Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar 2. september 2025 11:32 Mannsheilinn vinnur þannig úr upplýsingum og áreiti að við venjumst flestu sé það endurtekið nógu oft. Til dæmis erum við flest orðin vön því að sjá ofbeldisfullar bíómyndir án þess að verða mjög hrædd. Ef ofbeldið væri að gerast fyrir framan okkur myndi viðvörunarkerfi heilans hins vegar að öllum líkindum bregðast við af alefli og við myndum flýja, berjast eða frjósa. Nú lifum við í heimi þar sem verið er að myrða, pynta, svelta og pína heila þjóð og við sjáum það á myndefni sem berst okkur dags daglega. Við erum ekki á staðnum, viðvörunarkerfið bregst ekki við með oforsi en við vitum á sama tíma full vel að þetta er engin bíómynd. Við sjáum raunverulegar, hryllilegar upptökur af alvöru fólki, yndislegum börnum sem reyna að lifa af viðbjóðslegan hrottaskap og neyð sem ekkert okkar vill að nokkur maður þurfi að upplifa. Hvernig bregst heilinn við þá? Sennilega finnum við meðal annars fyrir hryllingi og sorg. Finnst þetta átakanlegt og við vildum óska að friður gæti ríkt. En eru þau viðbrögð í röklegu samræmi við það sem er raunverulega að gerast? Það er þekkt að samkennd er sterkari með þeim sem við eigum mest sameiginlegt með. Þetta er í eðli mannskepnunnar og fleiri spendýra og er þróunarfræðilega gamall eiginleiki. Einnig er þekkt að okkur hættir til að standa hjá ef við teljum aðra vera að hjálpa eða teljum það í verkahring annara að sjá um stuðning við þá sem eru í neyð. Báðir þessir þættir eru skiljanlegir og eðlilegir. En hvað gerum við þá? Ekkert? Jú, við gerum eitthvað! Við höfum nefnilega mjög þróaðan og fjölhæfan framheila sem býr yfir þessari líka fínu rökhugsun og skipulagshæfileikum. Þetta notum við til að fylgja sannfæringu okkar um að ekkert barn í heiminum ætti að upplifa eitt augnablik af þeim hryllingi sem viðgengst í Palestínu. Við getum sýnt í verki að okkur er alls ekki sama. Við getum sýnt í verki samstöðu okkar sem þjóðar. Samstöðu með annari þjóð langt í burtu. Heil þjóð sem stendur saman með annari þjóð sem er full örvæntingar og kallar á hjálp. Mig langar að þakka þeim sem hafa unnið að vakningu okkar hinna. Þeim sem hafa stutt fjölskyldur á Gaza í marga mánuði með samskiptum, úrræðum og fjármunum. Það er kominn tími á að við séum með þeim. Ég held það verði gott fyrir okkur að mæta sem þjóð og standa saman gegn þjóðarmorði. Hittumst á laugardaginn 6. september kl. 14. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Stykkishólmi og Egilsstöðum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mannsheilinn vinnur þannig úr upplýsingum og áreiti að við venjumst flestu sé það endurtekið nógu oft. Til dæmis erum við flest orðin vön því að sjá ofbeldisfullar bíómyndir án þess að verða mjög hrædd. Ef ofbeldið væri að gerast fyrir framan okkur myndi viðvörunarkerfi heilans hins vegar að öllum líkindum bregðast við af alefli og við myndum flýja, berjast eða frjósa. Nú lifum við í heimi þar sem verið er að myrða, pynta, svelta og pína heila þjóð og við sjáum það á myndefni sem berst okkur dags daglega. Við erum ekki á staðnum, viðvörunarkerfið bregst ekki við með oforsi en við vitum á sama tíma full vel að þetta er engin bíómynd. Við sjáum raunverulegar, hryllilegar upptökur af alvöru fólki, yndislegum börnum sem reyna að lifa af viðbjóðslegan hrottaskap og neyð sem ekkert okkar vill að nokkur maður þurfi að upplifa. Hvernig bregst heilinn við þá? Sennilega finnum við meðal annars fyrir hryllingi og sorg. Finnst þetta átakanlegt og við vildum óska að friður gæti ríkt. En eru þau viðbrögð í röklegu samræmi við það sem er raunverulega að gerast? Það er þekkt að samkennd er sterkari með þeim sem við eigum mest sameiginlegt með. Þetta er í eðli mannskepnunnar og fleiri spendýra og er þróunarfræðilega gamall eiginleiki. Einnig er þekkt að okkur hættir til að standa hjá ef við teljum aðra vera að hjálpa eða teljum það í verkahring annara að sjá um stuðning við þá sem eru í neyð. Báðir þessir þættir eru skiljanlegir og eðlilegir. En hvað gerum við þá? Ekkert? Jú, við gerum eitthvað! Við höfum nefnilega mjög þróaðan og fjölhæfan framheila sem býr yfir þessari líka fínu rökhugsun og skipulagshæfileikum. Þetta notum við til að fylgja sannfæringu okkar um að ekkert barn í heiminum ætti að upplifa eitt augnablik af þeim hryllingi sem viðgengst í Palestínu. Við getum sýnt í verki að okkur er alls ekki sama. Við getum sýnt í verki samstöðu okkar sem þjóðar. Samstöðu með annari þjóð langt í burtu. Heil þjóð sem stendur saman með annari þjóð sem er full örvæntingar og kallar á hjálp. Mig langar að þakka þeim sem hafa unnið að vakningu okkar hinna. Þeim sem hafa stutt fjölskyldur á Gaza í marga mánuði með samskiptum, úrræðum og fjármunum. Það er kominn tími á að við séum með þeim. Ég held það verði gott fyrir okkur að mæta sem þjóð og standa saman gegn þjóðarmorði. Hittumst á laugardaginn 6. september kl. 14. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Stykkishólmi og Egilsstöðum. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar