Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2025 13:16 Alcaraz lagði Sinner í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Hér eru þeir með verðlaun sín eftir viðureignina. EPA/JOHN G. MABANGLO Carlos Alcaraz fagnaði í gær sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hann lagði Jannik Sinner í úrslitaleiknum og virðast þeir félagar hreinlega ætla að taka yfir íþróttina. Þeir fá þá lítinn frið hvor frá öðrum. Um er að ræða fimmta úrslitaleikinn sem þeir mætast í á þessu ári. „Ég er farinn að sjá þig sem meira en fjölskyldu,“ sagði Alcaraz léttur í viðtali á vellinum eftir sigurinn í gærkvöld. Þeir félagar hafa þá rekist tvisvar á hvorn annan á veitingastöðum í New York-borg síðustu daga á meðan mótinu stóð yfir. Af fimm úrslitaviðureignum þeirra mættust þeir þrisvar í úrslitum á risamóti. Alcaraz fagnaði sigri á Opna franska snemmsumars en Sinner svaraði með sigri gegn Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins mánuði síðar. Mikil vinna hefur farið í að leika gegn Sinner síðan þá, vinna sem skilaði sér er Alcaraz svaraði fyrir sig með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. „Ég gef 100 prósent á hverjum degi til að bæta mig, sest niður með teyminu til að sjá hvað ég get gert betur til að vinna Jannik og fagna titlum eins og þessum,“ sagði Alcaraz í gær. Alcaraz komst á topp heimslistans með sigrinum en hann hefur unnið flest mót allra á ATP-mótaröðinni í ár, sjö talsins. Sinner vann aftur á móti fyrsta risamót ársins, Opna ástralska, eftir sigur á Þjóðverjanum Alexander Zverev í úrslitum. „Þessi rígur hefur mikla þýðingu. Hann er sérstakur fyrir mig, fyrir hann og fólkið sem fylgist með honum á hverju móti,“ segir Alcaraz jafnframt. Ekkert lát virðist ætla að vera á yfirburðum þeirra félaga og útlit fyrir að þeir muni heyja einvígi um risamótstitlana næstu ár. Aðrir tennisleikarar fylgjast með og sjá þá tvo bestu í heimi bæta sig vegna rígsins en þurfa að bíða misstigs ætli þeir að slá Alcaraz og Sinner við. Sá sem er líklegastur til að standa í hárinu á þeim er, ótrúlegt en satt, Novak Djokovic, sem varð 38 ára gamall í maí. Aðrir eru skrefi eða skrefum á eftir gæðastigi dúettsins þar sem áðurnefndur Zverev er sagður virðast skorta trú á sigri á risamóti og Bandaríkjamaðurinn Taylor Fritz ekki kominn með verkfærakassann til að leggja þá að velli. Margra augu eru á 19 ára Brasilíumanni, Joao Fonseca, sem lofar góðu, sem og Bretinn Jack Draper og Kaninn Ben Shelton, sem eru 23 og 22 ára, en hafa ekki enn sýnt stöðugleikann sem til þarf að hrista upp í baráttunni á toppnum. Fróðlegt verður að fylgjast með einvígi þeirra Alcaraz og Sinner næstu misserin, hvort þeir ætli að taka yfir líkt og Roger Federer og Rafael Nadal gerðu fyrir tveimur áratugum, og þá hvort aðrir ætli sér yfirhöfuð að vera með. Tennis Opna bandaríska Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Um er að ræða fimmta úrslitaleikinn sem þeir mætast í á þessu ári. „Ég er farinn að sjá þig sem meira en fjölskyldu,“ sagði Alcaraz léttur í viðtali á vellinum eftir sigurinn í gærkvöld. Þeir félagar hafa þá rekist tvisvar á hvorn annan á veitingastöðum í New York-borg síðustu daga á meðan mótinu stóð yfir. Af fimm úrslitaviðureignum þeirra mættust þeir þrisvar í úrslitum á risamóti. Alcaraz fagnaði sigri á Opna franska snemmsumars en Sinner svaraði með sigri gegn Alcaraz í úrslitum Wimbledon-mótsins mánuði síðar. Mikil vinna hefur farið í að leika gegn Sinner síðan þá, vinna sem skilaði sér er Alcaraz svaraði fyrir sig með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. „Ég gef 100 prósent á hverjum degi til að bæta mig, sest niður með teyminu til að sjá hvað ég get gert betur til að vinna Jannik og fagna titlum eins og þessum,“ sagði Alcaraz í gær. Alcaraz komst á topp heimslistans með sigrinum en hann hefur unnið flest mót allra á ATP-mótaröðinni í ár, sjö talsins. Sinner vann aftur á móti fyrsta risamót ársins, Opna ástralska, eftir sigur á Þjóðverjanum Alexander Zverev í úrslitum. „Þessi rígur hefur mikla þýðingu. Hann er sérstakur fyrir mig, fyrir hann og fólkið sem fylgist með honum á hverju móti,“ segir Alcaraz jafnframt. Ekkert lát virðist ætla að vera á yfirburðum þeirra félaga og útlit fyrir að þeir muni heyja einvígi um risamótstitlana næstu ár. Aðrir tennisleikarar fylgjast með og sjá þá tvo bestu í heimi bæta sig vegna rígsins en þurfa að bíða misstigs ætli þeir að slá Alcaraz og Sinner við. Sá sem er líklegastur til að standa í hárinu á þeim er, ótrúlegt en satt, Novak Djokovic, sem varð 38 ára gamall í maí. Aðrir eru skrefi eða skrefum á eftir gæðastigi dúettsins þar sem áðurnefndur Zverev er sagður virðast skorta trú á sigri á risamóti og Bandaríkjamaðurinn Taylor Fritz ekki kominn með verkfærakassann til að leggja þá að velli. Margra augu eru á 19 ára Brasilíumanni, Joao Fonseca, sem lofar góðu, sem og Bretinn Jack Draper og Kaninn Ben Shelton, sem eru 23 og 22 ára, en hafa ekki enn sýnt stöðugleikann sem til þarf að hrista upp í baráttunni á toppnum. Fróðlegt verður að fylgjast með einvígi þeirra Alcaraz og Sinner næstu misserin, hvort þeir ætli að taka yfir líkt og Roger Federer og Rafael Nadal gerðu fyrir tveimur áratugum, og þá hvort aðrir ætli sér yfirhöfuð að vera með.
Tennis Opna bandaríska Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira