Innlent

Logandi bíll á hvolfi í Kópa­vogi

Agnar Már Másson skrifar
Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi.
Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi. Vísir/Vilhelm

Eldur logaði í fólksbíl í Kópavogi um sexleytið síðdegis. Slökkviliðið er enn á vettvangi. Á myndum af vettvangi má sjá logandi bíl liggja á hvolfi og dökkan reykmökk rísa upp úr bifreiðinni.

Stefán Kristinsson varðstjóri slökkviliðsins segir við Vísi að bíll hafi lent í slysi og kviknað í honum í kjölfarið. Slökkviliðsmenn séu á vettvangi. Hann kvaðst ekki geta sagt hversu margir hafi verið í bílnum.

Tjónið á bifreiðinni er greinilega umtalsvert.Vísir/Vilhelm

Að sögn sjónarvotts á vettvangi er búið að slökkva eldinn. Sá segir að sjúkraflutningamenn sinni einum sjúklingi sem liggi á jörðinni og reyni að koma honum upp á börur og inn í bíl. 

Bíllinn virðist vera hafa oltið um koll.Aðsend

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×