Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 16:47 Logi Einarsson háskólaráðherra tók við af umhverfisráðherra í málinu. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að verkefnisstjórnin hafi þann 10. mars síðastliðinn skilað Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tillögu að flokkun fimm nýrra virkjunarkosta. Um sé að ræða virkjunarkostina Bolaöldu, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun. Verkefnastjórnin hafi lagt til að Bolaalda, ásamt annað hvort Skúfnavatnavirkjun eða Tröllárvirkjun, yrðu flokkaðar í orkunýtingarflokk áætlunarinnar en seinni virkjanakostirnir tveir séu innan sama vatnasviðs. Þá yrði Hvanneyrardalsvirkjun flokkuð í biðflokk áætlunarinnar og að Hamarsvirkjun flokkuð í verndarflokk áætlunarinnar. Tengsl við einn framkvæmdaraðila 13. mars hafi Jóhann Pál ákveðið að víkja sæti sem umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra við meðferð málsins vegna tengsla sinna við einn af framkvæmdaraðilum og Logi Einarssyni, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, hafi verið skipaður ráðherra í málinu. Settur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi ákveðið að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli þess efnis að Hamarsvirkjun verði flokkuð í biðflokk áætlunarinnar. Ekki sé lögð til breyting á tillögum verkefnisstjórnar á flokkun hinna virkjanakostanna. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sé kveðið á um að ráðherra taki tillögu verkefnisstjórnar til skoðunar, en verkefnisstjórnin fari með ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðherra. Leggi ráðherra hins vegar til breytingar á tillögu verkefnisstjórnar skuli leita umsagna og kynna breytingarnar almenningi áður en tillagan er lögð fram á Alþingi, sem fari með endanlegt ákvörðunarvald um flokkun virkjunarkosta. Sveitarfélögin leggist gegn tillögu nefndarinnar Í tilkynningunni segir að af umsögnum umsagnaraðila við tillögu verkefnisstjórnar megi sjá að sveitarfélög á svæðinu leggist gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk og vísi meðal annars til þess að raforkukerfið á Austurlandi sé veikburða, skortur sé á framboði á raforku á svæðinu og slíkt hamli atvinnuuppbyggingu. Þá hafi efnahagslegur ávinningur virkjunarkostsins verið metinn nokkuð jákvæður. Einnig hafi framkvæmdir við stór og hagkvæm verkefni tafist verulega og óvissa ríki um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa. Í ljósi þessa hafi verið talið sérlega brýnt að forgangsraða skoðun og frekari rannsóknum á virkjunum sem staðsettar eru utan helstu umbrota- og hamfarasvæða. Hyggst auka skilvirkni og bæta málsmeðferð Loks segir að Jóhann Páll hyggist leggja fram frumvarp með breytingum á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta málsmeðferð. Jafnframt hafi ráðherra sett í samráðsgátt drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum, þar sem kveðið sé á um að stjórnvöld skuli á fjögurra ára fresti leggja fram heildstæða stefnu um öflun raforku. Í þeirri stefnu verði skilgreind töluleg markmið um aukna raforkuframleiðslu, sem verði höfð til hliðsjónar við gerð verndar- og orkunýtingaráætlunar hverju sinni. Umhverfismál Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að verkefnisstjórnin hafi þann 10. mars síðastliðinn skilað Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tillögu að flokkun fimm nýrra virkjunarkosta. Um sé að ræða virkjunarkostina Bolaöldu, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun. Verkefnastjórnin hafi lagt til að Bolaalda, ásamt annað hvort Skúfnavatnavirkjun eða Tröllárvirkjun, yrðu flokkaðar í orkunýtingarflokk áætlunarinnar en seinni virkjanakostirnir tveir séu innan sama vatnasviðs. Þá yrði Hvanneyrardalsvirkjun flokkuð í biðflokk áætlunarinnar og að Hamarsvirkjun flokkuð í verndarflokk áætlunarinnar. Tengsl við einn framkvæmdaraðila 13. mars hafi Jóhann Pál ákveðið að víkja sæti sem umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra við meðferð málsins vegna tengsla sinna við einn af framkvæmdaraðilum og Logi Einarssyni, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, hafi verið skipaður ráðherra í málinu. Settur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi ákveðið að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli þess efnis að Hamarsvirkjun verði flokkuð í biðflokk áætlunarinnar. Ekki sé lögð til breyting á tillögum verkefnisstjórnar á flokkun hinna virkjanakostanna. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sé kveðið á um að ráðherra taki tillögu verkefnisstjórnar til skoðunar, en verkefnisstjórnin fari með ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðherra. Leggi ráðherra hins vegar til breytingar á tillögu verkefnisstjórnar skuli leita umsagna og kynna breytingarnar almenningi áður en tillagan er lögð fram á Alþingi, sem fari með endanlegt ákvörðunarvald um flokkun virkjunarkosta. Sveitarfélögin leggist gegn tillögu nefndarinnar Í tilkynningunni segir að af umsögnum umsagnaraðila við tillögu verkefnisstjórnar megi sjá að sveitarfélög á svæðinu leggist gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk og vísi meðal annars til þess að raforkukerfið á Austurlandi sé veikburða, skortur sé á framboði á raforku á svæðinu og slíkt hamli atvinnuuppbyggingu. Þá hafi efnahagslegur ávinningur virkjunarkostsins verið metinn nokkuð jákvæður. Einnig hafi framkvæmdir við stór og hagkvæm verkefni tafist verulega og óvissa ríki um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa. Í ljósi þessa hafi verið talið sérlega brýnt að forgangsraða skoðun og frekari rannsóknum á virkjunum sem staðsettar eru utan helstu umbrota- og hamfarasvæða. Hyggst auka skilvirkni og bæta málsmeðferð Loks segir að Jóhann Páll hyggist leggja fram frumvarp með breytingum á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta málsmeðferð. Jafnframt hafi ráðherra sett í samráðsgátt drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum, þar sem kveðið sé á um að stjórnvöld skuli á fjögurra ára fresti leggja fram heildstæða stefnu um öflun raforku. Í þeirri stefnu verði skilgreind töluleg markmið um aukna raforkuframleiðslu, sem verði höfð til hliðsjónar við gerð verndar- og orkunýtingaráætlunar hverju sinni.
Umhverfismál Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira