Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2025 11:50 Una Jónsdóttir er forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans sem vinnur hagsjá bankans. Vísir/Vilhelm/Anton Brink Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans geri hlé á vaxtalækkunarferlinu, haldi stýrivöxtum óbreyttum og að þeir muni ekki lækka meira á árinu. Nefndin hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum en í ljósi „þrálátrar verðbólgu og kröftugrar eftirspurnar“ er talið að hún staldri við í bili. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans sem er unnin af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans og birtist fyrr í morgun á vef bankans. „Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar,“ segir í Hagsjánni. Peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 20. ágúst. Nefndin kynnti síðustu ákvörðun sína í maí og hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum. Stýrivextir standa nú í 7,5 prósentum og ef tekið er mið af liðinni verðbólgu standa raunstýrivextir í 3,5 prósentum. Hagstofan birtir verðbólgumælingu ágústmánaðar í þarnæstu viku og spáir greiningardeild Landsbankans því að verðbólga verði óbreytt frá því í júlí, 4,0 prósent. Verðbólgan ekki lengur á undanhaldi Samhliða síðustu vaxtaákvörðun birti peningastefnunefnd yfirlýsingu þar sem kom fram að ekki hefðu skapast aðstæður til að hægt væri að slaka á raunvaxtastiginu. Frekari skref til lækkunar vaxta væru háð því að verðbólga færðist nær 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans. Verðbólga hjaðnaði í maí, í takt við væntingar, en jókst svo umfram væntingar í júní og mældist 4,2 prósent og júlíverðbólgan mældist svo 4,0% prósent. „Við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd túlki þessa þróun sem svo að verðbólga hafi færst nær markmiði. Hún virðist föst í kringum 4 prósent og við teljum ekki horfur á að hún verði á undanhaldi næstu mánuði,“ segir í hagsjánni. Nýjasta spá greiningardeildarinnar gerir ráð fyrir verðbólgu á bilinu fjögur til 4,2 prósent út þetta ár. Þrálátar verðbólguvæntingar Væntingar um verðbólgu gefa fyrirheit um verðbólgu fram í tímann, geta haft veruleg áhrif á verðbólguþróun og hafa bæði áhrif á verðsetningu fyrirtækja og launakröfur launafólks. „Verðbólguvæntingar má líka túlka sem mælikvarða á trúverðugleika Seðlabankans. Þess vegna er peningastefnunefnd mikið í mun að koma væntingum niður í 2,5% verðbólgumarkmið,“ segir í hagsjánni. Væntingar um verðbólgu megi samkvæmt hagsjánni meta út frá ýmsum ólíkum þáttum: verðbólguálagi á skuldabréfamarkaði og niðurstöðum úr könnunum á meðal markaðsaðila, fyrirtækja og heimila. Til að meta verðbólguvæntingar reiknar greiningardeild Landsbankans meðaltal verðbólguálags á skuldabréfamarkaði til tveggja ára og fimm ára og niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila, bæði til eins árs og næstu fimm ára. Samkvæmt hagsjánni er það meðaltal „nokkurn veginn það sama og við síðustu vaxtaákvörðun í maí“. Hins vegar sýni niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila, sem fór fram fyrr í vikunni, að markaðsaðilar geri nú ráð fyrir 0,4 prósentustiga meiri verðbólgu bæði á þriðja og fjórða ársfjórðungi þessa árs en þeir gerðu ráð fyrir í síðustu könnun sem fór fram í maí. „Þá vekur athygli að væntingar um vaxtalækkanir á þessu ári virðast hafa runnið út í sandinn að mestu leyti og út frá miðgildi svara telja markaðsaðil ar að stýrivextir verði ekki lækkaðir meira á árinu,“ segir í hagsjánni. Enn kröftug eftirspurn í hagkerfinu Greiningardeildin segir að ætla megi að meðalheimili landsins standi nokkuð vel þrátt fyrir „þráláta verðbólgu og langt hávaxtatímabil“. Kaupmáttur hafi aukist smám saman síðustu mánuði þó hægt hafi á launahækkunum. „Aukinn kaupmáttur endurspeglast meðal annars í aukinni neyslu. Kortavelta landsmanna hefur aukist að raunvirði nær samfleytt í tvö ár, sérstaklega erlendis, enda hefur utanlandsferðum fjölgað til muna. Þótt kortavelta hafi aukist og utanlandsferðum fjölgað hafa innlán haldið áfram að safnast upp og yfirdráttur ekki færst í aukana,“ segir í hagsjánni. Þannig hafi heimilin að meðaltali áfram útgjaldasvigrúm og eftir því sem raunvextir lækki sé líklegra að sparnaður leiti út í neyslu. „Þá er enn þó nokkur velta á íbúðamarkaði og íbúðaverð hefur haldið áfram að hækka, þótt það hækki hægar en þegar vextir voru í lágmarki. Vaxtastigið virðist heldur ekki hafa lagst verulega þungt á vinnumarkaðinn þótt atvinnuleysi hafi aukist lítillega,“ segir í hagsjánni. Þannig sé fátt sem bendi til þess að hagkerfið sé að bogna undan háu vaxtastigi og ólíklegt að peningastefnunefnd telji sig hafa gengið of langt í að kæla efnahagslífið. Óbreyttir vextir en hvorki útséð um lækkun né hækkun Greiningardeildin telur að peningastefnunefndin muni stöðva vaxtalækkunarferlið í bili en komi tvisvar saman í viðbót á þessu ári eftir ágústfundinn og þá gefist tækifæri til að meta stöðuna á ný. „Áfram byggir óvissa um verðbólgu- og vaxtaþróun ekki síst á efnahagshorfum erlendis og alþjóðaviðskiptum. Óvissa um utanríkisviðskipti og aðgengi að erlendum mörkuðum getur ein og sér haldið aftur af fjárfestingum og milliríkjaviðskiptum og þannig dregið úr umsvifum í hagkerfinu. Við teljum að þótt Seðlabankinn sé vakandi fyrir mögulegum áhrifum ýmiss konar sviptinga í heimshagkerfinu verði þau ekki ráðandi þáttur í næstu vaxtaákvörðun,“ segir í hagsjánni. Landsbankinn Seðlabankinn Verðlag Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans sem er unnin af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans og birtist fyrr í morgun á vef bankans. „Við spáum því að peningastefnunefnd geri hlé á vaxtalækkunarferlinu og haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í apríl og verðbólguvæntingar hafa haldist tiltölulega stöðugar. Þá virðist hagkerfið þola vaxtastigið vel, kortavelta hefur aukist sífellt síðustu mánuði og enn er þó nokkur velta á íbúðamarkaði. Peningalegt taumhald losnaði með aukinni verðbólgu í apríl og við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd þyki tímabært að lækka raunstýrivexti enn frekar,“ segir í Hagsjánni. Peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næstu viku og kynnir vaxtaákvörðun miðvikudaginn 20. ágúst. Nefndin kynnti síðustu ákvörðun sína í maí og hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum. Stýrivextir standa nú í 7,5 prósentum og ef tekið er mið af liðinni verðbólgu standa raunstýrivextir í 3,5 prósentum. Hagstofan birtir verðbólgumælingu ágústmánaðar í þarnæstu viku og spáir greiningardeild Landsbankans því að verðbólga verði óbreytt frá því í júlí, 4,0 prósent. Verðbólgan ekki lengur á undanhaldi Samhliða síðustu vaxtaákvörðun birti peningastefnunefnd yfirlýsingu þar sem kom fram að ekki hefðu skapast aðstæður til að hægt væri að slaka á raunvaxtastiginu. Frekari skref til lækkunar vaxta væru háð því að verðbólga færðist nær 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans. Verðbólga hjaðnaði í maí, í takt við væntingar, en jókst svo umfram væntingar í júní og mældist 4,2 prósent og júlíverðbólgan mældist svo 4,0% prósent. „Við teljum ólíklegt að peningastefnunefnd túlki þessa þróun sem svo að verðbólga hafi færst nær markmiði. Hún virðist föst í kringum 4 prósent og við teljum ekki horfur á að hún verði á undanhaldi næstu mánuði,“ segir í hagsjánni. Nýjasta spá greiningardeildarinnar gerir ráð fyrir verðbólgu á bilinu fjögur til 4,2 prósent út þetta ár. Þrálátar verðbólguvæntingar Væntingar um verðbólgu gefa fyrirheit um verðbólgu fram í tímann, geta haft veruleg áhrif á verðbólguþróun og hafa bæði áhrif á verðsetningu fyrirtækja og launakröfur launafólks. „Verðbólguvæntingar má líka túlka sem mælikvarða á trúverðugleika Seðlabankans. Þess vegna er peningastefnunefnd mikið í mun að koma væntingum niður í 2,5% verðbólgumarkmið,“ segir í hagsjánni. Væntingar um verðbólgu megi samkvæmt hagsjánni meta út frá ýmsum ólíkum þáttum: verðbólguálagi á skuldabréfamarkaði og niðurstöðum úr könnunum á meðal markaðsaðila, fyrirtækja og heimila. Til að meta verðbólguvæntingar reiknar greiningardeild Landsbankans meðaltal verðbólguálags á skuldabréfamarkaði til tveggja ára og fimm ára og niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila, bæði til eins árs og næstu fimm ára. Samkvæmt hagsjánni er það meðaltal „nokkurn veginn það sama og við síðustu vaxtaákvörðun í maí“. Hins vegar sýni niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila, sem fór fram fyrr í vikunni, að markaðsaðilar geri nú ráð fyrir 0,4 prósentustiga meiri verðbólgu bæði á þriðja og fjórða ársfjórðungi þessa árs en þeir gerðu ráð fyrir í síðustu könnun sem fór fram í maí. „Þá vekur athygli að væntingar um vaxtalækkanir á þessu ári virðast hafa runnið út í sandinn að mestu leyti og út frá miðgildi svara telja markaðsaðil ar að stýrivextir verði ekki lækkaðir meira á árinu,“ segir í hagsjánni. Enn kröftug eftirspurn í hagkerfinu Greiningardeildin segir að ætla megi að meðalheimili landsins standi nokkuð vel þrátt fyrir „þráláta verðbólgu og langt hávaxtatímabil“. Kaupmáttur hafi aukist smám saman síðustu mánuði þó hægt hafi á launahækkunum. „Aukinn kaupmáttur endurspeglast meðal annars í aukinni neyslu. Kortavelta landsmanna hefur aukist að raunvirði nær samfleytt í tvö ár, sérstaklega erlendis, enda hefur utanlandsferðum fjölgað til muna. Þótt kortavelta hafi aukist og utanlandsferðum fjölgað hafa innlán haldið áfram að safnast upp og yfirdráttur ekki færst í aukana,“ segir í hagsjánni. Þannig hafi heimilin að meðaltali áfram útgjaldasvigrúm og eftir því sem raunvextir lækki sé líklegra að sparnaður leiti út í neyslu. „Þá er enn þó nokkur velta á íbúðamarkaði og íbúðaverð hefur haldið áfram að hækka, þótt það hækki hægar en þegar vextir voru í lágmarki. Vaxtastigið virðist heldur ekki hafa lagst verulega þungt á vinnumarkaðinn þótt atvinnuleysi hafi aukist lítillega,“ segir í hagsjánni. Þannig sé fátt sem bendi til þess að hagkerfið sé að bogna undan háu vaxtastigi og ólíklegt að peningastefnunefnd telji sig hafa gengið of langt í að kæla efnahagslífið. Óbreyttir vextir en hvorki útséð um lækkun né hækkun Greiningardeildin telur að peningastefnunefndin muni stöðva vaxtalækkunarferlið í bili en komi tvisvar saman í viðbót á þessu ári eftir ágústfundinn og þá gefist tækifæri til að meta stöðuna á ný. „Áfram byggir óvissa um verðbólgu- og vaxtaþróun ekki síst á efnahagshorfum erlendis og alþjóðaviðskiptum. Óvissa um utanríkisviðskipti og aðgengi að erlendum mörkuðum getur ein og sér haldið aftur af fjárfestingum og milliríkjaviðskiptum og þannig dregið úr umsvifum í hagkerfinu. Við teljum að þótt Seðlabankinn sé vakandi fyrir mögulegum áhrifum ýmiss konar sviptinga í heimshagkerfinu verði þau ekki ráðandi þáttur í næstu vaxtaákvörðun,“ segir í hagsjánni.
Landsbankinn Seðlabankinn Verðlag Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira