Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar 5. september 2025 08:16 Við bændur eigum stundum erfitt með að svara því hvaða árstími er sá rólegasti, því hverri árstíð fylgja verkefni og skyldur sem ekki verður skorast undan. Ég held hins vegar að það sé hafið yfir allan vafa að síðsumar og haust séu sá tími sem bændur hafa mest að gera og mörg okkar vinna þá myrkranna á milli í heyskap, kornskurði, uppskeruvinnu ýmiskonar að ógleymdum göngum, réttum og sláturtíð. En þetta er líka ein skemmtilegasta árstíðin, því nú sjáum við afrakstur vinnu okkar og getum glaðst yfir árangrinum. Vissulega hafa tækniframfarir komið því til leiðar að ýmsa ferskvöru geta bændur fært á borð neytenda allan ársins hring, en á haustin eru kartöflurnar, rófurnar og gulræturnar glænýjar og lambakjötið af nýslátruðu svo fátt eitt sé nefnt. Það gefur okkur nefnilega mikið að sjá viðbrögð almennings þegar ferskvaran fyllir hillur stórmarkaðanna. Ánægju fólks með úrvalið og gæðin. Til þess erum við að þessu. Í vor hófum við hjá Bændasamtökum Íslands að birta auglýsingar undir slagorðinu „Við erum öll úr sömu sveit.“ Markmiðið er að minna á að hvort sem fólk býr í miðbæ Reykjavíkur eða Biskupstungum (eins og ég), er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Í það vísar slagorðið. Ísland er í stóra samhenginu lítið land – í raun bara ein stór sveit – og öll tengjumst við á marga mismunandi vegu. Á það jafnt við um þau okkar sem búa í sveit og þau sem búa í þéttbýli, þau sem geta rakið ættir sínar til landnámsfólks og þau sem eru nýkomin hingað. Og þótt umræðan gefi stundum annað til kynna þá höfum við oft sömu hagsmuna að gæta. Líka hvað varðar landbúnað. Í vor gerðum við tilraun til að færa samtalið um íslenskan landbúnað upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við vildum gera okkar til að stuðla að gagnkvæmum skilningi og þekkingu. Við vildum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Af viðbrögðum fólks, hvort sem er úr sveit eða borg, heppnaðist tilraunin afar vel, en markmið okkar nást ekki með einni auglýsingu eða einni blaðagrein. Það tekur tíma, elju og alúð að byggja upp og viðhalda sambandi og trausti á milli fólks. Jákvæð samskipti til lengri tíma, byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Ný útgáfa af auglýsingunni okkar fór í loftið um síðustu helgi og hvet ég öll til að kynna sér hana á samfélagsmiðlum Bændasamtakanna. Geri ég mér vonir um að hún nái jafnvel til fólks og sú fyrri. En aðalatriðið er samt að við gleymum því ekki að samband neytenda og bænda er náið og öll þurfum við hvert á öðru að halda. Hver ostsneið, kóteletta og samloka með eggjum og tómötum mynda þræðina sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði – úr sömu sveitinni. Höfundur er formaður Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Hjálmarsson Landbúnaður Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Við bændur eigum stundum erfitt með að svara því hvaða árstími er sá rólegasti, því hverri árstíð fylgja verkefni og skyldur sem ekki verður skorast undan. Ég held hins vegar að það sé hafið yfir allan vafa að síðsumar og haust séu sá tími sem bændur hafa mest að gera og mörg okkar vinna þá myrkranna á milli í heyskap, kornskurði, uppskeruvinnu ýmiskonar að ógleymdum göngum, réttum og sláturtíð. En þetta er líka ein skemmtilegasta árstíðin, því nú sjáum við afrakstur vinnu okkar og getum glaðst yfir árangrinum. Vissulega hafa tækniframfarir komið því til leiðar að ýmsa ferskvöru geta bændur fært á borð neytenda allan ársins hring, en á haustin eru kartöflurnar, rófurnar og gulræturnar glænýjar og lambakjötið af nýslátruðu svo fátt eitt sé nefnt. Það gefur okkur nefnilega mikið að sjá viðbrögð almennings þegar ferskvaran fyllir hillur stórmarkaðanna. Ánægju fólks með úrvalið og gæðin. Til þess erum við að þessu. Í vor hófum við hjá Bændasamtökum Íslands að birta auglýsingar undir slagorðinu „Við erum öll úr sömu sveit.“ Markmiðið er að minna á að hvort sem fólk býr í miðbæ Reykjavíkur eða Biskupstungum (eins og ég), er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Í það vísar slagorðið. Ísland er í stóra samhenginu lítið land – í raun bara ein stór sveit – og öll tengjumst við á marga mismunandi vegu. Á það jafnt við um þau okkar sem búa í sveit og þau sem búa í þéttbýli, þau sem geta rakið ættir sínar til landnámsfólks og þau sem eru nýkomin hingað. Og þótt umræðan gefi stundum annað til kynna þá höfum við oft sömu hagsmuna að gæta. Líka hvað varðar landbúnað. Í vor gerðum við tilraun til að færa samtalið um íslenskan landbúnað upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við vildum gera okkar til að stuðla að gagnkvæmum skilningi og þekkingu. Við vildum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Af viðbrögðum fólks, hvort sem er úr sveit eða borg, heppnaðist tilraunin afar vel, en markmið okkar nást ekki með einni auglýsingu eða einni blaðagrein. Það tekur tíma, elju og alúð að byggja upp og viðhalda sambandi og trausti á milli fólks. Jákvæð samskipti til lengri tíma, byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Ný útgáfa af auglýsingunni okkar fór í loftið um síðustu helgi og hvet ég öll til að kynna sér hana á samfélagsmiðlum Bændasamtakanna. Geri ég mér vonir um að hún nái jafnvel til fólks og sú fyrri. En aðalatriðið er samt að við gleymum því ekki að samband neytenda og bænda er náið og öll þurfum við hvert á öðru að halda. Hver ostsneið, kóteletta og samloka með eggjum og tómötum mynda þræðina sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði – úr sömu sveitinni. Höfundur er formaður Bændasamtakanna.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun