Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2025 14:08 Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. HSN/Vísir/Tryggvi Páll Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) hefur eftir samtöl við hagsmunaaðila og endurmat á forsendum ákveðið að fresta byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar um að minnsta kosti fimm ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSN. Þar segir að þjónustukönnun sem gerð hafi verið á meðal skjólstæðinga hafi sýnt að ánægja með þjónustuna og starfsánægja hafi aukist mikið, sem sýni að núverandi umgjörð sem sköpuð hafi verið með nýrri heilsugæslustöð í Sunnuhlíð, ásamt starfsemi á Hvannavöllum, hafi gefið mjög góða raun. „Það hefur ásamt öðru, gefið tilefni til að staldra við og endurmeta fyrri ákvörðun. Staðan verður endurmetin að fimm árum liðnum. Stækkun núverandi húsnæðis og fagleg þróun í brennidepli Stækkun á húsnæði heilsugæslunnar í Sunnuhlíð um allt að 250 fm fyrir klíníska starfsemi liggur fyrir en auk þess leigir HSN um 1.500 fm af húsnæði undir sálfélagslega þjónustu, heimahjúkrun, ME teymi og skrifstofustarfsemi á Akureyri. Í samstarfi við Akureyrabæ verður unnið að því að flytja heimahjúkrun og heimaþjónustu Akureyrarbæjar í gott sameiginlegt húsnæði til að styðja enn frekar við árangursríkt samstarf og þjónustu. Sálfélagsleg þjónusta sem sinnir öllu Norðurlandi mun áfram verða á Hvannavöllum en einstaka starfsfólk verður áfram staðsett á öðrum starfsstöðvum HSN. Lögð er áhersla á að auglýsa sem flest störf óstaðbundin á starfssvæðinu. Mikil fagleg þróun hefur átt sér stað innan heilsugæslunnar á Akureyri, en innleiðing á teymisvinnu þar sem íbúum svæðisins er skipt upp í fjögur teymi hefur skapað betra flæði, aukið þverfaglegt samstarf og stuðlað að betri þjónustu. Þá hafa nýjar vinnuaðstæður og faglegt starf laðað að aukinn fjölda af nemum sem mikilvægt er að hafi bakland í öflugum hópi fagfólks. Jafnframt er starfsumhverfið í mikilli þróun, en nýlegar breytingar eins og styttri vinnuvika getur reynst áskorun þar sem fleiri eru fjarri á hverjum tíma og er því hagfelldara að hafa eininguna stærri til að vera betur í stakk búin að tryggja samfellu í þjónustu við skjólstæðinga. HSN telur því skynsamlegt að staldra við, styrkja núverandi faglega þróunarvinnu og þjónustu sem og stuðla að auknu jafnvægi í gæði þjónustunnar í stað þess að kljúfa í tvennt klíníska þjónustu á þessu stigi,“ segir í tilkynningunni. Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Akureyri Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSN. Þar segir að þjónustukönnun sem gerð hafi verið á meðal skjólstæðinga hafi sýnt að ánægja með þjónustuna og starfsánægja hafi aukist mikið, sem sýni að núverandi umgjörð sem sköpuð hafi verið með nýrri heilsugæslustöð í Sunnuhlíð, ásamt starfsemi á Hvannavöllum, hafi gefið mjög góða raun. „Það hefur ásamt öðru, gefið tilefni til að staldra við og endurmeta fyrri ákvörðun. Staðan verður endurmetin að fimm árum liðnum. Stækkun núverandi húsnæðis og fagleg þróun í brennidepli Stækkun á húsnæði heilsugæslunnar í Sunnuhlíð um allt að 250 fm fyrir klíníska starfsemi liggur fyrir en auk þess leigir HSN um 1.500 fm af húsnæði undir sálfélagslega þjónustu, heimahjúkrun, ME teymi og skrifstofustarfsemi á Akureyri. Í samstarfi við Akureyrabæ verður unnið að því að flytja heimahjúkrun og heimaþjónustu Akureyrarbæjar í gott sameiginlegt húsnæði til að styðja enn frekar við árangursríkt samstarf og þjónustu. Sálfélagsleg þjónusta sem sinnir öllu Norðurlandi mun áfram verða á Hvannavöllum en einstaka starfsfólk verður áfram staðsett á öðrum starfsstöðvum HSN. Lögð er áhersla á að auglýsa sem flest störf óstaðbundin á starfssvæðinu. Mikil fagleg þróun hefur átt sér stað innan heilsugæslunnar á Akureyri, en innleiðing á teymisvinnu þar sem íbúum svæðisins er skipt upp í fjögur teymi hefur skapað betra flæði, aukið þverfaglegt samstarf og stuðlað að betri þjónustu. Þá hafa nýjar vinnuaðstæður og faglegt starf laðað að aukinn fjölda af nemum sem mikilvægt er að hafi bakland í öflugum hópi fagfólks. Jafnframt er starfsumhverfið í mikilli þróun, en nýlegar breytingar eins og styttri vinnuvika getur reynst áskorun þar sem fleiri eru fjarri á hverjum tíma og er því hagfelldara að hafa eininguna stærri til að vera betur í stakk búin að tryggja samfellu í þjónustu við skjólstæðinga. HSN telur því skynsamlegt að staldra við, styrkja núverandi faglega þróunarvinnu og þjónustu sem og stuðla að auknu jafnvægi í gæði þjónustunnar í stað þess að kljúfa í tvennt klíníska þjónustu á þessu stigi,“ segir í tilkynningunni.
Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Akureyri Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira