Menning

Ó­beisluð rómantík á ör­laga­ríku stefnu­móti

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Sigurður Ámundason, Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko, Sigurður Ingvarsson og Jóhann Kristófer Stefánsson settu upp Rómantíska gamanmynd í Ásmundarsal.
Sigurður Ámundason, Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko, Sigurður Ingvarsson og Jóhann Kristófer Stefánsson settu upp Rómantíska gamanmynd í Ásmundarsal. Sóllilja Tindsdóttir

Það var fullt út úr dyrum í Ásmundarsal í síðustu viku þegar hópur sviðslistamanna setti upp gamanverkið Rómantísk gamanmynd. Húsfyllir var á öllum sýningum og vegna mikillar eftirspurnar var bætt við miðnætursýningu.

Verkið er samstarfsverkefni myndlistarmannsins Sigurðar Ámunda við sviðshöfundana Tatjönu Dís og Jóhann Kristófer.

Verkið fjallar um Tóta og Söru, sem eru að hittast í fyrsta sinn á stefnumóti, ómeðvituð um að á borðinu við hliðina á þeim eru menn að eiga viðskipti, og sögur þeirra allra eigi eftir að tvinnast saman á örlagaríka hátt. 

Sýningin fékk frábærar viðtökur og voru áhorfendur sammála um að óbeisluð framsetning verksins hefði skapað einstaka upplifun. Rómantísk gamanmynd er hluti af nýrri röð sjálfstæðra leikverka þar sem formið, frásögnin og áhorfandinn sjálfur eru stöðugt til umræðu.

Hér má sjá myndir frá sýningunni: 

Átök á sviðinu!Sóllilja Tindsdóttir
Knús og hattar!Sóllilja Tindsdóttir
Jörundur Ragnarsson í fíling.Sóllilja Tindsdóttir
Valur Freyr Einarsson leikari lét sig ekki vanta.Sóllilja Tindsdóttir
Stuð og stemning á Rómantísku gamanmyndinni. Sóllilja Tindsdóttir
Átök á sviðinu. Sóllilja Tindsdóttir
Dóri DNA í fíling.Sóllilja Tindsdóttir
Jóhann Kristófer og Tatjana Dís slóu í gegn.Sóllilja Tindsdóttir
Margt um manninn.Sóllilja Tindsdóttir
Sigurbjörn Þorkellsson og Heiða Magnúsdóttir eigendur Ásmundarsals létu sig ekki vanta í veisluna.Sóllilja Tindsdóttir
Leikarar voru óbeislaðir á sviðinu. Sóllilja Tindsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.