Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar 18. ágúst 2025 09:01 Pétur Heimisson viðraði skoðun sína á ástandinu á Gaza hér á vefnum þann 11.08. s.l., þar sem honum sem fleirum ofbýður Helförin endurtekin, og telur hann út í hött að undirrót alls þessa byggi á fráleitri túlkun á eldgömlum texta (í Gamla testamentinu). Hér er átt við Fyrstu Mósebók, upphaf 12. kaflans, þar sem Drottinn segir við Abraham, forföður Ísraels og araba: „Og ég mun blessa þá sem þig blessa, en bölva þeim er þér formælir.“ Hinn kristni, vestræni heimur vitnar í þennan texta á þennan hátt. Hins vegar, þá er hér meira en sem er sleppt: „....og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“ Sem sagt, út frá Abr(ah)am áttu allar (áh. mín) ættkvíslir jarðarinnar að njóta blessunar Guðs, ekki Ísraelsríkið eitt og sér. Þessari blessun er t.d. nánar lýst í Fyrstu Mósebók, 15. kafla,18. versi: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi (gr. spermati, (eintala)) gef ég þetta land, frá Egiptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat.....“, en þetta landsvæði svarar til Edens sem lýst er í upphafi Fyrstu Mósebókar. Það sem átt er við hér, þótt ævafornt sé, er að út frá Abraham kæmi Jesús Kristur/Messías, þ.e. afkomandinn/sæðið, og að tala þeirra sem meðtækju frelsun hans yrði sem sandur á sjávarströnd. Hér er í engu átt við Ísraelsríkið sem sérvalda þjóð Guðs, og er skelfilegt til þess að hugsa að góður hluti kristinnar, vestrænnar menningar telur það sína guðlegu skyldu að samþykkja allar gjörðir Ísraels án nokkurns fyrirvara, svo sem við erum vitni að í dag. Ted Cruz, fyrrv. forsetaframbjóðandi og án efa þungavigtarmaður í amerískum stjórnmálum, situr á Bandaríkjaþingi. Hann sat fyrir svörum í The Tucker Carlson Show fyrir nokkru um það hvort hinir kristnu ættu að styðja Ísrael (Should Christians Support Israel?). Ted vitnar þar í þá heilögu skyldu sína, svo sem honum var kennt í sunnudagaskólanum í sínu kristilega uppeldi, að styðja Ísrael umyrðalaust, sbr. hér að ofan, en hann mundi reyndar ekki hvar þetta er skráð. Þessi hugmyndafræði teygir sig upp alla valdastiga voldugra vestrænna þjóða. Í ljósi þessa er vert að velta því fyrir sér hver kunni að vera hinn trúarlegi bakgrunnur valdhafanna á Alþingi Íslendinga. Er mögulegt að stjórnkerfið líti á Ísrael sem útvalda þjóð Guðs, ekki síst Utanríkisráðuneytið? Er stjónkerfið sammála fyrrv. forseta BNA, George W. Bush yngri, sem lýsti því yfir í viðtali í sinni valdatíð að viðnám gegn Ísrael jafngilti mótstöðu gegn Guði og að slíkt væri glórulaust. Það er ekki sjálfgefið að ævaforn texti sé fyrir þær sakir fráleitur. Það hlýtur hins vegar að vera á valdi hvers og eins að vega og meta hið ritaða orð, ekki síst í málum er varða guðfræðina. Þar í hvílir ábyrgð hvers og eins. Orð hafa sínar afleiðingar. Hugmyndir hafa einnig sínar afleiðingar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Pétur Heimisson viðraði skoðun sína á ástandinu á Gaza hér á vefnum þann 11.08. s.l., þar sem honum sem fleirum ofbýður Helförin endurtekin, og telur hann út í hött að undirrót alls þessa byggi á fráleitri túlkun á eldgömlum texta (í Gamla testamentinu). Hér er átt við Fyrstu Mósebók, upphaf 12. kaflans, þar sem Drottinn segir við Abraham, forföður Ísraels og araba: „Og ég mun blessa þá sem þig blessa, en bölva þeim er þér formælir.“ Hinn kristni, vestræni heimur vitnar í þennan texta á þennan hátt. Hins vegar, þá er hér meira en sem er sleppt: „....og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“ Sem sagt, út frá Abr(ah)am áttu allar (áh. mín) ættkvíslir jarðarinnar að njóta blessunar Guðs, ekki Ísraelsríkið eitt og sér. Þessari blessun er t.d. nánar lýst í Fyrstu Mósebók, 15. kafla,18. versi: „Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi (gr. spermati, (eintala)) gef ég þetta land, frá Egiptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Evfrat.....“, en þetta landsvæði svarar til Edens sem lýst er í upphafi Fyrstu Mósebókar. Það sem átt er við hér, þótt ævafornt sé, er að út frá Abraham kæmi Jesús Kristur/Messías, þ.e. afkomandinn/sæðið, og að tala þeirra sem meðtækju frelsun hans yrði sem sandur á sjávarströnd. Hér er í engu átt við Ísraelsríkið sem sérvalda þjóð Guðs, og er skelfilegt til þess að hugsa að góður hluti kristinnar, vestrænnar menningar telur það sína guðlegu skyldu að samþykkja allar gjörðir Ísraels án nokkurns fyrirvara, svo sem við erum vitni að í dag. Ted Cruz, fyrrv. forsetaframbjóðandi og án efa þungavigtarmaður í amerískum stjórnmálum, situr á Bandaríkjaþingi. Hann sat fyrir svörum í The Tucker Carlson Show fyrir nokkru um það hvort hinir kristnu ættu að styðja Ísrael (Should Christians Support Israel?). Ted vitnar þar í þá heilögu skyldu sína, svo sem honum var kennt í sunnudagaskólanum í sínu kristilega uppeldi, að styðja Ísrael umyrðalaust, sbr. hér að ofan, en hann mundi reyndar ekki hvar þetta er skráð. Þessi hugmyndafræði teygir sig upp alla valdastiga voldugra vestrænna þjóða. Í ljósi þessa er vert að velta því fyrir sér hver kunni að vera hinn trúarlegi bakgrunnur valdhafanna á Alþingi Íslendinga. Er mögulegt að stjórnkerfið líti á Ísrael sem útvalda þjóð Guðs, ekki síst Utanríkisráðuneytið? Er stjónkerfið sammála fyrrv. forseta BNA, George W. Bush yngri, sem lýsti því yfir í viðtali í sinni valdatíð að viðnám gegn Ísrael jafngilti mótstöðu gegn Guði og að slíkt væri glórulaust. Það er ekki sjálfgefið að ævaforn texti sé fyrir þær sakir fráleitur. Það hlýtur hins vegar að vera á valdi hvers og eins að vega og meta hið ritaða orð, ekki síst í málum er varða guðfræðina. Þar í hvílir ábyrgð hvers og eins. Orð hafa sínar afleiðingar. Hugmyndir hafa einnig sínar afleiðingar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun