Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Lovísa Arnardóttir skrifar 18. ágúst 2025 11:08 Vigdís segir ábyrgð yfirmanna mikla þegar kemur að því að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Bylgjan Vigdís Ásgeirsdóttir, sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Lífi og sál, segir marga forðast að ræða hugtök sem tengjast sálfræði. Nýtt hugtak, sálfélagslegt öryggi, sé til dæmis hugtak sem er mikið rætt á stofunni og mikilvægi þess að allir upplifi það. Algengt sé á vinnustöðum að fólk upplifi sig ekki öruggt. Mikilvægast sé að til staðar séu skýrir verkferlar um hvernig eigi að bregðast við. Vigdís ræddi hugtakið og þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir afar mikilvægt að fólk skilji hugtakið til að það geti vitað hvort það sé að upplifa sálfélagslegt öryggi eða ekki. Hún skrifaði einnig grein á Vísi um sama mál í síðustu viku sem má lesa hér. „Þetta er þessi tilfinning og aðstæður þar sem þú upplifir öryggi, til að segja þína skoðun, þú getur gert mistök. Þetta er þar sem er vinsemd og virðing og almenn kurteisi. Góðlátlegt umhverfi þar sem fólki líður vel.“ Hún segir þetta eiga við um allt umhverfi fólks en hún einbeiti sér aðallega að vinnustöðum. Til að vinnustaðir teljist uppfylla það verði að uppfylla það sem er nefnt að ofan en einnig að fólk sýni hjálpsemi, hlusti og geti gagnrýnt og hrósað. Hún segir mikilvægt að fólk geti gagnrýnt og geti tekið við gagnrýni. Til þess að það sé hægt verði umhverfið að vera þannig að fólki líði vel og að þau viti að gagnrýnin komi frá góðum stað. Vigdís segir þessu ábótavant víða og sálfræðingar hjá Líf og sál vinni til dæmis við það að gera úttektir á vinnustöðum á einelti, áreitni, ofbeldi og samskiptavanda. Þegar slíkt kemur upp upplifi fólk ekki sálfélagslegt öryggi. „Það getur verið miklar breytingar á störfum, stjórnun sé ábótavant, eða það getur verið að einhver sé að koma illa fram og geri sér ekki grein fyrir því. Það getur verið mjög margt,“ segir Vigdís um ástæður þess að slíkt öryggi sé ekki til staðar. Ábyrgð yfirmanna mikil Hún segir að á vinnustöðum sé það að miklu leyti á ábyrgð yfirmanna að tryggja að það séu góðar aðstæður. Þau eigi að tryggja góða líðan fólks og að það séu verkferlar sem taki við ef eitthvað kemur upp á. Það sé bundið í lög í vinnuverndarlöggjöf og það sé liður í því að fólk upplifi sig öruggt að það viti hvað taki við ef eitthvað gerist. Sé fólk leiðinlegt og til dæmis svari ekki þegar fólk býður góðan dag eða taki ekki þátt í samræðum sé eðlilegt að fólk taki það nærri sér eða velti því fyrir sér hvort það tengist þeim eða hvort viðkomandi líði illa. Hún segir best að ræða við viðkomandi en að stundum sé umhverfið ekki þannig að það sé leyfilegt. Sé manneskjan yfirmaður geti það til dæmis verið erfitt. „Hvert og eitt ykkar hefur svo mikil áhrif á það hvernig starfsandinn er, bæði til góðs og ills.“ Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé algengt en það sé þó þannig að sálfræðingar á Líf og sál sérhæfi sig í þessu og sálfræðingar á öðrum stofum líka. Það sé því eftirspurn. Hún segir að til að koma í veg fyrir svona atvik verði að vera með skýra stefnu og skýr viðbrögð og verkferla þá þurfi líka að sinna fræðslu og það sé liður í forvörn. „Fólk verður samdauna sérkennilegum aðstæðum,“ segir hún og að fólk geti vanist því að vera í slæmum aðstæðum í vinnunni eða á heimili. Það fari að afsaka vinnufélaga sem hagi sér illa og þröskuldurinn einhvern veginn færist til. Vinnumarkaður Bítið Vinnustaðamenning Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Vigdís ræddi hugtakið og þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir afar mikilvægt að fólk skilji hugtakið til að það geti vitað hvort það sé að upplifa sálfélagslegt öryggi eða ekki. Hún skrifaði einnig grein á Vísi um sama mál í síðustu viku sem má lesa hér. „Þetta er þessi tilfinning og aðstæður þar sem þú upplifir öryggi, til að segja þína skoðun, þú getur gert mistök. Þetta er þar sem er vinsemd og virðing og almenn kurteisi. Góðlátlegt umhverfi þar sem fólki líður vel.“ Hún segir þetta eiga við um allt umhverfi fólks en hún einbeiti sér aðallega að vinnustöðum. Til að vinnustaðir teljist uppfylla það verði að uppfylla það sem er nefnt að ofan en einnig að fólk sýni hjálpsemi, hlusti og geti gagnrýnt og hrósað. Hún segir mikilvægt að fólk geti gagnrýnt og geti tekið við gagnrýni. Til þess að það sé hægt verði umhverfið að vera þannig að fólki líði vel og að þau viti að gagnrýnin komi frá góðum stað. Vigdís segir þessu ábótavant víða og sálfræðingar hjá Líf og sál vinni til dæmis við það að gera úttektir á vinnustöðum á einelti, áreitni, ofbeldi og samskiptavanda. Þegar slíkt kemur upp upplifi fólk ekki sálfélagslegt öryggi. „Það getur verið miklar breytingar á störfum, stjórnun sé ábótavant, eða það getur verið að einhver sé að koma illa fram og geri sér ekki grein fyrir því. Það getur verið mjög margt,“ segir Vigdís um ástæður þess að slíkt öryggi sé ekki til staðar. Ábyrgð yfirmanna mikil Hún segir að á vinnustöðum sé það að miklu leyti á ábyrgð yfirmanna að tryggja að það séu góðar aðstæður. Þau eigi að tryggja góða líðan fólks og að það séu verkferlar sem taki við ef eitthvað kemur upp á. Það sé bundið í lög í vinnuverndarlöggjöf og það sé liður í því að fólk upplifi sig öruggt að það viti hvað taki við ef eitthvað gerist. Sé fólk leiðinlegt og til dæmis svari ekki þegar fólk býður góðan dag eða taki ekki þátt í samræðum sé eðlilegt að fólk taki það nærri sér eða velti því fyrir sér hvort það tengist þeim eða hvort viðkomandi líði illa. Hún segir best að ræða við viðkomandi en að stundum sé umhverfið ekki þannig að það sé leyfilegt. Sé manneskjan yfirmaður geti það til dæmis verið erfitt. „Hvert og eitt ykkar hefur svo mikil áhrif á það hvernig starfsandinn er, bæði til góðs og ills.“ Hún segist ekki geta fullyrt að þetta sé algengt en það sé þó þannig að sálfræðingar á Líf og sál sérhæfi sig í þessu og sálfræðingar á öðrum stofum líka. Það sé því eftirspurn. Hún segir að til að koma í veg fyrir svona atvik verði að vera með skýra stefnu og skýr viðbrögð og verkferla þá þurfi líka að sinna fræðslu og það sé liður í forvörn. „Fólk verður samdauna sérkennilegum aðstæðum,“ segir hún og að fólk geti vanist því að vera í slæmum aðstæðum í vinnunni eða á heimili. Það fari að afsaka vinnufélaga sem hagi sér illa og þröskuldurinn einhvern veginn færist til.
Vinnumarkaður Bítið Vinnustaðamenning Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent