Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2025 12:03 Allir eru velkomnir að taka þátt í fjölskyldudögunum í Vogum um helgina. Aðsend Það mun allt iða af lífi og fjöri í Vogunum um helgina því þar eru haldnir fjölskyldudagar með fjölbreytti dagskrá. Væb bræður munu meðal annars skemmta, ásamt Páli Óskari svo eitthvað sé nefnt. Kvöldið í kvöld endar svo með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar Skyggnis. Fjölskyldudagar í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum hófust á fimmtudaginn og líkur eftir hádegi á morgun með tónleikum í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir er verkefnisstjóri menningarmála hjá sveitarfélaginu og veit því allt um fjölskyldudagana. „Hér er mikið fjör og gaman. Það var einmitt verið að opna svæðið núna klukkan 12:00 í Aragerði en þar ætla Vélavinir og félagar að vera með bílasýningu og bjóða yngstu kynslóðinni í lestaferðir. Svo verður hér körfubíll og sjúkrabíll frá slökkviliðinu, hoppukastalar og andlitsmálun og sölutjöld, bara allt fyrir alla,“ segir Hanna Lísa. Og svo heldur dagskráin áfram í dag. „Já, strákarnir í Væb koma klukkan 14:30 til að skemmta og svo er skrúðgangan í kvöld og þar eiga allir að mæta í sínum hverfalitum og hvetja áfram sitt hverfi, það er rosa stuð,“ bætir Hanna Lísa við. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir, sem er sérfræðingur á stjórnsýslu Sveitarfélagsins Voga og verkefnisstjóri menningar.Aðsend Er ekki alltaf mikil stemning á þessum fjölskyldudögum eða hvað? „Jú það er það, þetta er rosalega skemmtilegt og þetta er bara alvöru fjölskylduhátíð þar sem ungir, sem aldnir taka þátt.“ Hanna Lísa segist eiga von á mikilli stemningu og gleði á tónleikum í kvöld en þar kemur fram hljómsveitin Nostalgía frá Suðurnesjum, Herra Hnetusmjör, Eyþór Ingi og Páll Óskar. Dagskránni lýkur svo með stórkostlegri flugeldasýningu. Það er alltaf mikil stemning á fjölskyldudögum í Vogum.Aðsend Á morgun, sunnudag verður opið hús á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd klukkan 13:00 með kökuhlaðborði og tónleikar verða í kirkjunni klukkan 14:00. Og þetta að lokum frá Hönnu Lísu varðandi fjölskyldudagana um helgina. „Ég hvet bara flesta til að mæta og skemmta sér og hafa gaman með og taka alla fjölskylduna með“. Hér er dagskrá helgarinnar Bláa drottningin.Aðsend Vogar Menning Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Fjölskyldudagar í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum hófust á fimmtudaginn og líkur eftir hádegi á morgun með tónleikum í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir er verkefnisstjóri menningarmála hjá sveitarfélaginu og veit því allt um fjölskyldudagana. „Hér er mikið fjör og gaman. Það var einmitt verið að opna svæðið núna klukkan 12:00 í Aragerði en þar ætla Vélavinir og félagar að vera með bílasýningu og bjóða yngstu kynslóðinni í lestaferðir. Svo verður hér körfubíll og sjúkrabíll frá slökkviliðinu, hoppukastalar og andlitsmálun og sölutjöld, bara allt fyrir alla,“ segir Hanna Lísa. Og svo heldur dagskráin áfram í dag. „Já, strákarnir í Væb koma klukkan 14:30 til að skemmta og svo er skrúðgangan í kvöld og þar eiga allir að mæta í sínum hverfalitum og hvetja áfram sitt hverfi, það er rosa stuð,“ bætir Hanna Lísa við. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir, sem er sérfræðingur á stjórnsýslu Sveitarfélagsins Voga og verkefnisstjóri menningar.Aðsend Er ekki alltaf mikil stemning á þessum fjölskyldudögum eða hvað? „Jú það er það, þetta er rosalega skemmtilegt og þetta er bara alvöru fjölskylduhátíð þar sem ungir, sem aldnir taka þátt.“ Hanna Lísa segist eiga von á mikilli stemningu og gleði á tónleikum í kvöld en þar kemur fram hljómsveitin Nostalgía frá Suðurnesjum, Herra Hnetusmjör, Eyþór Ingi og Páll Óskar. Dagskránni lýkur svo með stórkostlegri flugeldasýningu. Það er alltaf mikil stemning á fjölskyldudögum í Vogum.Aðsend Á morgun, sunnudag verður opið hús á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd klukkan 13:00 með kökuhlaðborði og tónleikar verða í kirkjunni klukkan 14:00. Og þetta að lokum frá Hönnu Lísu varðandi fjölskyldudagana um helgina. „Ég hvet bara flesta til að mæta og skemmta sér og hafa gaman með og taka alla fjölskylduna með“. Hér er dagskrá helgarinnar Bláa drottningin.Aðsend
Vogar Menning Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira