Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar 5. september 2025 08:16 Við bændur eigum stundum erfitt með að svara því hvaða árstími er sá rólegasti, því hverri árstíð fylgja verkefni og skyldur sem ekki verður skorast undan. Ég held hins vegar að það sé hafið yfir allan vafa að síðsumar og haust séu sá tími sem bændur hafa mest að gera og mörg okkar vinna þá myrkranna á milli í heyskap, kornskurði, uppskeruvinnu ýmiskonar að ógleymdum göngum, réttum og sláturtíð. En þetta er líka ein skemmtilegasta árstíðin, því nú sjáum við afrakstur vinnu okkar og getum glaðst yfir árangrinum. Vissulega hafa tækniframfarir komið því til leiðar að ýmsa ferskvöru geta bændur fært á borð neytenda allan ársins hring, en á haustin eru kartöflurnar, rófurnar og gulræturnar glænýjar og lambakjötið af nýslátruðu svo fátt eitt sé nefnt. Það gefur okkur nefnilega mikið að sjá viðbrögð almennings þegar ferskvaran fyllir hillur stórmarkaðanna. Ánægju fólks með úrvalið og gæðin. Til þess erum við að þessu. Í vor hófum við hjá Bændasamtökum Íslands að birta auglýsingar undir slagorðinu „Við erum öll úr sömu sveit.“ Markmiðið er að minna á að hvort sem fólk býr í miðbæ Reykjavíkur eða Biskupstungum (eins og ég), er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Í það vísar slagorðið. Ísland er í stóra samhenginu lítið land – í raun bara ein stór sveit – og öll tengjumst við á marga mismunandi vegu. Á það jafnt við um þau okkar sem búa í sveit og þau sem búa í þéttbýli, þau sem geta rakið ættir sínar til landnámsfólks og þau sem eru nýkomin hingað. Og þótt umræðan gefi stundum annað til kynna þá höfum við oft sömu hagsmuna að gæta. Líka hvað varðar landbúnað. Í vor gerðum við tilraun til að færa samtalið um íslenskan landbúnað upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við vildum gera okkar til að stuðla að gagnkvæmum skilningi og þekkingu. Við vildum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Af viðbrögðum fólks, hvort sem er úr sveit eða borg, heppnaðist tilraunin afar vel, en markmið okkar nást ekki með einni auglýsingu eða einni blaðagrein. Það tekur tíma, elju og alúð að byggja upp og viðhalda sambandi og trausti á milli fólks. Jákvæð samskipti til lengri tíma, byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Ný útgáfa af auglýsingunni okkar fór í loftið um síðustu helgi og hvet ég öll til að kynna sér hana á samfélagsmiðlum Bændasamtakanna. Geri ég mér vonir um að hún nái jafnvel til fólks og sú fyrri. En aðalatriðið er samt að við gleymum því ekki að samband neytenda og bænda er náið og öll þurfum við hvert á öðru að halda. Hver ostsneið, kóteletta og samloka með eggjum og tómötum mynda þræðina sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði – úr sömu sveitinni. Höfundur er formaður Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Hjálmarsson Landbúnaður Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við bændur eigum stundum erfitt með að svara því hvaða árstími er sá rólegasti, því hverri árstíð fylgja verkefni og skyldur sem ekki verður skorast undan. Ég held hins vegar að það sé hafið yfir allan vafa að síðsumar og haust séu sá tími sem bændur hafa mest að gera og mörg okkar vinna þá myrkranna á milli í heyskap, kornskurði, uppskeruvinnu ýmiskonar að ógleymdum göngum, réttum og sláturtíð. En þetta er líka ein skemmtilegasta árstíðin, því nú sjáum við afrakstur vinnu okkar og getum glaðst yfir árangrinum. Vissulega hafa tækniframfarir komið því til leiðar að ýmsa ferskvöru geta bændur fært á borð neytenda allan ársins hring, en á haustin eru kartöflurnar, rófurnar og gulræturnar glænýjar og lambakjötið af nýslátruðu svo fátt eitt sé nefnt. Það gefur okkur nefnilega mikið að sjá viðbrögð almennings þegar ferskvaran fyllir hillur stórmarkaðanna. Ánægju fólks með úrvalið og gæðin. Til þess erum við að þessu. Í vor hófum við hjá Bændasamtökum Íslands að birta auglýsingar undir slagorðinu „Við erum öll úr sömu sveit.“ Markmiðið er að minna á að hvort sem fólk býr í miðbæ Reykjavíkur eða Biskupstungum (eins og ég), er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Í það vísar slagorðið. Ísland er í stóra samhenginu lítið land – í raun bara ein stór sveit – og öll tengjumst við á marga mismunandi vegu. Á það jafnt við um þau okkar sem búa í sveit og þau sem búa í þéttbýli, þau sem geta rakið ættir sínar til landnámsfólks og þau sem eru nýkomin hingað. Og þótt umræðan gefi stundum annað til kynna þá höfum við oft sömu hagsmuna að gæta. Líka hvað varðar landbúnað. Í vor gerðum við tilraun til að færa samtalið um íslenskan landbúnað upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við vildum gera okkar til að stuðla að gagnkvæmum skilningi og þekkingu. Við vildum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Af viðbrögðum fólks, hvort sem er úr sveit eða borg, heppnaðist tilraunin afar vel, en markmið okkar nást ekki með einni auglýsingu eða einni blaðagrein. Það tekur tíma, elju og alúð að byggja upp og viðhalda sambandi og trausti á milli fólks. Jákvæð samskipti til lengri tíma, byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Ný útgáfa af auglýsingunni okkar fór í loftið um síðustu helgi og hvet ég öll til að kynna sér hana á samfélagsmiðlum Bændasamtakanna. Geri ég mér vonir um að hún nái jafnvel til fólks og sú fyrri. En aðalatriðið er samt að við gleymum því ekki að samband neytenda og bænda er náið og öll þurfum við hvert á öðru að halda. Hver ostsneið, kóteletta og samloka með eggjum og tómötum mynda þræðina sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði – úr sömu sveitinni. Höfundur er formaður Bændasamtakanna.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar