Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar 5. september 2025 08:16 Við bændur eigum stundum erfitt með að svara því hvaða árstími er sá rólegasti, því hverri árstíð fylgja verkefni og skyldur sem ekki verður skorast undan. Ég held hins vegar að það sé hafið yfir allan vafa að síðsumar og haust séu sá tími sem bændur hafa mest að gera og mörg okkar vinna þá myrkranna á milli í heyskap, kornskurði, uppskeruvinnu ýmiskonar að ógleymdum göngum, réttum og sláturtíð. En þetta er líka ein skemmtilegasta árstíðin, því nú sjáum við afrakstur vinnu okkar og getum glaðst yfir árangrinum. Vissulega hafa tækniframfarir komið því til leiðar að ýmsa ferskvöru geta bændur fært á borð neytenda allan ársins hring, en á haustin eru kartöflurnar, rófurnar og gulræturnar glænýjar og lambakjötið af nýslátruðu svo fátt eitt sé nefnt. Það gefur okkur nefnilega mikið að sjá viðbrögð almennings þegar ferskvaran fyllir hillur stórmarkaðanna. Ánægju fólks með úrvalið og gæðin. Til þess erum við að þessu. Í vor hófum við hjá Bændasamtökum Íslands að birta auglýsingar undir slagorðinu „Við erum öll úr sömu sveit.“ Markmiðið er að minna á að hvort sem fólk býr í miðbæ Reykjavíkur eða Biskupstungum (eins og ég), er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Í það vísar slagorðið. Ísland er í stóra samhenginu lítið land – í raun bara ein stór sveit – og öll tengjumst við á marga mismunandi vegu. Á það jafnt við um þau okkar sem búa í sveit og þau sem búa í þéttbýli, þau sem geta rakið ættir sínar til landnámsfólks og þau sem eru nýkomin hingað. Og þótt umræðan gefi stundum annað til kynna þá höfum við oft sömu hagsmuna að gæta. Líka hvað varðar landbúnað. Í vor gerðum við tilraun til að færa samtalið um íslenskan landbúnað upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við vildum gera okkar til að stuðla að gagnkvæmum skilningi og þekkingu. Við vildum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Af viðbrögðum fólks, hvort sem er úr sveit eða borg, heppnaðist tilraunin afar vel, en markmið okkar nást ekki með einni auglýsingu eða einni blaðagrein. Það tekur tíma, elju og alúð að byggja upp og viðhalda sambandi og trausti á milli fólks. Jákvæð samskipti til lengri tíma, byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Ný útgáfa af auglýsingunni okkar fór í loftið um síðustu helgi og hvet ég öll til að kynna sér hana á samfélagsmiðlum Bændasamtakanna. Geri ég mér vonir um að hún nái jafnvel til fólks og sú fyrri. En aðalatriðið er samt að við gleymum því ekki að samband neytenda og bænda er náið og öll þurfum við hvert á öðru að halda. Hver ostsneið, kóteletta og samloka með eggjum og tómötum mynda þræðina sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði – úr sömu sveitinni. Höfundur er formaður Bændasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Hjálmarsson Landbúnaður Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Við bændur eigum stundum erfitt með að svara því hvaða árstími er sá rólegasti, því hverri árstíð fylgja verkefni og skyldur sem ekki verður skorast undan. Ég held hins vegar að það sé hafið yfir allan vafa að síðsumar og haust séu sá tími sem bændur hafa mest að gera og mörg okkar vinna þá myrkranna á milli í heyskap, kornskurði, uppskeruvinnu ýmiskonar að ógleymdum göngum, réttum og sláturtíð. En þetta er líka ein skemmtilegasta árstíðin, því nú sjáum við afrakstur vinnu okkar og getum glaðst yfir árangrinum. Vissulega hafa tækniframfarir komið því til leiðar að ýmsa ferskvöru geta bændur fært á borð neytenda allan ársins hring, en á haustin eru kartöflurnar, rófurnar og gulræturnar glænýjar og lambakjötið af nýslátruðu svo fátt eitt sé nefnt. Það gefur okkur nefnilega mikið að sjá viðbrögð almennings þegar ferskvaran fyllir hillur stórmarkaðanna. Ánægju fólks með úrvalið og gæðin. Til þess erum við að þessu. Í vor hófum við hjá Bændasamtökum Íslands að birta auglýsingar undir slagorðinu „Við erum öll úr sömu sveit.“ Markmiðið er að minna á að hvort sem fólk býr í miðbæ Reykjavíkur eða Biskupstungum (eins og ég), er staðreyndin sú að við eigum miklu meira sameiginlegt en margir halda og það er miklu meira sem sameinar okkur en sundrar. Í það vísar slagorðið. Ísland er í stóra samhenginu lítið land – í raun bara ein stór sveit – og öll tengjumst við á marga mismunandi vegu. Á það jafnt við um þau okkar sem búa í sveit og þau sem búa í þéttbýli, þau sem geta rakið ættir sínar til landnámsfólks og þau sem eru nýkomin hingað. Og þótt umræðan gefi stundum annað til kynna þá höfum við oft sömu hagsmuna að gæta. Líka hvað varðar landbúnað. Í vor gerðum við tilraun til að færa samtalið um íslenskan landbúnað upp úr hefðbundnum farvegi þar sem fólk fer í kunnuglegar stellingar. Við vildum gera okkar til að stuðla að gagnkvæmum skilningi og þekkingu. Við vildum draga úr fjarlægðinni og draga fram í ljósið það sem við eigum sameiginlegt, því fólkið sem starfar við landbúnað er alls konar. Það samanstendur af fjölbreyttum hópi sem fellur ekki að úreltum staðalímyndum. Margbreytileiki þess er mikill, hvort sem litið er til uppruna, aldurs, kyns eða stjórnmálaskoðana. Af viðbrögðum fólks, hvort sem er úr sveit eða borg, heppnaðist tilraunin afar vel, en markmið okkar nást ekki með einni auglýsingu eða einni blaðagrein. Það tekur tíma, elju og alúð að byggja upp og viðhalda sambandi og trausti á milli fólks. Jákvæð samskipti til lengri tíma, byggð á grunni sameiginlegra hagsmuna eru miklu líklegri til árangurs, bæði fyrir bændur og neytendur sem hafa sömu hagsmuna að gæta. Ný útgáfa af auglýsingunni okkar fór í loftið um síðustu helgi og hvet ég öll til að kynna sér hana á samfélagsmiðlum Bændasamtakanna. Geri ég mér vonir um að hún nái jafnvel til fólks og sú fyrri. En aðalatriðið er samt að við gleymum því ekki að samband neytenda og bænda er náið og öll þurfum við hvert á öðru að halda. Hver ostsneið, kóteletta og samloka með eggjum og tómötum mynda þræðina sem tengja okkur saman. Við erum öll í sama liði – úr sömu sveitinni. Höfundur er formaður Bændasamtakanna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun