Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 17:02 Einn eldislaxanna sem veiddist í Haukadalsá í nótt. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. Fiskistofa sendi eftirlitsmann í Haukadalsá í morgun eftir að Jóhannes Sturlaugsson, fyrir tilstilli Íslenska náttúruverndarsjóðsins, fór þangað í nótt og veiddi þrjá eldislaxa. Þeir eru nú komnir í rannsókn þar sem greint verður úr hvaða kví laxinn kemur. „Eftirlitsmaðurinn er enn að störfum við ána en þegar ég heyrði í honum fyrir skömmu síðan þá hafði hann skoðað einn þriðja af ánni. Allra neðst við ósa árinnar taldi hann fimmtíu fiska og þegar hann var búinn að fara upp í einn þriðja árinnar, var hann búinn að telja að það gætu verið um hundrað fiskar sem væru líklegir eldisfiskar,“ segir Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungaveiðisviðs Fiskistofu. Til grundvallar því hafi eftirlitsmaðurinn stuðst við hvíta flekki, sem oft einkenna eldisfiska. „Við höfum ekki haft tækifæri til að skoða myndefnið þannig að þetta er sett fram með nokkrum fyrirvara en þarna virðist vera nokkuð mikið af eldisfiskum.“ Norsku kafararnir komi til landsins Reynist talning rétt er þetta mesta magn eldisfiska sem fundist hefur í veiðivatni á Íslandi á síðustu árum eða áratugum að sögn Guðna. Grípa þurfi til stórtækra aðgerða. „Við erum í sambandi við veiðifélag árinnar um mögulegar aðgerðir. Það er hægt að veiða með stöng og veiðimönnum yrði beint á þessa staði að fjarlægja þessa fiska. Eins er til skoðunar að setja upp einhvers konar gildrur eða búnað. Þetta er í útfærslu. Við erum líka búin að setja okkur í samband við norsku kafarana sem liðsinntu okkur 2023 og þeir gætu komið á mánudagsmorgun,“ segir Guðni. Hann bætir við að samkomulag við kafarana sé ekki frágengið en þetta verði sennilega niðurstaðan. Aðstæður fyrir kafara séu einstaklega góðar í ánni og því ekkert því til fyrirstöðu að þeir gætu unnið hratt og vel. Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Fiskistofa sendi eftirlitsmann í Haukadalsá í morgun eftir að Jóhannes Sturlaugsson, fyrir tilstilli Íslenska náttúruverndarsjóðsins, fór þangað í nótt og veiddi þrjá eldislaxa. Þeir eru nú komnir í rannsókn þar sem greint verður úr hvaða kví laxinn kemur. „Eftirlitsmaðurinn er enn að störfum við ána en þegar ég heyrði í honum fyrir skömmu síðan þá hafði hann skoðað einn þriðja af ánni. Allra neðst við ósa árinnar taldi hann fimmtíu fiska og þegar hann var búinn að fara upp í einn þriðja árinnar, var hann búinn að telja að það gætu verið um hundrað fiskar sem væru líklegir eldisfiskar,“ segir Guðni Magnús Eiríksson sviðsstjóri lax- og silungaveiðisviðs Fiskistofu. Til grundvallar því hafi eftirlitsmaðurinn stuðst við hvíta flekki, sem oft einkenna eldisfiska. „Við höfum ekki haft tækifæri til að skoða myndefnið þannig að þetta er sett fram með nokkrum fyrirvara en þarna virðist vera nokkuð mikið af eldisfiskum.“ Norsku kafararnir komi til landsins Reynist talning rétt er þetta mesta magn eldisfiska sem fundist hefur í veiðivatni á Íslandi á síðustu árum eða áratugum að sögn Guðna. Grípa þurfi til stórtækra aðgerða. „Við erum í sambandi við veiðifélag árinnar um mögulegar aðgerðir. Það er hægt að veiða með stöng og veiðimönnum yrði beint á þessa staði að fjarlægja þessa fiska. Eins er til skoðunar að setja upp einhvers konar gildrur eða búnað. Þetta er í útfærslu. Við erum líka búin að setja okkur í samband við norsku kafarana sem liðsinntu okkur 2023 og þeir gætu komið á mánudagsmorgun,“ segir Guðni. Hann bætir við að samkomulag við kafarana sé ekki frágengið en þetta verði sennilega niðurstaðan. Aðstæður fyrir kafara séu einstaklega góðar í ánni og því ekkert því til fyrirstöðu að þeir gætu unnið hratt og vel.
Lax Sjókvíaeldi Dalabyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11 Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. 14. ágúst 2025 12:11
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07
Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50