Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 4. september 2025 19:51 Ólafur Ingi og starfslið Íslands. Vísir/Anton Brink Ísland tapaði 2-1 gegn Færeyjum í fyrsta leik undankeppni evrópumóts U21 landsliðs 2027 í dag. Færeyjar skoruðu tvö mörk snemma í leiknum og gátu þétt raðirnar rækilega. Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 landsliðsþjálfari var að vonum súr eftir leikinn. Hann hafði sagt við blaðamann fyrir leik að liðið þyrfti að passa sig á skyndisóknum Færeyja sem yrði þeirra helsta vopn. Eftir tveggja mínútna leik höfðu Færeyingar skorað úr skyndisókn. Hann sagði leikplanið ekki hafa farið útum gluggann við markið en breytt gangi leiksins. „Vissum alveg út frá þeirra fyrsta leik og að við værum líklega sterkara lið á pappír þá yrðum við meira með boltann. Við erum búnir að vera að vinna í því að reyna að setja okkur ekki í þá aðstöðu að yfirspila og reyna að þröngva boltum í einhvern pakka sem við vildum ekki leita inn í. Við vissum alveg að það væri þeirra styrkur að sækja hratt en því miður þá fáum við mark í andlitið eftir tvær mínútur. Það gefur þeim von og meiri kraft. Í kjölfarið gefum við þeim mark og þá er á brattan að sækja,“ sagði Ólafur og bætti við um varnarleikinn en Ísland gaf tvö mjög ódýr mörk í dag. „Varnarleikurinn sem slíkur er fínn. Auðvitað er þetta eitthvað sem kemur fyrir og pínu erfitt að koma í veg fyrir öll mistök. Þurfum að lifa með því en það varð okkur að falli í dag. Þetta er dýrt. Þetta eru ekki margir leikir og það að lenda 2-0 undir í landsleik er stór hola. Mér fannst við samt öflugri í seinni hálfleik. Það var meiri tilgangur í því sem við vorum að gera og sköpuðum fína séns. Það var því miður ekki nóg.“ Færeyjar náðu að verjast þétt í dag eftir mörkin tvö og voru nánast alltaf 11 á bak við boltann. Ólafur sagði verkefnið hafa verið ærið gegn þessum varnarmúr. „Það var erfitt að brjóta þá aftur, sérstaklega miðsvæðis. Það varð til þess að við þurftum að herja á kantana og koma inn með fyrirgjafir. Við erum með sterka leikmenn inn í teig og það á að vera vopn. Mér fannst vanta örlítið upp á gæðin í síðustu sendingu í dag til að skapa betri færi,“ sagði Ólafur og bætti við um orku Færeyinganna sem létu vel í sér heyra á vellinum: „Þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Þeir fengu kickstart frá okkur og við vorum sjálfum okkur verstir. Stemmingin var öll þeirra megin. Öskur og læti hafa aldrei unnið leiki og það var ekki ástæðan fyrir sigri þeirra í dag. Óska þeim til hamingju með góðan leik.“ Næsti leikur Íslands fer fram gegn Eistlandi næstkomandi mánudag. Eistar töpuðu líka gegn Færeyjum 2-1 í sumar og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið „Við þurfum aðeins að fá að sleikja sárin og rífa okkur upp. Það er stutt í næsta leik, við ferðumst á morgun. Það verður öðruvísi leikur en við mætum brattir. Þetta er rétt að byrja og það má ekki vera of dapur, verðum að vera fljótir að læra og gleyma þessu.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 landsliðsþjálfari var að vonum súr eftir leikinn. Hann hafði sagt við blaðamann fyrir leik að liðið þyrfti að passa sig á skyndisóknum Færeyja sem yrði þeirra helsta vopn. Eftir tveggja mínútna leik höfðu Færeyingar skorað úr skyndisókn. Hann sagði leikplanið ekki hafa farið útum gluggann við markið en breytt gangi leiksins. „Vissum alveg út frá þeirra fyrsta leik og að við værum líklega sterkara lið á pappír þá yrðum við meira með boltann. Við erum búnir að vera að vinna í því að reyna að setja okkur ekki í þá aðstöðu að yfirspila og reyna að þröngva boltum í einhvern pakka sem við vildum ekki leita inn í. Við vissum alveg að það væri þeirra styrkur að sækja hratt en því miður þá fáum við mark í andlitið eftir tvær mínútur. Það gefur þeim von og meiri kraft. Í kjölfarið gefum við þeim mark og þá er á brattan að sækja,“ sagði Ólafur og bætti við um varnarleikinn en Ísland gaf tvö mjög ódýr mörk í dag. „Varnarleikurinn sem slíkur er fínn. Auðvitað er þetta eitthvað sem kemur fyrir og pínu erfitt að koma í veg fyrir öll mistök. Þurfum að lifa með því en það varð okkur að falli í dag. Þetta er dýrt. Þetta eru ekki margir leikir og það að lenda 2-0 undir í landsleik er stór hola. Mér fannst við samt öflugri í seinni hálfleik. Það var meiri tilgangur í því sem við vorum að gera og sköpuðum fína séns. Það var því miður ekki nóg.“ Færeyjar náðu að verjast þétt í dag eftir mörkin tvö og voru nánast alltaf 11 á bak við boltann. Ólafur sagði verkefnið hafa verið ærið gegn þessum varnarmúr. „Það var erfitt að brjóta þá aftur, sérstaklega miðsvæðis. Það varð til þess að við þurftum að herja á kantana og koma inn með fyrirgjafir. Við erum með sterka leikmenn inn í teig og það á að vera vopn. Mér fannst vanta örlítið upp á gæðin í síðustu sendingu í dag til að skapa betri færi,“ sagði Ólafur og bætti við um orku Færeyinganna sem létu vel í sér heyra á vellinum: „Þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Þeir fengu kickstart frá okkur og við vorum sjálfum okkur verstir. Stemmingin var öll þeirra megin. Öskur og læti hafa aldrei unnið leiki og það var ekki ástæðan fyrir sigri þeirra í dag. Óska þeim til hamingju með góðan leik.“ Næsti leikur Íslands fer fram gegn Eistlandi næstkomandi mánudag. Eistar töpuðu líka gegn Færeyjum 2-1 í sumar og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið „Við þurfum aðeins að fá að sleikja sárin og rífa okkur upp. Það er stutt í næsta leik, við ferðumst á morgun. Það verður öðruvísi leikur en við mætum brattir. Þetta er rétt að byrja og það má ekki vera of dapur, verðum að vera fljótir að læra og gleyma þessu.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Sjá meira