Real Madrid áfram á sigurbraut Siggeir Ævarsson skrifar 30. ágúst 2025 19:00 LaLiga - Oviedo vs Real Madrid epa12320607 Real Madrid's Kylian Mbappe (L) and Vinicius Junior (R) celebrate a goal during a Spanish LaLiga EA Sports match between Real Oviedo and Real Madrid at Carlos Tartiere stadium in Oviedo, Asturias, Spain, 24 August 2025. EPA/J.L. Cereijido Real Madrid vann sinn þriðja leik í röð í spænsku deildinni en liðið hefur ekki enn stigið feilspor undir stjórn Xabi Alonso. Liðið tók á móti Mallorca í kvöld og eftir að hafa lent 0-1 undir komu tvö mörk á tveimur mínútum frá Vini Jr, sem snéri aftur í byrjunarliðið, og Arda Guler á 37. og 38. mínútu. Það reyndust einu tvö mörk liðsins í kvöld sem fengu að standa. Lokatölur 2-1 í Madríd í kvöld. Fyrst var mark dæmt af Mbappe strax í upphafi leiks vegna rangstöðu og í seinni hálfleik var mark dæmt af Guler þar sem boltinn virtist mögulega hafa viðkomu í hendinni á honum þegar hann náði frákasti eftir skot og skoraði svo. Þessir dómar komu þó ekki að sök og Real Madrid heldur áfram fulla ferð í spænsku deildinni undir stjórn Xabi Alonso. Spænski boltinn
Real Madrid vann sinn þriðja leik í röð í spænsku deildinni en liðið hefur ekki enn stigið feilspor undir stjórn Xabi Alonso. Liðið tók á móti Mallorca í kvöld og eftir að hafa lent 0-1 undir komu tvö mörk á tveimur mínútum frá Vini Jr, sem snéri aftur í byrjunarliðið, og Arda Guler á 37. og 38. mínútu. Það reyndust einu tvö mörk liðsins í kvöld sem fengu að standa. Lokatölur 2-1 í Madríd í kvöld. Fyrst var mark dæmt af Mbappe strax í upphafi leiks vegna rangstöðu og í seinni hálfleik var mark dæmt af Guler þar sem boltinn virtist mögulega hafa viðkomu í hendinni á honum þegar hann náði frákasti eftir skot og skoraði svo. Þessir dómar komu þó ekki að sök og Real Madrid heldur áfram fulla ferð í spænsku deildinni undir stjórn Xabi Alonso.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn