Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 12:11 Norskir kafarar með skutulbyssur að störfum í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi árið 2023. Köfun eftir eldislöxum er blómlegur iðnaður í Noregi enda eldislaxar sífellt að sleppa úr sjókvíum. Sigurður Þorvaldsson Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað. Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varaði í gærkvöldi við strokulaxi í Haukadalsá eftir að fjöldi stórra laxa, allt að 90 sentímetrar að stærð, veiddist neðarlega í ánni. Eftir að myndir og myndbönd birtust af löxunum í gær var Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur kallaður út og fór hann vestur í Dali með fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Stangveiðifélags Reykjavíkur. „Ég náði þarna bæði eldislöxum, sem voru sannarlega sjókvíaeldislaxar, og svo einhverjum sem gætu verið það. Ég tók síðan sýni úr öllum og drap alla sem voru sjókvíaelsilaxar og vafalaxar svo náttúran fengi nú að njóta vafans,“ segir Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur. „Þyrmir yfir mann“ Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er eftirlitsmaður á leiðinni vestur sem mun kanna aðstæður og aðstæður verða jafnframt kannaðar í öðrum laxveiðiám á Norðvesturlandi. Fiskistofa er þá í samtali við norska kafara, sem komu til landsins árið 2023, um hvort tilefni sé til að þeir komi hingað aftur. Jóhannes segir ástandið hafi litið illa út og aðkoman hafi verið slæm. „Þá þyrmir nú aðeins yfir mann því að þetta gæti þýtt að það sé svipað ástand víðar í ánni og ef það er jafnt og þétt í henni allri þá litist manni ekki á blikuna.“ Laxeldin sleppi án afleiðinga Hann vonar að þetta sé ekki vísirinn að álíka slysi og árið 2023, þegar eldislaxar veiddust í fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíum í Patreksfirði. „Ef sjókvíaeeldi er leyft hér við land er þetta það sem raungerist því miður,“ segir Jóhannes. „Það er ótrúlegt nokk að þeir sem valda þessu kannast aldrei við að neitt sleppi fyrr en eftirá og þá klóra þeir sér mikið í kollinum um hvað hafi eiginlega gerst.“ Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varaði í gærkvöldi við strokulaxi í Haukadalsá eftir að fjöldi stórra laxa, allt að 90 sentímetrar að stærð, veiddist neðarlega í ánni. Eftir að myndir og myndbönd birtust af löxunum í gær var Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur kallaður út og fór hann vestur í Dali með fulltrúum Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Stangveiðifélags Reykjavíkur. „Ég náði þarna bæði eldislöxum, sem voru sannarlega sjókvíaeldislaxar, og svo einhverjum sem gætu verið það. Ég tók síðan sýni úr öllum og drap alla sem voru sjókvíaelsilaxar og vafalaxar svo náttúran fengi nú að njóta vafans,“ segir Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðingur. „Þyrmir yfir mann“ Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er eftirlitsmaður á leiðinni vestur sem mun kanna aðstæður og aðstæður verða jafnframt kannaðar í öðrum laxveiðiám á Norðvesturlandi. Fiskistofa er þá í samtali við norska kafara, sem komu til landsins árið 2023, um hvort tilefni sé til að þeir komi hingað aftur. Jóhannes segir ástandið hafi litið illa út og aðkoman hafi verið slæm. „Þá þyrmir nú aðeins yfir mann því að þetta gæti þýtt að það sé svipað ástand víðar í ánni og ef það er jafnt og þétt í henni allri þá litist manni ekki á blikuna.“ Laxeldin sleppi án afleiðinga Hann vonar að þetta sé ekki vísirinn að álíka slysi og árið 2023, þegar eldislaxar veiddust í fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíum í Patreksfirði. „Ef sjókvíaeeldi er leyft hér við land er þetta það sem raungerist því miður,“ segir Jóhannes. „Það er ótrúlegt nokk að þeir sem valda þessu kannast aldrei við að neitt sleppi fyrr en eftirá og þá klóra þeir sér mikið í kollinum um hvað hafi eiginlega gerst.“
Lax Dalabyggð Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07 Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir þrjá eldislaxa hafa veiðst í Haukadalsá í Dalabyggð á Vesturlandi í nótt og vitað sé um fleiri. Staðan sé verri en menn þorðu að vona en næstu skref sé að senda lífssýni til rannsóknar, greina hvaðan fiskarnir koma og hreinsa ána. 14. ágúst 2025 10:07
Vara við eldislax í Haukadalsá Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni. 13. ágúst 2025 21:50
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda