Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar 22. ágúst 2025 15:00 Mörg okkar þekkja það að vera þreytt, orkulaus eða áhugalaus í styttri tíma. En þegar þessi flatneskja heldur áfram vikum eða mánuðum saman og lífið virðist missa litina, gæti verið um þunglyndi að ræða. Það er ekki alltaf augljóst, margir halda áfram að mæta í vinnu, sinna fjölskyldu og gera allt sem þarf, en finna samt enga gleði. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkennin og muna að hjálp er til staðar. Að mörgu leyti er lífið svo sem alveg eins og það er vant að sér að vera. Ég mæti í vinnuna, sæki og skutla börnunum og held heimilinu gangandi. En undanfarnar vikur hefur eitthvað breyst. Ég geri sömu hlutina en mér líður eins og allt sé svo flatt Áður fannst mér gefandi að standa mig vel í vinnunni, gaman að eyða tíma með fjölskyldunni og hlakkaði til að sinna áhugamálunum mínum. Ég hef ekki orku í að sinna áhugamálunum lengur, og mér finnst ég ekki fá neitt út úr því hvort sem er. Nú geri ég einfaldlega það sem ég þarf að gera. Af vana og skyldurækni frekar en vilja eða löngun. Ég finn sífellt fyrir flatneskju og þreytu, sama hversu vel eða illa ég sef. Ég á erfitt með að einbeita mér og áður en ég veit af er ég kominn í síman að skrolla hugsunalaust. Ég skil ekki af hverju mér líður svona, er eitthvað að? Er þetta ekki bara leti eða aumingjaskapur? Er ég að fara í kulnun? Ég get nú svo sem enn gert allt sem ég þarf að gera, en eitthvað er breytt. Manneskjan í þessu skáldaða dæmi hér fyrir ofan gæti verið að finna fyrir þunglyndi. Mörgum kann að finnast það furðulegt, þar sem þessi lýsing kemur ekki endilega heim og saman við þær staðalmyndir sem margir kunna að hafa um þunglyndi. Staðalmyndir eins og: Svo lengi sem ég næ að gera allt sem ég þarf að gera, þá getur ekki verið að ég sé með “raunverulegt” vandamál. Algjör skortur á virkni er hins vegar ekki skilyrði fyrir því að greinast með þunglyndi. Margir sem finna fyrir þunglyndi ná enn að sinna öllu því sem þau “þurfa að gera” en eru samt að glíma við mjög svo raunverulegan vanda. Einkenni þunglyndis: Fólk getur fundið fyrir þunglyndu skapi (t.d. depurð, vonleysi, tómleikatilfinningu) og/eða finnur ekki lengur fyrir áhuga eða gleði vegna athafna sem veittu áður ánægju. Fólk lýsir því síðarnefnda oft sem “flatneskju”. Þessum breytingum í líðan geta einnig fylgt eftirfarandi fylgieinkenni Aukin eða minnkuð matarlyst Svefntruflanir (of lítill eða of mikill svefn) Líkamleg óeirð eða hægagangur (fremur sjaldgæft) Þreyta og/eða orkuleysi Endurteknar neikvæðar hugsanir um sjálfan sig eða fortíðina (grufl) Finnast maður einskis virði (lágt sjálfsmat) og/eða finna fyrir óhóflegri sektarkennd Skert hugræn geta og/eða einbeitingarerfiðleikar Hugsanir um að deyja eða sjálfsvígshugsanir Hvað er til ráða? En hvað er til ráða þegar maður finnur fyrir svona einkennum? Á Íslandi hefur notkun þunglyndislyfja aukist á síðustu árum og er meiri en í flestum OECD-löndum. Í nýlegri skýrslu frá Embætti landlæknis er bent á að mikilvægt sé að huga ekki bara að lyfjameðferð, heldur einnig að forvörnum, snemmtækri íhlutun og aðgengi að sálfræðimeðferð. Hugræn Atferlismeðferð og Atferlisvirkjun Ein gagnreynd meðferð við þunglyndi er hugræn atferlismeðferð (HAM). Þar hefur atferlisvirkjun sýnt sérlega góðan árangur. Hún byggir á þeirri hugmynd að vanlíðan leiði oft til þess að við drögum okkur í hlé. Það minnkar enn frekar ánægjulegar athafnir og við festumst í vítahring. Dæmi um vítahring: Í Atferlisvirkjun er markmiðið að brjóta hringinn með því að grípa aftur í það sem skiptir máli – jafnvel þótt það sé smátt í senn. Með því að breyta hegðun getum við smám saman breytt líðan. Til dæmis með því að bera kennsl á og breyta hegðun sem veldur vanlíðan og með því að brjóta niður hindranir sem koma í veg fyrir að við sinnum þeim athöfnum sem skipta okkur raunverulegu máli og stuðla að vellíðan. Ef þú eða einhver nákominn þér er að glíma við einkenni þunglyndis þá hvet ég þig til að leita hjálpar. Höfundur er sálfræðingur á Domus Mentis geðheilsustöð Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heimildir Védís Helga Eiríksdóttir, Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Arnar Sigbjörnsson og Jón Óskar Guðlaugsson. (2024). Notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Talnabrunnur, 2024(5.), https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2aAiPwZ9ZzV3rshVpV8N7X/1432d716f78f9743eddc0f3b630cf7f9/Talnabrunnur_5tbl_2024.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Mörg okkar þekkja það að vera þreytt, orkulaus eða áhugalaus í styttri tíma. En þegar þessi flatneskja heldur áfram vikum eða mánuðum saman og lífið virðist missa litina, gæti verið um þunglyndi að ræða. Það er ekki alltaf augljóst, margir halda áfram að mæta í vinnu, sinna fjölskyldu og gera allt sem þarf, en finna samt enga gleði. Þess vegna er mikilvægt að þekkja einkennin og muna að hjálp er til staðar. Að mörgu leyti er lífið svo sem alveg eins og það er vant að sér að vera. Ég mæti í vinnuna, sæki og skutla börnunum og held heimilinu gangandi. En undanfarnar vikur hefur eitthvað breyst. Ég geri sömu hlutina en mér líður eins og allt sé svo flatt Áður fannst mér gefandi að standa mig vel í vinnunni, gaman að eyða tíma með fjölskyldunni og hlakkaði til að sinna áhugamálunum mínum. Ég hef ekki orku í að sinna áhugamálunum lengur, og mér finnst ég ekki fá neitt út úr því hvort sem er. Nú geri ég einfaldlega það sem ég þarf að gera. Af vana og skyldurækni frekar en vilja eða löngun. Ég finn sífellt fyrir flatneskju og þreytu, sama hversu vel eða illa ég sef. Ég á erfitt með að einbeita mér og áður en ég veit af er ég kominn í síman að skrolla hugsunalaust. Ég skil ekki af hverju mér líður svona, er eitthvað að? Er þetta ekki bara leti eða aumingjaskapur? Er ég að fara í kulnun? Ég get nú svo sem enn gert allt sem ég þarf að gera, en eitthvað er breytt. Manneskjan í þessu skáldaða dæmi hér fyrir ofan gæti verið að finna fyrir þunglyndi. Mörgum kann að finnast það furðulegt, þar sem þessi lýsing kemur ekki endilega heim og saman við þær staðalmyndir sem margir kunna að hafa um þunglyndi. Staðalmyndir eins og: Svo lengi sem ég næ að gera allt sem ég þarf að gera, þá getur ekki verið að ég sé með “raunverulegt” vandamál. Algjör skortur á virkni er hins vegar ekki skilyrði fyrir því að greinast með þunglyndi. Margir sem finna fyrir þunglyndi ná enn að sinna öllu því sem þau “þurfa að gera” en eru samt að glíma við mjög svo raunverulegan vanda. Einkenni þunglyndis: Fólk getur fundið fyrir þunglyndu skapi (t.d. depurð, vonleysi, tómleikatilfinningu) og/eða finnur ekki lengur fyrir áhuga eða gleði vegna athafna sem veittu áður ánægju. Fólk lýsir því síðarnefnda oft sem “flatneskju”. Þessum breytingum í líðan geta einnig fylgt eftirfarandi fylgieinkenni Aukin eða minnkuð matarlyst Svefntruflanir (of lítill eða of mikill svefn) Líkamleg óeirð eða hægagangur (fremur sjaldgæft) Þreyta og/eða orkuleysi Endurteknar neikvæðar hugsanir um sjálfan sig eða fortíðina (grufl) Finnast maður einskis virði (lágt sjálfsmat) og/eða finna fyrir óhóflegri sektarkennd Skert hugræn geta og/eða einbeitingarerfiðleikar Hugsanir um að deyja eða sjálfsvígshugsanir Hvað er til ráða? En hvað er til ráða þegar maður finnur fyrir svona einkennum? Á Íslandi hefur notkun þunglyndislyfja aukist á síðustu árum og er meiri en í flestum OECD-löndum. Í nýlegri skýrslu frá Embætti landlæknis er bent á að mikilvægt sé að huga ekki bara að lyfjameðferð, heldur einnig að forvörnum, snemmtækri íhlutun og aðgengi að sálfræðimeðferð. Hugræn Atferlismeðferð og Atferlisvirkjun Ein gagnreynd meðferð við þunglyndi er hugræn atferlismeðferð (HAM). Þar hefur atferlisvirkjun sýnt sérlega góðan árangur. Hún byggir á þeirri hugmynd að vanlíðan leiði oft til þess að við drögum okkur í hlé. Það minnkar enn frekar ánægjulegar athafnir og við festumst í vítahring. Dæmi um vítahring: Í Atferlisvirkjun er markmiðið að brjóta hringinn með því að grípa aftur í það sem skiptir máli – jafnvel þótt það sé smátt í senn. Með því að breyta hegðun getum við smám saman breytt líðan. Til dæmis með því að bera kennsl á og breyta hegðun sem veldur vanlíðan og með því að brjóta niður hindranir sem koma í veg fyrir að við sinnum þeim athöfnum sem skipta okkur raunverulegu máli og stuðla að vellíðan. Ef þú eða einhver nákominn þér er að glíma við einkenni þunglyndis þá hvet ég þig til að leita hjálpar. Höfundur er sálfræðingur á Domus Mentis geðheilsustöð Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heimildir Védís Helga Eiríksdóttir, Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, Arnar Sigbjörnsson og Jón Óskar Guðlaugsson. (2024). Notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Talnabrunnur, 2024(5.), https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/2aAiPwZ9ZzV3rshVpV8N7X/1432d716f78f9743eddc0f3b630cf7f9/Talnabrunnur_5tbl_2024.pdf
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun