Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. september 2025 19:34 Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segist brugðið eftir Kastljóssþátt gærkvöldsins. Vísir Hinseginfáninn var dreginn að hún víða um landið í dag, þar með talið við húsakynni Borgarholtsskóla. Tilefnið var umtöluð framganga Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi í gær þar sem málefni hinsegin fólks voru til umræðu. Skólameistari segir umræðuna grátbroslega en í leið grafalvarlega. „Okkur var svolítið brugðið, vægast sagt, eftir Kastljóssþáttinn í gær, þar sem við hlýddum á þingmann af löggjafarþingi okkar Íslendinga tala með þessum hætti,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla. Eins og að krefjast umræðu um að jörðin væri flöt Snorri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra hjá Samtökunum 78 mættust í Kastljósi gærkvöldsins. Þar sagðist Snorri meðal annars telja að ákveðin hugmyndafræði hefði gripið um sig í hinsegin hreyfingunni þar sem þess sé krafist að fólk trúi því að til séu fleiri en tvö kyn. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa. Ársæll bendir á að framhaldsskólar á Íslandi hafi starfað eftir lögum frá 2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja. „Þar sem löngu er hætt að tala um tvö kyn, skautun og ég veit ekki hvað. Fyrir mér var þetta eins og að hlusta á einhvern krefjast þess að við tækjum upp umræðu um að jörðin væri flöt eftir allt saman,“ segir Ársæll. Hann segist tala fyrir hönd flests skólafólks þegar hann segir umræðuna fráleita. Kynjafræði hafi verið kennd við skólann um árabil og það veiti ekki af, enn halli á minnihlutahópa. „Við getum ekki setið undir þessu þegjandi og hljóðalaust, hvorki skólar né aðrir í samfélaginu. Þessi umræða er grátbrosleg en hún er samt grafalvarleg. Við viljum ekki svona umræðu og hún er ekki hjá unga fólkinu. Hún er ekki í skólunum. Við erum með fjölbreytileikann hjá okkur í framhaldsskólunum, grunnskólunum og leikskólunum og okkur ber að tala um öll kyn af virðingu.“ Hvaða áhrif heldurðu að þessi umræða hafi á hinsegin og trans nemendur? „Kannski að ég tali bara hreina íslensku: Hún er svo vitlaus að ég held að fólk taki hana ekki alvarlega. En hins vegar er alvarleiki fólginn í því að þetta sáir fræjum og þetta fær jaðarhópa til að bregðast við og beita ofbeldi. Þetta er þannig, sama hvað hver segir.“ Hinsegin Framhaldsskólar Málefni trans fólks Miðflokkurinn Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50 Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
„Okkur var svolítið brugðið, vægast sagt, eftir Kastljóssþáttinn í gær, þar sem við hlýddum á þingmann af löggjafarþingi okkar Íslendinga tala með þessum hætti,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla. Eins og að krefjast umræðu um að jörðin væri flöt Snorri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra hjá Samtökunum 78 mættust í Kastljósi gærkvöldsins. Þar sagðist Snorri meðal annars telja að ákveðin hugmyndafræði hefði gripið um sig í hinsegin hreyfingunni þar sem þess sé krafist að fólk trúi því að til séu fleiri en tvö kyn. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa. Ársæll bendir á að framhaldsskólar á Íslandi hafi starfað eftir lögum frá 2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja. „Þar sem löngu er hætt að tala um tvö kyn, skautun og ég veit ekki hvað. Fyrir mér var þetta eins og að hlusta á einhvern krefjast þess að við tækjum upp umræðu um að jörðin væri flöt eftir allt saman,“ segir Ársæll. Hann segist tala fyrir hönd flests skólafólks þegar hann segir umræðuna fráleita. Kynjafræði hafi verið kennd við skólann um árabil og það veiti ekki af, enn halli á minnihlutahópa. „Við getum ekki setið undir þessu þegjandi og hljóðalaust, hvorki skólar né aðrir í samfélaginu. Þessi umræða er grátbrosleg en hún er samt grafalvarleg. Við viljum ekki svona umræðu og hún er ekki hjá unga fólkinu. Hún er ekki í skólunum. Við erum með fjölbreytileikann hjá okkur í framhaldsskólunum, grunnskólunum og leikskólunum og okkur ber að tala um öll kyn af virðingu.“ Hvaða áhrif heldurðu að þessi umræða hafi á hinsegin og trans nemendur? „Kannski að ég tali bara hreina íslensku: Hún er svo vitlaus að ég held að fólk taki hana ekki alvarlega. En hins vegar er alvarleiki fólginn í því að þetta sáir fræjum og þetta fær jaðarhópa til að bregðast við og beita ofbeldi. Þetta er þannig, sama hvað hver segir.“
Hinsegin Framhaldsskólar Málefni trans fólks Miðflokkurinn Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50 Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41
„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50
Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54