Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2025 13:17 Roberto er orðinn Íslendingur. Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt í íslensku sem annað tungumál við Háskóla Íslands og doktorsefni í íslenskum málvísindum, er orðinn íslenskur ríkisborgari. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir bréf sem staðfestir ríkisborgararéttinn. Roberto hefur búið á Íslandi síðan 2014 og starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands. Hann sótti um ríkisborgararétt í mars með tilskyldum gögnum. Að frátöldu einföldu íslenskuprófi sem þarf að standast. „Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín,“ sagði Roberto við Vísi á dögunum. „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ Hann vissi að hægt væri að fá undanþágu frá prófinu og skilaði bréfi frá prófessor í íslenskri menningardeild og leiðbeinanda í doktorsmálinu. Umsóknarfresturinn að renna út „Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ Það dugði ekki til og næsta próf á dagskrá í nóvember. Hins vegar rynni umsókn hans um ríkisborgararétt út á næstu tveimur vikum. Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt þarf að sýna staðfestingu með vottorði frá viðurkenndum skóla að umsækjandi hafi færni sem samsvari prófinu. Roberto segir í samtali við Vísi að Útlendingastofnun hafi óskað eftir námsferilsyfirliti sem staðfesti upplýsingar í tveimur bréfum frá prófessor og verkefnisstjórn íslensku- og menningardeildar varðandi íslensku kunnáttu hans. Þegar því var skilið var umsókn hans samþykkt. Sterkt táknrænt gildi „Baráttan er loksins unnin!“ segir Roberto í færslu sinni á Facebook. „Þeir veittu mér undanþágu frá tungumálaprófinu og ég fékk nýlega opinbert bréf sem veitir mér íslenskan ríkisborgararétt. Ísland leyfir tvöfalt ríkisfang, svo ég þarf ekki að gefa upp ítalska ríkisfangið mitt (sem ég hefði aldrei gert!).“ Hann bendir á að sem evrópskur ríkisborgari njóti hann nú þegar sömu réttinda og Íslendingur. „Þökk sé samningum við ESB. Eini viðbótarrétturinn sem ég fæ er rétturinn til að kjósa í stjórnmálakosningum (áður gat ég aðeins kosið í sveitarstjórnarkosningum). Það hefur ekki mikla hagnýta þýðingu, en fyrir mig hefur það sterkt táknrænt gildi: Ég er ánægður með að vera opinberlega hluti af þessu samfélagi sem fullgildur ríkisborgari.“ Ríkisborgararéttur Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Roberto hefur búið á Íslandi síðan 2014 og starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands. Hann sótti um ríkisborgararétt í mars með tilskyldum gögnum. Að frátöldu einföldu íslenskuprófi sem þarf að standast. „Þetta er mjög kostnaðarsamt próf, kostar minnir mig 40 þúsund, og ég hef heyrt frá mörgum útlendingum að þetta sé í rauninni grín,“ sagði Roberto við Vísi á dögunum. „Þetta er formsatriði, eitthvað skrifræðisatriði myndi ég segja, og mér fannst svolítið ósanngjarnt að þurfa eyða 40 þúsund krónum í þetta.“ Hann vissi að hægt væri að fá undanþágu frá prófinu og skilaði bréfi frá prófessor í íslenskri menningardeild og leiðbeinanda í doktorsmálinu. Umsóknarfresturinn að renna út „Hann gerði grein fyrir öllu sem ég var búinn að læra, hvaða námskeið og það sem ég er búinn að vera kenna hingað til.“ Það dugði ekki til og næsta próf á dagskrá í nóvember. Hins vegar rynni umsókn hans um ríkisborgararétt út á næstu tveimur vikum. Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt þarf að sýna staðfestingu með vottorði frá viðurkenndum skóla að umsækjandi hafi færni sem samsvari prófinu. Roberto segir í samtali við Vísi að Útlendingastofnun hafi óskað eftir námsferilsyfirliti sem staðfesti upplýsingar í tveimur bréfum frá prófessor og verkefnisstjórn íslensku- og menningardeildar varðandi íslensku kunnáttu hans. Þegar því var skilið var umsókn hans samþykkt. Sterkt táknrænt gildi „Baráttan er loksins unnin!“ segir Roberto í færslu sinni á Facebook. „Þeir veittu mér undanþágu frá tungumálaprófinu og ég fékk nýlega opinbert bréf sem veitir mér íslenskan ríkisborgararétt. Ísland leyfir tvöfalt ríkisfang, svo ég þarf ekki að gefa upp ítalska ríkisfangið mitt (sem ég hefði aldrei gert!).“ Hann bendir á að sem evrópskur ríkisborgari njóti hann nú þegar sömu réttinda og Íslendingur. „Þökk sé samningum við ESB. Eini viðbótarrétturinn sem ég fæ er rétturinn til að kjósa í stjórnmálakosningum (áður gat ég aðeins kosið í sveitarstjórnarkosningum). Það hefur ekki mikla hagnýta þýðingu, en fyrir mig hefur það sterkt táknrænt gildi: Ég er ánægður með að vera opinberlega hluti af þessu samfélagi sem fullgildur ríkisborgari.“
Ríkisborgararéttur Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira