Tónlist

Heiðra Arvo Pärt í Landa­kots­kirkju

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Cantoque ensemble mun flytja verk eftir eistneska tónskáldið Arvo Pärt á morgun.
Cantoque ensemble mun flytja verk eftir eistneska tónskáldið Arvo Pärt á morgun. EPA/Vísir/Vilhelm/Aðsent

Kammerkórinn Cantoque Ensemble heiðrar eistneska tónskáldið Arvo Pärt á níræðisafmæli hans 11. september. Sönghópurinn mun flytja verk Pärt sem hann hefur samið fyrir kór án undirleiks undir stjórn kórstjórans Bernharðs Wilkinson, sem kemur til Íslands sérstaklega við þetta tækifæri.

Hinn 89 ára Arvo Pärt er eitt dáðasta tónskáld samtímans og draumkenndri tónlist hans hefur verið líkt við að hlustendur nálgist guðdóminn. Hann sækir mikinn innblástur í kristna trú og því þótti við hæfi að halda tónleikana í helgidóminum í Kristskirkju, Landakoti. 

Cantoque Ensemble er tíu manna atvinnukór sem var stofnaður 2017 og starfar bæði hérlendis og erlendis. Kórinn hefur í þrígang verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir söng sinn.

Bernharður Wilkinson á glæstan feril að baki.

Bernharður Wilkinson bjó í tæp þrjátíu ár á Íslandi og lék á þeim tíma fyrstu flautu með Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess sem hann stjórnaði hljómsveitinni við ýmis tækifæri. 

Hann leik einnig með Kammersveit Reykjavíkur, var meðlimur í Blásarakvintett Reykjavíku og stjórnaði tveimur af fremstu kórum Íslands, Söngsveitinni Fílharmóníu og Hljómeyki. Hann er nú búsettur í Færeyjum þar sem hann stjórnar Sinfóníuhljómsveit Færeyja og einnig tveimur kórum. Hann hlaut nýlega danska riddarakrossinn frá danska konunginum fyrir þjónustu sína við færeyska tónlist.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í Landakotskirkju/Kristskirkju á morgun, 11. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.