Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2025 19:30 Fabio fagnar marki hjá Fluminense í leik þar sem hann hélt hreinu, fagnaði sigri og sló heimsmet. EPA/Antonio Lacerda Brasilíski markvörðurinn Fábio er nú sá sem hefur spilað flesta opinbera fótboltaleiki á ferlinum. Fábio spilar með Fluminense í Brasilíu og félagið sagði frá því að hann hafi í gærkvöldi spilað sinn 1391. leik á ferlinum. Heimsmetabók Guinness var með heimsmetið skráð á enska markvörðinn Peter Shilton. Shilton var skráður með 1390 leiki en Shilton taldi þó sjálfur að hann hefði aðeins spilað 1387 leiki. Fluminense say goalkeeper Fabio Deivson Lopes Maciel has broken Peter Shilton’s record for the most competitive appearances in world football 👏🌍 pic.twitter.com/vrx0AjksUI— Match of the Day (@BBCMOTD) August 20, 2025 Fluminense fór eftir skráningu Heimsmetabók Guinness og taldi sinn mann hafa slegið heimsmetið í 2-0 sigri á América de Cali á Maracaná leikvanginum í gær. Leikurinn var í sextán liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar, Copa Sudamericana, sem er eins og Evrópudeildin eða næstefsta alþjóðlega keppnin hjá félögunum í Suður Ameríku. Fábio spilaði leikinn með sérstaka merkingu á búningi sínum og fékk síðan heimsmetsplatta afhentan eftir leikinn. Fábio heldur upp á 45 ára afmælið sitt 30. september næstkomandi. Hann hefur nokkrum sinnum verið valinn í brasilíska landsliðshópinn en aldrei spilað landsleik. Hann hefur unnið 27 titla á ferlinum þar á meðal stærstu félagskeppninnar í Suður-Ameríku. Fábio var með þegar Fluminense komst í undanúrslit heimsmeistarakeppni félagsliða í sumar. Hann hefur spilað 976 leiki fyrir Cruzeiro (2005-2021), 235 leiki fyrir Fluminense (2022-2025), 150 leiki Vasco (2000-2004) og 30 leiki fyrir União Bandeirante (1997). Næstir á eftir Fábio og Shilton á listanum yfir flesta opinbera leiki á ferlinum eru Cristiano Ronaldo (1287 leikir), Paul Bastock (1284) og Rogério Ceni (1226). Allir eru markverðir nema Ronaldo. LENDÁRIO! 🧤🔥Fábio acaba de se tornar o jogador com MAIS PARTIDAS na história do futebol mundial! Contra o América de Cali, no Maracanã, pelo, o goleiro do Fluminense chegou a 1391 atuações e superou o inglês Peter Shilton. GIGANTE! 👏⚽️🇭🇺#FutebolBrasileiro #Fabio pic.twitter.com/UV2pwZWxNA— sportv (@sportv) August 20, 2025 Brasilía Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Fábio spilar með Fluminense í Brasilíu og félagið sagði frá því að hann hafi í gærkvöldi spilað sinn 1391. leik á ferlinum. Heimsmetabók Guinness var með heimsmetið skráð á enska markvörðinn Peter Shilton. Shilton var skráður með 1390 leiki en Shilton taldi þó sjálfur að hann hefði aðeins spilað 1387 leiki. Fluminense say goalkeeper Fabio Deivson Lopes Maciel has broken Peter Shilton’s record for the most competitive appearances in world football 👏🌍 pic.twitter.com/vrx0AjksUI— Match of the Day (@BBCMOTD) August 20, 2025 Fluminense fór eftir skráningu Heimsmetabók Guinness og taldi sinn mann hafa slegið heimsmetið í 2-0 sigri á América de Cali á Maracaná leikvanginum í gær. Leikurinn var í sextán liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar, Copa Sudamericana, sem er eins og Evrópudeildin eða næstefsta alþjóðlega keppnin hjá félögunum í Suður Ameríku. Fábio spilaði leikinn með sérstaka merkingu á búningi sínum og fékk síðan heimsmetsplatta afhentan eftir leikinn. Fábio heldur upp á 45 ára afmælið sitt 30. september næstkomandi. Hann hefur nokkrum sinnum verið valinn í brasilíska landsliðshópinn en aldrei spilað landsleik. Hann hefur unnið 27 titla á ferlinum þar á meðal stærstu félagskeppninnar í Suður-Ameríku. Fábio var með þegar Fluminense komst í undanúrslit heimsmeistarakeppni félagsliða í sumar. Hann hefur spilað 976 leiki fyrir Cruzeiro (2005-2021), 235 leiki fyrir Fluminense (2022-2025), 150 leiki Vasco (2000-2004) og 30 leiki fyrir União Bandeirante (1997). Næstir á eftir Fábio og Shilton á listanum yfir flesta opinbera leiki á ferlinum eru Cristiano Ronaldo (1287 leikir), Paul Bastock (1284) og Rogério Ceni (1226). Allir eru markverðir nema Ronaldo. LENDÁRIO! 🧤🔥Fábio acaba de se tornar o jogador com MAIS PARTIDAS na história do futebol mundial! Contra o América de Cali, no Maracanã, pelo, o goleiro do Fluminense chegou a 1391 atuações e superou o inglês Peter Shilton. GIGANTE! 👏⚽️🇭🇺#FutebolBrasileiro #Fabio pic.twitter.com/UV2pwZWxNA— sportv (@sportv) August 20, 2025
Brasilía Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira