Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. september 2025 11:02 Á dögunum birti Ingibjörg myndskeið á Tiktok þar sem hún deildi með fylgjendum sínum hvernig henni tókst, með miklu skipulagi og sjálfsaga, að fjármagna sex vikna ferð til Tælands og Balí á meðan hún var á sama tíma að safna fyrir útborgun í íbúð. Samsett „Ég held að það séu ekkert allir sem átta sig á því að það þarf ekki að vera rándýrt að ferðast, þetta snýst allt um skipulag og rétta forgangsröðun,” segir Ingibjörg Halla Ólafsdóttir 24 ára grunnskólakennari en hún er með gífurlega ástríðu fyrir ferðalögum og hefur í dag heimsótt þrjátíu lönd. Ingibjörg birtir reglulega myndskeið á TikTok og Instagram þar sem hún sýnir frá ferðum sínum um heiminn og deilir allskyns hagnýtum ráðum varðandi skipulagningu, fjármögnun og fleiru varðandi utanlandsferðir. „Ég hef sýnt frá því í myndböndunum mínum að ég er ekki með þægindin í fyrirrúmi þegar ég er að ferðast. Ég vil frekar nota peninginn í upplifanir heldur en fimm stjörnu gistingu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Bjó til fyrirtæki í kringum ástríðuna Ingibjörg er í meistaranámi í kennslufræðum og starfar dagsdaglega sem umsjónarkennari í fimmta bekk í Hraunvallaskóla og svo starfar hún einnig í félagsmiðstöðinni Urra í Urriðaholtasskóla. „Þegar ég var yngri þá hafði ég þau forréttindi að ferðast mikið með foreldrum mínum bæði um Evrópu og Bandaríkin og Kanada og þannig kviknaði áhuginn. En það var í raun veru ekki fyrr en fyrir fjórum árum að ég byrjaði að ferðast ein, ég flutti til Þýskalands yfir sumarið til að vinna sem au pair og nýtti þá tækifærið til að ferðast til landanna í kring. Eftir það fór ég í skiptinám til Svíþjóðar í hálft ár og nýtti þá aftur tækifærið og ferðaðist meðal annars til Danmerkur og Eystrasaltslandanna. Á einu ári náði ég að heimsækja fimmtán lönd. Árið 2023 fór ég síðan með vinkonu minni til Asíu þar sem við heimsóttum sjö lönd. Ég varð svo ástfangin af Asíu eftir þessa ferð að ég ákvað að fara aftur núna seinasta sumar.“ @ingahallaa Jæja nokkur tips fyrir þau ykkar sem eru að pæla að fara til Asiu. Luma alveg a fleiri svona ef þið viljið vita meira #fyp #fyrirþig #islenskt #travel ♬ original sound - Ingahalla Eftir að Ingibjörg byrjaði að sýna frá ferðalögunum sínum á samfélagsmiðlum, og deila allskyns ráðum, byrjaði hún að fá fyrirspurnir frá hinum og þessum sem vantaði aðstoð með að skipuleggja utanlandsferðir. Það varð til þess að hún stofnaði sjálf lítið fyrirtæki í kringum það. „Það þarf nefnilega ekki að vera dýrt að ferðast og það margborgar sig að skipuleggja ferðina sjálf en ekki í gegnum ferðaskrifstofu. Þetta byrjaði í rauninni þannig að vinkona mín og kærastinn hennar voru að plana að fara til Japan og Tælands og höfðu samband við ferðaskrifstofu og báðu þau að skipuleggja ferð fyrir sig. Ferðaskrifstofan sendi þeim tillögu til baka upp á ferð sem kostar 1,6 milljón - átta hundruð þúsund á mann. Eftir að hafa sjálf ferðast til Tælands á sínum tíma þá hugsaði ég með mér að þetta gæti ekki verið svona dýrt. Ég setti saman plan sem innihélt allt flug fram og til baka, gistingu, samgöngur og fleira og á endanum var kostnaðurinn 417 þúsund- tæplega 200 þúsund á mann. Eftir að ég deildi þessu plani á TikTok fóru fleiri og fleiri að hafa samband og í kjölfarið á því ákvað ég að koma af stað litlu fyrirtæki þar sem ég tek að mér að skipuleggja utanlandsferðir út um allan heim fyrir einstaklinga og hópa. Ég set þá saman ferðaprógram eftir óskum viðskiptavina þar sem þau geta síðan bókað ferðina sína beint í gegnum ferðaprógramið á mjög einfaldan og auðskilinn hátt. Flestar ferðirnar sem ég hef skipulagt hafa verið til Asíu en ég hef líka skipulagt til dæmis mæðgnaferð til Spánar, fermingarferð til Póllands, fertugsferð til Búdapestog hópskíðaferðalag til Austurríkis.“ Fjármagnaði ferðina á þremur mánuðum Á dögunum birti Ingibjörg myndskeið á Tiktok þar sem hún deildi með fylgjendum sínum hvernig henni tókst, með miklu skipulagi og sjálfsaga, að fjármagna sex vikna ferð til Tælands og Balí á meðan hún var á sama tíma að safna fyrir útborgun í íbúð. @ingahallaa Hvernig ég er búin að ná að fjármagna fyrir flugi, gistingu og hluta af afþreyingu fyrir 5 vikna ferð til Tælands og Bali án þess að nota tekjurnar úr 135-140% vinnunni minni. #fyrirþigsíða #islenskt #fyrirþig #budgettravel #fyp ♬ original sound - Ingahalla „Ég er búin að setja mér það markmið að kaupa íbúð á árinu og er búin að vera að safna fyrir því með því að vera í 140 prósent vinnu. Hluti af þeim tekjum hafa farið í það að safna fyrir útborgun í íbúð. Ég byrjaði á þessu í mars en á þeim tíma var ég komin á stað með þennan litla „side business“ að skipulegga ferðir fyrir aðra. Allar tekjur úr því fóru beint í ferðsjóðinn. Ég var síðan líka með bás á fatamarkaði og seldi föt og fékk pening úr því. Í apríl og maí hélt ég áfram að fá tekjur úr fyrirtækinu og tók síðan að mér aukavaktir í félagsmiðstöðinni í Hraunvallaskóla og í júní tók ég að mér þriðju aukavinnuna og bar út Fréttablaðið. Ég bjó til plan og skrifaði niður í hverjum mánuði hvað ég væri búin að borga inn á ferðina og hvað var að koma inn úr aukavinnunum upp í ferðina, þannig að ég vissi alltaf hvort ég væri í plús eða mínus. Með þessum hætti tókst mér að fjármagna allt flug og gistingu og átti þar að auki afgangspening til að nota í afþreyingu. Ég hef oft fengið spurninguna hvernig ég hef efni á því að ferðast svona mikið. Fyrir mér er þetta bara spurning um forgangsröðun. Ég er til dæmis ekki að eyða pening í hluti eins og niktótín eða kaffi og ég er mjög lítið að eyða pening í áfengi. Ég held að það séu kanski ekkert allir sem átta sig á því hvað það fer rosalega mikill peningur í þessa hluti.“ Lífið er of stutt og heimurinn er of stór Ingibjörg er núna nýkomin heim úr umræddri sex vikna „sóló“ ferð til Tælands og Balí. „Mér fannst geggjað að vera ein á ferðalagi, það er svo mikið frelsi sem fylgir því að geta gert nákvæmlega það sem mann langar að gera í augnablikinu. Ég nýtti ferðina til að strika yfir hina og þessa hluti á “bucket listanum.” Ég fór meðal annars í fallhlífarstökk í Bangkok og í „overnight tracking“ í frumskógi, tók köfunarréttindi og á Balí fór ég í teygjustökk. Það sem stóð samt upp úr var allt fólkið sem ég kynntist í þessari ferð, ég hitti marga sem voru að ferðast einir eins og ég og ég á núna vini út um allan heim.“ @ingahallaa Finnið ekki meira næs fólk en tælenskt fólk. Treysti þeim fyrir öllu #fyrirþigsíða #fyrirþig #islenskt #tæland #thaipeople ♬ there she goes - 🎸🪩 Aðspurð um öryggi á ferðalögunum segir Ingibjörg suma hafa sett spurningamerki við það að hún sé að ferðast einsömul til framandi landa. „Ég hef helst fundið fyrir því frá eldri kynslóðinni, þau eru eitthvað svona smá efins með þetta. En eins og þegar ég var úti í Tælandi og á Balí þá passaði ég mig til dæmis alltaf að láta ekki vita að ég væri ein á ferð, til dæmis þegar ég var að taka leigubíl, og ég var alltaf með lyklakippu á mér sem er með svona þjófavörn og gefur frá sér hátt hljóð þegar maður ýtir á hana, en það kom nú aldrei fyrir að ég þyrfti að nota hana. Ég var líka alltaf með kveikt á „location“ í símanum mínum. En ég held að þetta sé fyrst og fremst spurning um að fylgja bara innsæinu, og almennri skynsemi.“ Aðspurð um ferðalagaplön í framtíðinni segir Ingibjörg að Suður Afríka sé núna efst á listanum. „Ég er í auðvitað í þeirri forréttindastöðu núna að ég er ung og ekki bundin neinu og ég vil nýta þennan tíma á meðan ég get. Þetta er einfaldlega skemmtilegasta sem ég geri; allt það sem ég hef fengið að sjá og gera og upplifa á þessum ferðalögum, ég myndi ekki skipta því út fyrir neitt. Ég segi alltaf að peningar koma og fara – en minningar vara að eilífu. Lífið er alltof stutt og heimurinn er alltof stór til að vera bara að ferðast til Tenerife!“ Ferðalög Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Ingibjörg birtir reglulega myndskeið á TikTok og Instagram þar sem hún sýnir frá ferðum sínum um heiminn og deilir allskyns hagnýtum ráðum varðandi skipulagningu, fjármögnun og fleiru varðandi utanlandsferðir. „Ég hef sýnt frá því í myndböndunum mínum að ég er ekki með þægindin í fyrirrúmi þegar ég er að ferðast. Ég vil frekar nota peninginn í upplifanir heldur en fimm stjörnu gistingu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Bjó til fyrirtæki í kringum ástríðuna Ingibjörg er í meistaranámi í kennslufræðum og starfar dagsdaglega sem umsjónarkennari í fimmta bekk í Hraunvallaskóla og svo starfar hún einnig í félagsmiðstöðinni Urra í Urriðaholtasskóla. „Þegar ég var yngri þá hafði ég þau forréttindi að ferðast mikið með foreldrum mínum bæði um Evrópu og Bandaríkin og Kanada og þannig kviknaði áhuginn. En það var í raun veru ekki fyrr en fyrir fjórum árum að ég byrjaði að ferðast ein, ég flutti til Þýskalands yfir sumarið til að vinna sem au pair og nýtti þá tækifærið til að ferðast til landanna í kring. Eftir það fór ég í skiptinám til Svíþjóðar í hálft ár og nýtti þá aftur tækifærið og ferðaðist meðal annars til Danmerkur og Eystrasaltslandanna. Á einu ári náði ég að heimsækja fimmtán lönd. Árið 2023 fór ég síðan með vinkonu minni til Asíu þar sem við heimsóttum sjö lönd. Ég varð svo ástfangin af Asíu eftir þessa ferð að ég ákvað að fara aftur núna seinasta sumar.“ @ingahallaa Jæja nokkur tips fyrir þau ykkar sem eru að pæla að fara til Asiu. Luma alveg a fleiri svona ef þið viljið vita meira #fyp #fyrirþig #islenskt #travel ♬ original sound - Ingahalla Eftir að Ingibjörg byrjaði að sýna frá ferðalögunum sínum á samfélagsmiðlum, og deila allskyns ráðum, byrjaði hún að fá fyrirspurnir frá hinum og þessum sem vantaði aðstoð með að skipuleggja utanlandsferðir. Það varð til þess að hún stofnaði sjálf lítið fyrirtæki í kringum það. „Það þarf nefnilega ekki að vera dýrt að ferðast og það margborgar sig að skipuleggja ferðina sjálf en ekki í gegnum ferðaskrifstofu. Þetta byrjaði í rauninni þannig að vinkona mín og kærastinn hennar voru að plana að fara til Japan og Tælands og höfðu samband við ferðaskrifstofu og báðu þau að skipuleggja ferð fyrir sig. Ferðaskrifstofan sendi þeim tillögu til baka upp á ferð sem kostar 1,6 milljón - átta hundruð þúsund á mann. Eftir að hafa sjálf ferðast til Tælands á sínum tíma þá hugsaði ég með mér að þetta gæti ekki verið svona dýrt. Ég setti saman plan sem innihélt allt flug fram og til baka, gistingu, samgöngur og fleira og á endanum var kostnaðurinn 417 þúsund- tæplega 200 þúsund á mann. Eftir að ég deildi þessu plani á TikTok fóru fleiri og fleiri að hafa samband og í kjölfarið á því ákvað ég að koma af stað litlu fyrirtæki þar sem ég tek að mér að skipuleggja utanlandsferðir út um allan heim fyrir einstaklinga og hópa. Ég set þá saman ferðaprógram eftir óskum viðskiptavina þar sem þau geta síðan bókað ferðina sína beint í gegnum ferðaprógramið á mjög einfaldan og auðskilinn hátt. Flestar ferðirnar sem ég hef skipulagt hafa verið til Asíu en ég hef líka skipulagt til dæmis mæðgnaferð til Spánar, fermingarferð til Póllands, fertugsferð til Búdapestog hópskíðaferðalag til Austurríkis.“ Fjármagnaði ferðina á þremur mánuðum Á dögunum birti Ingibjörg myndskeið á Tiktok þar sem hún deildi með fylgjendum sínum hvernig henni tókst, með miklu skipulagi og sjálfsaga, að fjármagna sex vikna ferð til Tælands og Balí á meðan hún var á sama tíma að safna fyrir útborgun í íbúð. @ingahallaa Hvernig ég er búin að ná að fjármagna fyrir flugi, gistingu og hluta af afþreyingu fyrir 5 vikna ferð til Tælands og Bali án þess að nota tekjurnar úr 135-140% vinnunni minni. #fyrirþigsíða #islenskt #fyrirþig #budgettravel #fyp ♬ original sound - Ingahalla „Ég er búin að setja mér það markmið að kaupa íbúð á árinu og er búin að vera að safna fyrir því með því að vera í 140 prósent vinnu. Hluti af þeim tekjum hafa farið í það að safna fyrir útborgun í íbúð. Ég byrjaði á þessu í mars en á þeim tíma var ég komin á stað með þennan litla „side business“ að skipulegga ferðir fyrir aðra. Allar tekjur úr því fóru beint í ferðsjóðinn. Ég var síðan líka með bás á fatamarkaði og seldi föt og fékk pening úr því. Í apríl og maí hélt ég áfram að fá tekjur úr fyrirtækinu og tók síðan að mér aukavaktir í félagsmiðstöðinni í Hraunvallaskóla og í júní tók ég að mér þriðju aukavinnuna og bar út Fréttablaðið. Ég bjó til plan og skrifaði niður í hverjum mánuði hvað ég væri búin að borga inn á ferðina og hvað var að koma inn úr aukavinnunum upp í ferðina, þannig að ég vissi alltaf hvort ég væri í plús eða mínus. Með þessum hætti tókst mér að fjármagna allt flug og gistingu og átti þar að auki afgangspening til að nota í afþreyingu. Ég hef oft fengið spurninguna hvernig ég hef efni á því að ferðast svona mikið. Fyrir mér er þetta bara spurning um forgangsröðun. Ég er til dæmis ekki að eyða pening í hluti eins og niktótín eða kaffi og ég er mjög lítið að eyða pening í áfengi. Ég held að það séu kanski ekkert allir sem átta sig á því hvað það fer rosalega mikill peningur í þessa hluti.“ Lífið er of stutt og heimurinn er of stór Ingibjörg er núna nýkomin heim úr umræddri sex vikna „sóló“ ferð til Tælands og Balí. „Mér fannst geggjað að vera ein á ferðalagi, það er svo mikið frelsi sem fylgir því að geta gert nákvæmlega það sem mann langar að gera í augnablikinu. Ég nýtti ferðina til að strika yfir hina og þessa hluti á “bucket listanum.” Ég fór meðal annars í fallhlífarstökk í Bangkok og í „overnight tracking“ í frumskógi, tók köfunarréttindi og á Balí fór ég í teygjustökk. Það sem stóð samt upp úr var allt fólkið sem ég kynntist í þessari ferð, ég hitti marga sem voru að ferðast einir eins og ég og ég á núna vini út um allan heim.“ @ingahallaa Finnið ekki meira næs fólk en tælenskt fólk. Treysti þeim fyrir öllu #fyrirþigsíða #fyrirþig #islenskt #tæland #thaipeople ♬ there she goes - 🎸🪩 Aðspurð um öryggi á ferðalögunum segir Ingibjörg suma hafa sett spurningamerki við það að hún sé að ferðast einsömul til framandi landa. „Ég hef helst fundið fyrir því frá eldri kynslóðinni, þau eru eitthvað svona smá efins með þetta. En eins og þegar ég var úti í Tælandi og á Balí þá passaði ég mig til dæmis alltaf að láta ekki vita að ég væri ein á ferð, til dæmis þegar ég var að taka leigubíl, og ég var alltaf með lyklakippu á mér sem er með svona þjófavörn og gefur frá sér hátt hljóð þegar maður ýtir á hana, en það kom nú aldrei fyrir að ég þyrfti að nota hana. Ég var líka alltaf með kveikt á „location“ í símanum mínum. En ég held að þetta sé fyrst og fremst spurning um að fylgja bara innsæinu, og almennri skynsemi.“ Aðspurð um ferðalagaplön í framtíðinni segir Ingibjörg að Suður Afríka sé núna efst á listanum. „Ég er í auðvitað í þeirri forréttindastöðu núna að ég er ung og ekki bundin neinu og ég vil nýta þennan tíma á meðan ég get. Þetta er einfaldlega skemmtilegasta sem ég geri; allt það sem ég hef fengið að sjá og gera og upplifa á þessum ferðalögum, ég myndi ekki skipta því út fyrir neitt. Ég segi alltaf að peningar koma og fara – en minningar vara að eilífu. Lífið er alltof stutt og heimurinn er alltof stór til að vera bara að ferðast til Tenerife!“
Ferðalög Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira