Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2025 12:28 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga alla leið og loka fjárlagagatinu. Stöð 2/Arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. Ekki eru allir sannfærðir um ágæti fjárlagafrumvarpsins en Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis er einn þeirra sem ekki fannst mikið til frumvarpsins koma. Hann var í hádegisfréttum Bylgjunnar beðinn um segja hvernig honum litist á frumvarpið, svona við fyrstu sýn. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti efni nýs fjárlagafrumvarps nú í morgun. Hægt er að kynna sér efni þess hér: „Þetta eru auðvitað gríðarleg vonbrigði, þvert á það sem forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt þá kemur í ljós að það er nokkurn veginn búið að loka gatinu, síðasta ríkisstjórn gerði það. Það bara kemur fram að staðan er 19 milljarðar í halla og gæti lokast núna bara þegar þetta er allt saman gert upp og þeir ná samt sem áður ekki að klára verkið og því miður þá eru útgjöldin að vaxa umfram það sem gert er ráð fyrir í þeirra eigin fjármálaáætlun og að auki þó að ekkert komi nú af þessu fram í kynningunni enda er þetta væntanlega grynnsta kynning sem hefur verið á fjárlagafrumvarpi nokkurn tímann þá er gert ráð fyrir skattahækkunum á almenning þvert á það sem lofað var.“ Guðlaugur bendir á að til dæmis á blaðsíðum 120-121 í frumvarpinublasi við aukinn skattur á almenning. „Þar er gert ráð fyrir því að hækka tekjuskatt á einstaklinga með samsköttuninni [innsk. blm. afnám samnýtingar þrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks], það er gert ráð fyrir því að hækka skatta á ökutæki og eldsneyti, það er gert ráð fyrir því að hækka skatta á raforkunotkun almennings og sömuleiðis þá er gengið harðar fram þegar kemur að arðgreiðslum á fyrirtækjum. Þannig að það er af nógu að taka en beinar skattahækkanir koma fram upp á 28 milljarða.“ Hefði verið hægur vandi að loka gatinu Hann segir að síðasta ríkisstjórn hafi fegið gríðarleg áföll í fangið, Covid-19 faraldurinn og jarðhræringar á Reykjanesi hafi kostað ríkissjóð mörg hundruð milljarða. „Þessi ríkisstjórn þarf ekki að eiga við það og guð gefi að það verði ekki og í ofanálag þvert á það sem þeir hafa sagt, að það bara kemur í ljós í þeirra eigin gögnum að það er komið nokkurn veginn komið jafnvægi í rekstri ríkisins 19 milljarðar af 1500 milljörðum er nú mjög lítið. Þannig að það ætti að vera hægur vandi að ná hallalausum fjárlögum.“ Hér getur þú nálgast fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026. Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27 „Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ 8. september 2025 10:18 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira
Ekki eru allir sannfærðir um ágæti fjárlagafrumvarpsins en Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis er einn þeirra sem ekki fannst mikið til frumvarpsins koma. Hann var í hádegisfréttum Bylgjunnar beðinn um segja hvernig honum litist á frumvarpið, svona við fyrstu sýn. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti efni nýs fjárlagafrumvarps nú í morgun. Hægt er að kynna sér efni þess hér: „Þetta eru auðvitað gríðarleg vonbrigði, þvert á það sem forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt þá kemur í ljós að það er nokkurn veginn búið að loka gatinu, síðasta ríkisstjórn gerði það. Það bara kemur fram að staðan er 19 milljarðar í halla og gæti lokast núna bara þegar þetta er allt saman gert upp og þeir ná samt sem áður ekki að klára verkið og því miður þá eru útgjöldin að vaxa umfram það sem gert er ráð fyrir í þeirra eigin fjármálaáætlun og að auki þó að ekkert komi nú af þessu fram í kynningunni enda er þetta væntanlega grynnsta kynning sem hefur verið á fjárlagafrumvarpi nokkurn tímann þá er gert ráð fyrir skattahækkunum á almenning þvert á það sem lofað var.“ Guðlaugur bendir á að til dæmis á blaðsíðum 120-121 í frumvarpinublasi við aukinn skattur á almenning. „Þar er gert ráð fyrir því að hækka tekjuskatt á einstaklinga með samsköttuninni [innsk. blm. afnám samnýtingar þrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks], það er gert ráð fyrir því að hækka skatta á ökutæki og eldsneyti, það er gert ráð fyrir því að hækka skatta á raforkunotkun almennings og sömuleiðis þá er gengið harðar fram þegar kemur að arðgreiðslum á fyrirtækjum. Þannig að það er af nógu að taka en beinar skattahækkanir koma fram upp á 28 milljarða.“ Hefði verið hægur vandi að loka gatinu Hann segir að síðasta ríkisstjórn hafi fegið gríðarleg áföll í fangið, Covid-19 faraldurinn og jarðhræringar á Reykjanesi hafi kostað ríkissjóð mörg hundruð milljarða. „Þessi ríkisstjórn þarf ekki að eiga við það og guð gefi að það verði ekki og í ofanálag þvert á það sem þeir hafa sagt, að það bara kemur í ljós í þeirra eigin gögnum að það er komið nokkurn veginn komið jafnvægi í rekstri ríkisins 19 milljarðar af 1500 milljörðum er nú mjög lítið. Þannig að það ætti að vera hægur vandi að ná hallalausum fjárlögum.“ Hér getur þú nálgast fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026.
Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27 „Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ 8. september 2025 10:18 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira
Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. 8. september 2025 12:27
„Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ 8. september 2025 10:18
Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. 8. september 2025 09:12