Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Agnar Már Másson skrifar 30. ágúst 2025 06:18 Lyfjasalinn er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og gamall vinur Guðlaugs Þórs. Hann hefur verið á þingi í minna en ár. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Guðrún tilkynnti seint í gærkvöldi að hún ætlaði í dag, laugardag, að tilkynna hvern hún vildi velja sem næsta þingflokksformann. Hrókerað í valdatafli Þessar breytingar gerast í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingflokksformaður, sagði óvænt af sér sem slíkur en hún hafði gegnt því starfi í tæplega tvö ár. Hildur, sem var yfirlýst stuðningskona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu í vor, sagðist segja af sér til að forða flokknum frá innri átökum við atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Venjan er sú að flokksformaður leggi fram tillögu um þingflokksformann sem þingmenn samþykkja yfirleitt einróma. Ekki liggur fyrir hvenær þingflokkur muni greiða atkvæði um kjör Ólafs í stöðuna. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur upp á síðkastið þrátt fyrir breytingar eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur af býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og má lítið við klofningi. Tryggðarvinur Guðlaugs Þórs Óhætt er að segja að Ólafur, sem er lyfjafræðingur að mennt, sé meðal dyggustu stuðningsmanna Guðrúnar innan þingflokksins. Því til marks má nefna að hann var eini sitjandi þingmaðurinn sem fylkti sér að baki Guðrúnu þegar hún bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Af framboðsfundi Guðrúnar. Hægra megin við hana má sjá Ólaf.SYN Ólafur hefur auk þess verið vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar síðan tvímenningarnir voru saman í Menntaskólanum á Akureyri, eins og hann skrifaði um í skoðanagrein sem hann í Morgunblaðið til stuðnings Guðlaugi árið 2012. Guðrún þykir almennt hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en Guðlaugur hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/ívar Ólafur, sem er fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Akraneskaupstað, hefur litla reynslu af þingstörfum enda aðeins setið á Alþingi síðan í byrjun árs 2025. Í síðustu kosningum náði hann aftur á móti þeim árangri að hreppa fyrsta þingsæti norðvesturkjördæmis, sem Framsóknarmenn hafa yfirleitt haft. Guðrún og Ólafur eiga það sameiginlegt að koma úr atvinnulífinu en hann rak lengi Apótek Vesturlands, sem hann á enn auk Reykjavíkur Apóteks og Mollis. Auk þess var Ólafur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og spilaði meðal annars fyrir landsliðið. Ekki náðist í Ólaf Adolfsson við gerð fréttar og ekki heldur aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Guðrún tilkynnti seint í gærkvöldi að hún ætlaði í dag, laugardag, að tilkynna hvern hún vildi velja sem næsta þingflokksformann. Hrókerað í valdatafli Þessar breytingar gerast í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingflokksformaður, sagði óvænt af sér sem slíkur en hún hafði gegnt því starfi í tæplega tvö ár. Hildur, sem var yfirlýst stuðningskona Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvíginu í vor, sagðist segja af sér til að forða flokknum frá innri átökum við atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Venjan er sú að flokksformaður leggi fram tillögu um þingflokksformann sem þingmenn samþykkja yfirleitt einróma. Ekki liggur fyrir hvenær þingflokkur muni greiða atkvæði um kjör Ólafs í stöðuna. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur upp á síðkastið þrátt fyrir breytingar eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur af býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og má lítið við klofningi. Tryggðarvinur Guðlaugs Þórs Óhætt er að segja að Ólafur, sem er lyfjafræðingur að mennt, sé meðal dyggustu stuðningsmanna Guðrúnar innan þingflokksins. Því til marks má nefna að hann var eini sitjandi þingmaðurinn sem fylkti sér að baki Guðrúnu þegar hún bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Af framboðsfundi Guðrúnar. Hægra megin við hana má sjá Ólaf.SYN Ólafur hefur auk þess verið vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar síðan tvímenningarnir voru saman í Menntaskólanum á Akureyri, eins og hann skrifaði um í skoðanagrein sem hann í Morgunblaðið til stuðnings Guðlaugi árið 2012. Guðrún þykir almennt hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en Guðlaugur hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/ívar Ólafur, sem er fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúi í Akraneskaupstað, hefur litla reynslu af þingstörfum enda aðeins setið á Alþingi síðan í byrjun árs 2025. Í síðustu kosningum náði hann aftur á móti þeim árangri að hreppa fyrsta þingsæti norðvesturkjördæmis, sem Framsóknarmenn hafa yfirleitt haft. Guðrún og Ólafur eiga það sameiginlegt að koma úr atvinnulífinu en hann rak lengi Apótek Vesturlands, sem hann á enn auk Reykjavíkur Apóteks og Mollis. Auk þess var Ólafur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og spilaði meðal annars fyrir landsliðið. Ekki náðist í Ólaf Adolfsson við gerð fréttar og ekki heldur aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira