Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga 16. ágúst 2025 19:02 Orri Steinn í leik kvöldsins. David Ramirez/Soccrates/Getty Images Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad gerðu 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Valencia í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Orri hóf leik á varamannabekk gestanna, en kom inn á þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þá var staðan þegar orðin 1-1, en Diego Lopez hafði komið heimamönnum í Valencia yfir á 57. mínútu, þremur mínútum áður en Takefusa Kubo jafnaði metin fyrir Real Sociedad. Orri náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og liðin skipta því stigunum á milli sín í fyrstu umferð. Spænski boltinn
Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad gerðu 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Valencia í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Orri hóf leik á varamannabekk gestanna, en kom inn á þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þá var staðan þegar orðin 1-1, en Diego Lopez hafði komið heimamönnum í Valencia yfir á 57. mínútu, þremur mínútum áður en Takefusa Kubo jafnaði metin fyrir Real Sociedad. Orri náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli og liðin skipta því stigunum á milli sín í fyrstu umferð.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn