Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 14:16 Jóna Árný Þórðardóttir segir von á nýjum búnaði til landsins í október. E. coli sýkingar í neysluvatni Stöðvarfjarðar ættu brátt að heyra sögunni til en bæjarstjórn hefur fest kaup á sérstöku tæki til hreinsunar vatnsins. Tvær sýkingar í vatnsbólinu hafa komið upp á rúmum mánuði en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir von á búnaðinum til landsins í næsta mánuði. Greint var frá því í hádegisfréttum í gær að í annað sinn á rúmum mánuði þurfa íbúar Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn eftir að E Coli sýking kom upp í vatnsbólinu. Íbúi á svæðinu sagðist hafa soðið vatn í rúman mánuð, ekki geta treyst vatninu í bænum auk þess sem hann kvartaði sáran undan lélegri upplýsingagjöf frá sveitarfélaginu. Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir sveitarfélagið hafa nýtt allar mögulegar leiðir til að senda upplýsingar til íbúa. „Við sendum SMS beint í síma sem eru skráðir, frétt á heimasíðu, samfélagsmiðla, dreift á íbúasíðu og tilkynning á okkar svæðisbundnu miðla sem sendu þetta út fyrir okkur um leið. Þannig við nýttum alla farvegi til að koma upplýsingum til íbúa.“ Þegar sýking hafi komið upp í vatnsbólinu í fyrra skiptið hafi sveitarstjórnin þá þegar brugðist við. „Það er búið að taka ákvörðun um það að kaupa svokallað geislunartæki sem er nýtt víða um land í bólum líkt og þessu. Það verður sett upp, það er bara í pöntun og skölun og kemur svo til okkar og verður sett upp og þá á þetta vandamál að vera svo gott sem úr sögunni.“ Vinna hafi staðið yfir undanfarnar vikur við að undirbúa komu tækisins en Jóna segir að búist sé við því til landsins um miðjan október. „Það sem við vorum að gera í ágúst var að staðfesta lagnaleiðir með ýmiskonar þrýstiprófunum og einnig að ræða við fólk sem kom að því á sínum tíma að setja upp þessar lagnir og þannig gátum við staðfest lagnaleiðir og nú er verið að bíða eftir geislatækinu og það verður sett strax upp og þá eigum við að vera með svipaðar ráðstafanir og eru nýttar í fjölmörgum veitum vítt og breitt um landið.“ Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Tengdar fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11. september 2025 14:52 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Greint var frá því í hádegisfréttum í gær að í annað sinn á rúmum mánuði þurfa íbúar Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn eftir að E Coli sýking kom upp í vatnsbólinu. Íbúi á svæðinu sagðist hafa soðið vatn í rúman mánuð, ekki geta treyst vatninu í bænum auk þess sem hann kvartaði sáran undan lélegri upplýsingagjöf frá sveitarfélaginu. Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir sveitarfélagið hafa nýtt allar mögulegar leiðir til að senda upplýsingar til íbúa. „Við sendum SMS beint í síma sem eru skráðir, frétt á heimasíðu, samfélagsmiðla, dreift á íbúasíðu og tilkynning á okkar svæðisbundnu miðla sem sendu þetta út fyrir okkur um leið. Þannig við nýttum alla farvegi til að koma upplýsingum til íbúa.“ Þegar sýking hafi komið upp í vatnsbólinu í fyrra skiptið hafi sveitarstjórnin þá þegar brugðist við. „Það er búið að taka ákvörðun um það að kaupa svokallað geislunartæki sem er nýtt víða um land í bólum líkt og þessu. Það verður sett upp, það er bara í pöntun og skölun og kemur svo til okkar og verður sett upp og þá á þetta vandamál að vera svo gott sem úr sögunni.“ Vinna hafi staðið yfir undanfarnar vikur við að undirbúa komu tækisins en Jóna segir að búist sé við því til landsins um miðjan október. „Það sem við vorum að gera í ágúst var að staðfesta lagnaleiðir með ýmiskonar þrýstiprófunum og einnig að ræða við fólk sem kom að því á sínum tíma að setja upp þessar lagnir og þannig gátum við staðfest lagnaleiðir og nú er verið að bíða eftir geislatækinu og það verður sett strax upp og þá eigum við að vera með svipaðar ráðstafanir og eru nýttar í fjölmörgum veitum vítt og breitt um landið.“
Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Tengdar fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11. september 2025 14:52 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Niðurstöður Heilbrigðiseftirlits Austurlands staðfesta að kólí og E.coli hafi greinst í neysluvatninu á Stöðvarfirði. Nauðsynlegt er að sjóða allt vatn til neyslu. 11. september 2025 14:52