Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Smári Jökull Jónsson skrifar 12. september 2025 20:02 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Ívar Fannar Áformað er að afnema áminningarskyldu opinbera starfsmanna. Formaður BSRB segir að ef jafna eigi réttindi á milli almenna og opinbera markaðarins þurfi að jafna upp á við en ekki skerða réttindi eins hóps. Fjármálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda þar sem til stendur að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna. Formaður BSRB segir það fordæmalaust að leggja til skerðingar á réttindum launafólks án samtals og fordæmir að ríkisstjórnin líti á birtingu í samráðsgátt sem samráð. Vinnumarkaðskerfið byggi á nánu samtali aðila vinnumarkaðarins til að komast að bestri niðurstöðu. „Þessi áminningarskylda hún tíðkast á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum og það er enginn að fetta fingur út í það þar. Sömuleiðis ef við ætlum að jafna réttindi á milli markaða sem er sjálfsagður hlutur þá þurfum við að jafna upp á við en ekki skerða einhvern hóp,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB í kvöldfréttum Sýnar. „Svolítið harður tónn“ Í áformunum segir að með samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 hafi verið tekið skref í að jafna réttindi á milli markaða. Þar segir einnig að við kjarasamningaborðið hafi kröfur stéttarfélaganna einkum snúið að því að jafna laun og því sé eðlilegt að skoða í hvaða tilvikum tilefni sé til að jafna einnig réttindi og skyldur. „Mér fannst þetta áhugaverð framsetning og lýsing þeirra á þessu og svolítið harður tónn og jafnvel eins og það sé einhver vilji til að ýfa upp málið.“ Umræddar breytingar á lífeyrisréttindum hafi verið gerðar með samkomulagi og að lítil og hógvær skref hafi verið tekin við kjarasamningsborðið í jöfnun launa. „Það er auðvitað ekki þannig að ríkisstjórnin geti bara orðið þreytt á biðinni og farið að skerða einhliða réttindi af því að þeim finnist þetta ekki ganga nægilega hratt.“ Segir lögin gera ráð fyrir uppsögnum Hún segir mannauðsstjórnun á opinberum markaði verr setta en á einkamarkaði og lýsir vandanum í raun sem stjórnunarvanda. „Það er lykilatriði að þetta sé fullreynt því lögin gera alveg ráð fyrir að það sé hægt að segja upp fólki sem eru ekki að standa sig sem þetta virðist snúast um en stjórnendur eru ekki að nýta það.“ Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur birt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda þar sem til stendur að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna. Formaður BSRB segir það fordæmalaust að leggja til skerðingar á réttindum launafólks án samtals og fordæmir að ríkisstjórnin líti á birtingu í samráðsgátt sem samráð. Vinnumarkaðskerfið byggi á nánu samtali aðila vinnumarkaðarins til að komast að bestri niðurstöðu. „Þessi áminningarskylda hún tíðkast á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum og það er enginn að fetta fingur út í það þar. Sömuleiðis ef við ætlum að jafna réttindi á milli markaða sem er sjálfsagður hlutur þá þurfum við að jafna upp á við en ekki skerða einhvern hóp,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB í kvöldfréttum Sýnar. „Svolítið harður tónn“ Í áformunum segir að með samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda árið 2016 hafi verið tekið skref í að jafna réttindi á milli markaða. Þar segir einnig að við kjarasamningaborðið hafi kröfur stéttarfélaganna einkum snúið að því að jafna laun og því sé eðlilegt að skoða í hvaða tilvikum tilefni sé til að jafna einnig réttindi og skyldur. „Mér fannst þetta áhugaverð framsetning og lýsing þeirra á þessu og svolítið harður tónn og jafnvel eins og það sé einhver vilji til að ýfa upp málið.“ Umræddar breytingar á lífeyrisréttindum hafi verið gerðar með samkomulagi og að lítil og hógvær skref hafi verið tekin við kjarasamningsborðið í jöfnun launa. „Það er auðvitað ekki þannig að ríkisstjórnin geti bara orðið þreytt á biðinni og farið að skerða einhliða réttindi af því að þeim finnist þetta ekki ganga nægilega hratt.“ Segir lögin gera ráð fyrir uppsögnum Hún segir mannauðsstjórnun á opinberum markaði verr setta en á einkamarkaði og lýsir vandanum í raun sem stjórnunarvanda. „Það er lykilatriði að þetta sé fullreynt því lögin gera alveg ráð fyrir að það sé hægt að segja upp fólki sem eru ekki að standa sig sem þetta virðist snúast um en stjórnendur eru ekki að nýta það.“
Vinnumarkaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira