Haraldur Briem er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2025 07:33 Haraldur Briem er látinn en hann gegndi stöðu sóttvarnarlæknis í átján ár. Stjórnarráðið Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnarlæknir og aðstoðarlandlæknir, lést 11. ágúst síðastliðinn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 80 ára að aldri. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag. Haraldur fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1945, sonur hjónanna Eiríks Eggertssonar Briem, rafmagnsveitustjóra ríkisins og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar, og Maju-Gretu Briem, sænsks kortateiknara. Haraldur var eldri bróðir Eiríks Briem, rekstrarhagfræðings og framkvæmdastjóra, sem lést árið 2018. Haraldur varð stúdent frá MR árið 1965 og lauk læknaprófi við Háskóla Íslands 1972. Hann fékk sérfræðingsleyfi í Svíþjóð í bráðum smitsjúkdómum árið 1979 og ári síðar hér á landi og lauk síðan doktorsnámi í læknavísindum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1982. Haraldur hafði það forskot að eiga sænska móður og lýsti því að Svíar hefðu aldrei heyrt að hann væri íslenskur. Haraldur starfaði sem læknir, með sérhæfingu í smitsjúkdómum og sýklarannsóknum, hér á landi og í Svíþjóð um árabil. Vann hann meðal annars í Eskilstuna, við Roslagstulls-sjúkrahúsið, Karolinska, St. Görans-sjúkrahúsið og Visby-spítala sem yfirlæknir. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, settur landlæknir og sóttvarnarlæknir Haraldur kom heim frá Svíþjóð eftir doktorsnámið og fékk fljótlega stöðu sérfræðings í smitsjúkdómum við Borgarspítalann og varð síðar yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Hann hóf störf árið 1995 við landlæknisembættið, með áherslu á sóttvarnir, og gegndi um tíma stöðu aðstoðarlandlæknis og sem settur landlæknir. Frá ársbyrjun 1998 til 2015 var Haraldur sóttvarnalæknir við embætti landlæknis. Haraldur stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og í háskólum í Svíþjóð. Hann var ásamt fleiri læknum í fararbroddi hérlendis í baráttu gegn alnæmi, við erfiðar aðstæður. Þá gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna, var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, var lengi formaður Félags íslenskra smitsjúkdómalækna og átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum. Eftir Harald liggur fjöldi greina í hérlendum og erlendum fagtímaritum, þ.á m. ritaði hann leiðara í tímaritinu Lancet. Haraldi hlotnuðust ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, hann fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 og íslensku fálkaorðuna árið 2019 fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu. Einnig vann hann í alþjóðlegu samstarfi við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að gerð alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar sem var honum mikill heiður. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Snjólaug G. Ólafsdóttir, f. 1945, fyrrverandi skrifstofustjóri. Sonur þeirra er Ólafur Andri Briem, f. 1974. Uppfært: Í upphaflegri frétt var nafn Snjólaugar G. Ólafsdóttur ritað Sólveig. Beðist er velvirðingar á því. Andlát Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag. Haraldur fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1945, sonur hjónanna Eiríks Eggertssonar Briem, rafmagnsveitustjóra ríkisins og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar, og Maju-Gretu Briem, sænsks kortateiknara. Haraldur var eldri bróðir Eiríks Briem, rekstrarhagfræðings og framkvæmdastjóra, sem lést árið 2018. Haraldur varð stúdent frá MR árið 1965 og lauk læknaprófi við Háskóla Íslands 1972. Hann fékk sérfræðingsleyfi í Svíþjóð í bráðum smitsjúkdómum árið 1979 og ári síðar hér á landi og lauk síðan doktorsnámi í læknavísindum við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1982. Haraldur hafði það forskot að eiga sænska móður og lýsti því að Svíar hefðu aldrei heyrt að hann væri íslenskur. Haraldur starfaði sem læknir, með sérhæfingu í smitsjúkdómum og sýklarannsóknum, hér á landi og í Svíþjóð um árabil. Vann hann meðal annars í Eskilstuna, við Roslagstulls-sjúkrahúsið, Karolinska, St. Görans-sjúkrahúsið og Visby-spítala sem yfirlæknir. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, settur landlæknir og sóttvarnarlæknir Haraldur kom heim frá Svíþjóð eftir doktorsnámið og fékk fljótlega stöðu sérfræðings í smitsjúkdómum við Borgarspítalann og varð síðar yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Hann hóf störf árið 1995 við landlæknisembættið, með áherslu á sóttvarnir, og gegndi um tíma stöðu aðstoðarlandlæknis og sem settur landlæknir. Frá ársbyrjun 1998 til 2015 var Haraldur sóttvarnalæknir við embætti landlæknis. Haraldur stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands og í háskólum í Svíþjóð. Hann var ásamt fleiri læknum í fararbroddi hérlendis í baráttu gegn alnæmi, við erfiðar aðstæður. Þá gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum fyrir lækna, var í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, var lengi formaður Félags íslenskra smitsjúkdómalækna og átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum. Eftir Harald liggur fjöldi greina í hérlendum og erlendum fagtímaritum, þ.á m. ritaði hann leiðara í tímaritinu Lancet. Haraldi hlotnuðust ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, hann fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 og íslensku fálkaorðuna árið 2019 fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu. Einnig vann hann í alþjóðlegu samstarfi við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að gerð alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar sem var honum mikill heiður. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Snjólaug G. Ólafsdóttir, f. 1945, fyrrverandi skrifstofustjóri. Sonur þeirra er Ólafur Andri Briem, f. 1974. Uppfært: Í upphaflegri frétt var nafn Snjólaugar G. Ólafsdóttur ritað Sólveig. Beðist er velvirðingar á því.
Andlát Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Haraldur Briem fær Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012 hlotnast að þessu sinni dr. Haraldi Briem, sóttvarnalækni og sérfræðingi í smitsjúkdómum hjá Embætti landlæknis, fyrir mikilvægar rannsóknir á útbreiðslu smitsjúkdóma og fyrir baráttu gegn ónæmi fyrir sýklalyfjum. Haraldi voru veitt verðlaunin á árlegum fundi norrænna heilbrigðisráðherra sem nú stendur yfir í Bergen í Noregi. 11. júní 2012 18:22