ofbeldi og hótunum um líkamlegt ofbeldi þvingað mann til að afhenda honum bíl og lykla að bílnum. Nánar tiltekið hafi hann tekið með hægri hendi í hálskraga á jakka sem maðurinn klæddist, hrinda honum, kreppa vinstri hnefa og endurtekið hóta honum barsmíðum ef hann afhenti honum ekki lyklana, og síðan þegar það hafð tekist ekið bifreiðinni þaðan á brott. Undir áhrifum Þá hafi hann verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa í kjölfar ránsins ekið bílnum undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna uns lögregla stöðvaði aksturinn á Þjórsárdalsvegi suður af Hrauneyjum í Rangárþingi ytra. Í blóðsýni hafi vínandamagn mælst 0,75 prómill og tetrahýdrókannabínól 5,3 nanógrömm í millilítra. Játaði og sagðist iðrast Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust. Hann hafi sagst iðrast gjörða sinna og sagt að um einstakt tilvik hefði verið að ræða, hann legði slíka háttsemi ekki í vana sinn. Með hliðsjón af játningu mannsins hafi refsing hans hæfilega verið ákveðin hálfs árs skilorðsbundin fangelsisvist. Þá skyldi hann greiða 300 þúsund króna sekt í ríkissjóð og allan sakarkostnað, samtals rúmlega 500 þúsund krónur.
Dómsmál Rangárþing ytra Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira