Fótbolti

Mark Sveindísar duggði skammt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveindís Jane skoraði eina mark Angel City í kvöld.
Sveindís Jane skoraði eina mark Angel City í kvöld. Rich Graessle/Icon Sportswire via Getty Images

Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Angel City máttu þola 2-1 tap er liðið heimsótti North Carolina Courage í bandaríska kvennaboltanum í kvöld.

Eftir sex leiki án þess að skora fyrir Angel City komst Sveindís Jane loksins á blað fyrir liðið í kvöld.

Sveindís minnkaði muninn fyrir gestina með marki á 88. mínútu, en mark hennar kom hins vegar aðeins of seint og Angel City þurfti að sætta sig við 2-1 tap.

Angel City situr nú í ellefta sæti deildarinnar með 23 stig eftir 20 leiki, tveimur stigum minna en North Carolina Courage sem situr í níunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×