Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar 2. september 2025 11:32 Mannsheilinn vinnur þannig úr upplýsingum og áreiti að við venjumst flestu sé það endurtekið nógu oft. Til dæmis erum við flest orðin vön því að sjá ofbeldisfullar bíómyndir án þess að verða mjög hrædd. Ef ofbeldið væri að gerast fyrir framan okkur myndi viðvörunarkerfi heilans hins vegar að öllum líkindum bregðast við af alefli og við myndum flýja, berjast eða frjósa. Nú lifum við í heimi þar sem verið er að myrða, pynta, svelta og pína heila þjóð og við sjáum það á myndefni sem berst okkur dags daglega. Við erum ekki á staðnum, viðvörunarkerfið bregst ekki við með oforsi en við vitum á sama tíma full vel að þetta er engin bíómynd. Við sjáum raunverulegar, hryllilegar upptökur af alvöru fólki, yndislegum börnum sem reyna að lifa af viðbjóðslegan hrottaskap og neyð sem ekkert okkar vill að nokkur maður þurfi að upplifa. Hvernig bregst heilinn við þá? Sennilega finnum við meðal annars fyrir hryllingi og sorg. Finnst þetta átakanlegt og við vildum óska að friður gæti ríkt. En eru þau viðbrögð í röklegu samræmi við það sem er raunverulega að gerast? Það er þekkt að samkennd er sterkari með þeim sem við eigum mest sameiginlegt með. Þetta er í eðli mannskepnunnar og fleiri spendýra og er þróunarfræðilega gamall eiginleiki. Einnig er þekkt að okkur hættir til að standa hjá ef við teljum aðra vera að hjálpa eða teljum það í verkahring annara að sjá um stuðning við þá sem eru í neyð. Báðir þessir þættir eru skiljanlegir og eðlilegir. En hvað gerum við þá? Ekkert? Jú, við gerum eitthvað! Við höfum nefnilega mjög þróaðan og fjölhæfan framheila sem býr yfir þessari líka fínu rökhugsun og skipulagshæfileikum. Þetta notum við til að fylgja sannfæringu okkar um að ekkert barn í heiminum ætti að upplifa eitt augnablik af þeim hryllingi sem viðgengst í Palestínu. Við getum sýnt í verki að okkur er alls ekki sama. Við getum sýnt í verki samstöðu okkar sem þjóðar. Samstöðu með annari þjóð langt í burtu. Heil þjóð sem stendur saman með annari þjóð sem er full örvæntingar og kallar á hjálp. Mig langar að þakka þeim sem hafa unnið að vakningu okkar hinna. Þeim sem hafa stutt fjölskyldur á Gaza í marga mánuði með samskiptum, úrræðum og fjármunum. Það er kominn tími á að við séum með þeim. Ég held það verði gott fyrir okkur að mæta sem þjóð og standa saman gegn þjóðarmorði. Hittumst á laugardaginn 6. september kl. 14. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Stykkishólmi og Egilsstöðum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Mannsheilinn vinnur þannig úr upplýsingum og áreiti að við venjumst flestu sé það endurtekið nógu oft. Til dæmis erum við flest orðin vön því að sjá ofbeldisfullar bíómyndir án þess að verða mjög hrædd. Ef ofbeldið væri að gerast fyrir framan okkur myndi viðvörunarkerfi heilans hins vegar að öllum líkindum bregðast við af alefli og við myndum flýja, berjast eða frjósa. Nú lifum við í heimi þar sem verið er að myrða, pynta, svelta og pína heila þjóð og við sjáum það á myndefni sem berst okkur dags daglega. Við erum ekki á staðnum, viðvörunarkerfið bregst ekki við með oforsi en við vitum á sama tíma full vel að þetta er engin bíómynd. Við sjáum raunverulegar, hryllilegar upptökur af alvöru fólki, yndislegum börnum sem reyna að lifa af viðbjóðslegan hrottaskap og neyð sem ekkert okkar vill að nokkur maður þurfi að upplifa. Hvernig bregst heilinn við þá? Sennilega finnum við meðal annars fyrir hryllingi og sorg. Finnst þetta átakanlegt og við vildum óska að friður gæti ríkt. En eru þau viðbrögð í röklegu samræmi við það sem er raunverulega að gerast? Það er þekkt að samkennd er sterkari með þeim sem við eigum mest sameiginlegt með. Þetta er í eðli mannskepnunnar og fleiri spendýra og er þróunarfræðilega gamall eiginleiki. Einnig er þekkt að okkur hættir til að standa hjá ef við teljum aðra vera að hjálpa eða teljum það í verkahring annara að sjá um stuðning við þá sem eru í neyð. Báðir þessir þættir eru skiljanlegir og eðlilegir. En hvað gerum við þá? Ekkert? Jú, við gerum eitthvað! Við höfum nefnilega mjög þróaðan og fjölhæfan framheila sem býr yfir þessari líka fínu rökhugsun og skipulagshæfileikum. Þetta notum við til að fylgja sannfæringu okkar um að ekkert barn í heiminum ætti að upplifa eitt augnablik af þeim hryllingi sem viðgengst í Palestínu. Við getum sýnt í verki að okkur er alls ekki sama. Við getum sýnt í verki samstöðu okkar sem þjóðar. Samstöðu með annari þjóð langt í burtu. Heil þjóð sem stendur saman með annari þjóð sem er full örvæntingar og kallar á hjálp. Mig langar að þakka þeim sem hafa unnið að vakningu okkar hinna. Þeim sem hafa stutt fjölskyldur á Gaza í marga mánuði með samskiptum, úrræðum og fjármunum. Það er kominn tími á að við séum með þeim. Ég held það verði gott fyrir okkur að mæta sem þjóð og standa saman gegn þjóðarmorði. Hittumst á laugardaginn 6. september kl. 14. Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Stykkishólmi og Egilsstöðum. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar