ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 19:30 Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Austurbakka hefur aldrei komið víni sínu lengra en í reynslusölu hjá ÁTVR. Vísir/Ívar Fannar Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Þegar vín eru tekin til sölu í Vínbúðinni eru þau fyrst um sinn einungis tekin inn til reynslu og eru þá ekki seld nema í fjórum búðum. Reynslutímabilið eru tólf mánuðir og í hverjum mánuði eru þau fjögur vín sem eru vinsælust í lítratali hverju sinni valin inn í fastasölu hjá ÁTVR og þá seld á fleiri stöðum. Árni Þór Árnason eigandi vínheildsölunnar Austurbakka sem hefur sett sjö víntegundir á reynslusölu án árangurs segir hinsvegar að leikið sé á kerfið. Sölutölur rjúki skyndilega upp „Það sem er að gerast er það að þegar er komið að lokum þessa sölutímabils og það gerist núna í júlí þá taka sig til nokkrir innflytjendur og þeir eru að kaupa tegundirnar sínar inn. Þær hafa kannski verið að seljast átta, tíu, tuttugu flöskur á mánuði og allt í einu seljast 350.“ Þetta sér Árni í gögnum sem hann hefur undir höndum frá ÁTVR um vínsölu. Þar má sjá hvernig salan rýkur skyndilega upp. Ein víntegund selst sem dæmi í sex lítrum í apríl, fimm í maí, ellefu í júní en svo skyndilega í heilum 316 lítrum í júlí. „Ég hef rætt við starfsfólk ÁTVR og það horfir upp á þetta en því miður þá virðist ekki hafa verið vilji hingað til til þess að taka á þessu máli. Því að þeir selja þarna vöruna tvisvar. Þú sérð hvað er að gerast. ÁTVR græðir á öllu ruglinu.“ Óheppilegt ef birgjar virða ekki kerfið Þorgerður Kristín Þráinsdóttir nýskipaður forstjóri ÁTVR baðst undan viðtali vegna málsins. Í skriflegum svörum frá aðstoðarforstjóra segir að um sjö hundruð vín séu tekin í reynslusölu árlega. 156 fái færslu í kjarna á hverju ári. ÁTVR hafi engar heimildir til að greina hver kaupandi vörunnar sé, eingöngu sé horft á söluárangur. Eftirspurn viðskiptavina eigi að ráða för, mjög óheppilegt sé ef birgjar kjósi að virða ekki það kerfi. Árni segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við af festu. Áfengi Verslun Samkeppnismál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Þegar vín eru tekin til sölu í Vínbúðinni eru þau fyrst um sinn einungis tekin inn til reynslu og eru þá ekki seld nema í fjórum búðum. Reynslutímabilið eru tólf mánuðir og í hverjum mánuði eru þau fjögur vín sem eru vinsælust í lítratali hverju sinni valin inn í fastasölu hjá ÁTVR og þá seld á fleiri stöðum. Árni Þór Árnason eigandi vínheildsölunnar Austurbakka sem hefur sett sjö víntegundir á reynslusölu án árangurs segir hinsvegar að leikið sé á kerfið. Sölutölur rjúki skyndilega upp „Það sem er að gerast er það að þegar er komið að lokum þessa sölutímabils og það gerist núna í júlí þá taka sig til nokkrir innflytjendur og þeir eru að kaupa tegundirnar sínar inn. Þær hafa kannski verið að seljast átta, tíu, tuttugu flöskur á mánuði og allt í einu seljast 350.“ Þetta sér Árni í gögnum sem hann hefur undir höndum frá ÁTVR um vínsölu. Þar má sjá hvernig salan rýkur skyndilega upp. Ein víntegund selst sem dæmi í sex lítrum í apríl, fimm í maí, ellefu í júní en svo skyndilega í heilum 316 lítrum í júlí. „Ég hef rætt við starfsfólk ÁTVR og það horfir upp á þetta en því miður þá virðist ekki hafa verið vilji hingað til til þess að taka á þessu máli. Því að þeir selja þarna vöruna tvisvar. Þú sérð hvað er að gerast. ÁTVR græðir á öllu ruglinu.“ Óheppilegt ef birgjar virða ekki kerfið Þorgerður Kristín Þráinsdóttir nýskipaður forstjóri ÁTVR baðst undan viðtali vegna málsins. Í skriflegum svörum frá aðstoðarforstjóra segir að um sjö hundruð vín séu tekin í reynslusölu árlega. 156 fái færslu í kjarna á hverju ári. ÁTVR hafi engar heimildir til að greina hver kaupandi vörunnar sé, eingöngu sé horft á söluárangur. Eftirspurn viðskiptavina eigi að ráða för, mjög óheppilegt sé ef birgjar kjósi að virða ekki það kerfi. Árni segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við af festu.
Áfengi Verslun Samkeppnismál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira