Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar 16. september 2025 12:00 Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar. Allt líf byggist á vatni – við erum öll á einn eða annan hátt vatnsverur. Birtingarmyndir vatnsins eru margar. Hér á Íslandi birtist það okkur í úrkomunni, jöklunum, stöðuvötnum og votlendissvæðum, grunnvatninu og fallvötnum, og árósum þar sem ferskvatn rennur til sjávar. Hvert og eitt þessara svæða er mikilvægt á sinn einstaka hátt og segja má að öll vistkerfi lands og hafs tengist með rauðum þræði í gegnum vatnið. Vatnið er margháttuð uppspretta lífsgæða fyrir Íslendinga. Það er dýrmætt neysluvatn, í því felast fallkraftar sem knýja virkjanir og úr jörðu streymir jarðhitavatn sem ber með sér varmaorku neðan úr jarðskorpunni. En vatnið er ekki aðeins auðlind manns og samfélags, heldur einnig náttúrunnar allrar; lífríkisins sem þrífst í, við og á vatni. Vatnavistkerfi fela í sér mikilvæg búsvæði fjölbreyttra tegunda, agnarsmárra sem risastórra og í því býr kraftur líffræðilegrar fjölbreytni sem mannkynið reiðir sig á til allrar framtíðar. Hnattrænt eru vatnavistkerfi þau lífkerfi sem stafar hvað mest ógn af athöfnum okkar mannanna. Þar ráða mestu búsvæðaeyðing, mengun frá landbúnaði og þéttbýlissvæðum, breytingar á farvegum og vatnstaka, ágengar framandi tegundir og síðast en ekki síst loftslagsbreytingar. Áskoranirnar eru fjölmargar og mikilvægt að huga vel að því fjöreggi sem vatnið er fyrir okkur. Náttúruminjasafn Íslands tekur nú þátt ásamt fjölda stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja í verkefninu LIFE ICEWATER, sem snýst í meginatriðum um vatnsvernd á Íslandi og vitundarvakningu um mikilvægi vatns á lands- og heimsvísu. Meira er hægt að fræðast um verkefnið hér. Á degi íslenskrar náttúru er við hæfi að minna á þau verðmæti sem felast í hreinu og heilnæmu vatni. Við tökum því gjarnan sem sjálfsögðum hlut en minnum okkur á að óspillt vatn þarfnast stöðugrar aðgátar og umhyggju. Höfundar eru starfsfólk Náttúruminjasafns Íslands. Ragnhildur Guðmundsdóttir, settur forstöðumaðurAnna Katrín GuðmundsdóttirHannes ArasonHelga AradóttirHilmar J. MalmquistMargrét Rósa JochumsdóttirRannveig MagnúsdóttirSkúli SkúlasonSnæbjörn GuðmundssonViðar HreinssonÞóra Björg Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar. Allt líf byggist á vatni – við erum öll á einn eða annan hátt vatnsverur. Birtingarmyndir vatnsins eru margar. Hér á Íslandi birtist það okkur í úrkomunni, jöklunum, stöðuvötnum og votlendissvæðum, grunnvatninu og fallvötnum, og árósum þar sem ferskvatn rennur til sjávar. Hvert og eitt þessara svæða er mikilvægt á sinn einstaka hátt og segja má að öll vistkerfi lands og hafs tengist með rauðum þræði í gegnum vatnið. Vatnið er margháttuð uppspretta lífsgæða fyrir Íslendinga. Það er dýrmætt neysluvatn, í því felast fallkraftar sem knýja virkjanir og úr jörðu streymir jarðhitavatn sem ber með sér varmaorku neðan úr jarðskorpunni. En vatnið er ekki aðeins auðlind manns og samfélags, heldur einnig náttúrunnar allrar; lífríkisins sem þrífst í, við og á vatni. Vatnavistkerfi fela í sér mikilvæg búsvæði fjölbreyttra tegunda, agnarsmárra sem risastórra og í því býr kraftur líffræðilegrar fjölbreytni sem mannkynið reiðir sig á til allrar framtíðar. Hnattrænt eru vatnavistkerfi þau lífkerfi sem stafar hvað mest ógn af athöfnum okkar mannanna. Þar ráða mestu búsvæðaeyðing, mengun frá landbúnaði og þéttbýlissvæðum, breytingar á farvegum og vatnstaka, ágengar framandi tegundir og síðast en ekki síst loftslagsbreytingar. Áskoranirnar eru fjölmargar og mikilvægt að huga vel að því fjöreggi sem vatnið er fyrir okkur. Náttúruminjasafn Íslands tekur nú þátt ásamt fjölda stofnana, sveitarfélaga og fyrirtækja í verkefninu LIFE ICEWATER, sem snýst í meginatriðum um vatnsvernd á Íslandi og vitundarvakningu um mikilvægi vatns á lands- og heimsvísu. Meira er hægt að fræðast um verkefnið hér. Á degi íslenskrar náttúru er við hæfi að minna á þau verðmæti sem felast í hreinu og heilnæmu vatni. Við tökum því gjarnan sem sjálfsögðum hlut en minnum okkur á að óspillt vatn þarfnast stöðugrar aðgátar og umhyggju. Höfundar eru starfsfólk Náttúruminjasafns Íslands. Ragnhildur Guðmundsdóttir, settur forstöðumaðurAnna Katrín GuðmundsdóttirHannes ArasonHelga AradóttirHilmar J. MalmquistMargrét Rósa JochumsdóttirRannveig MagnúsdóttirSkúli SkúlasonSnæbjörn GuðmundssonViðar HreinssonÞóra Björg Andrésdóttir
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar