Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2025 11:21 Katrín Íris Sigurðardóttir er formaður BDSM á Íslandi. Vísir/Einar Formaður BDSM samtakanna á Íslandi segir dæmi um að fólki sé útskúfað af fjölskyldu og vinum þegar það opni sig um hneigðina. Árlega spinnist umræður um hvort BDSM fólk eigi heima í Gleðigöngunni. Í gærmorgun birtist grein á Vísi, þar sem formaður BDSM á Íslandi sagði að ár hvert kæmi upp spurning um hvort BDSM-fólk ætti heima í Gleðigöngunni, en hún var gengin um liðna helgi. BDSM fólk gekk í göngunni, og hafa aldrei fleiri verið hluti af gönguhóp félagsins en í ár. Formaðurinn segir viðbrögðin árlega vera á sömu leið, uppfull af vanþekkingu og fordómum. „Þannig í raun og veru voru skilaboðin mín bara einfaldlega það að þetta er miklu margslungnara fyrirbæri, BDSM-iðkun, en við fyrstu sýn virðist vera,“ segir Katrín Íris Sigurðardóttir, formaður BDSM á Íslandi. Margt fólk stofni ekki til náinna sambanda án þess að einhvers konar BDSM-dýnamík komi við sögu. „BDSM brýtur upp normið á alla þá vegu sem þarf til að geta flokkast sem hinsegin. Það hefur bara tekið svolítið lengri tíma fyrir okkur sem samfélag að sjá það. BDSM á Íslandi fékk hagsmunaaðild að samtökunum '78 árið 2016, en sú ákvörðun reyndist afar umdeild. „Þá er vandamálið svolítið það að við flokkumst ekki sem nógu hinsegin.“ Fordómar hafi fram að þessu aukist, samhliða auknum sýnileika. „Hluti af því að normalísera eitthvað er svolítið að ögra fólkinu sem mislíkar það. Þannig að við erum svolítið að finna fyrir auknum fordómum og erum að vinda ofan af því. Ég held að lykillinn að því sé í raun og veru bara fræðsla og meiri sýnileiki.“ Fólk fái oft að heyra að BDSM sé ofbeldi, og geti ekki haldist í hendur við heilbrigð sambönd. Það sé þrálátur misskilningur, en margt fólk veigri sér við að opna sig um BDSM-iðkun sína. „Ég held það sé bara að það fylgir því gríðarlega mikil skömm, og fólk hefur verið útilokað frá vinum og fjölskyldu því fólki er bara svolítið misboðið,“ segir Katrín Íris. „Við göngum út á það að við stundum BDSM sem er öruggt, samþykkt, meðvitað. Það er ekki BDSM ef það er ekki öruggt, samþykkt, meðvitað.“ Hinsegin Kynlíf Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Í gærmorgun birtist grein á Vísi, þar sem formaður BDSM á Íslandi sagði að ár hvert kæmi upp spurning um hvort BDSM-fólk ætti heima í Gleðigöngunni, en hún var gengin um liðna helgi. BDSM fólk gekk í göngunni, og hafa aldrei fleiri verið hluti af gönguhóp félagsins en í ár. Formaðurinn segir viðbrögðin árlega vera á sömu leið, uppfull af vanþekkingu og fordómum. „Þannig í raun og veru voru skilaboðin mín bara einfaldlega það að þetta er miklu margslungnara fyrirbæri, BDSM-iðkun, en við fyrstu sýn virðist vera,“ segir Katrín Íris Sigurðardóttir, formaður BDSM á Íslandi. Margt fólk stofni ekki til náinna sambanda án þess að einhvers konar BDSM-dýnamík komi við sögu. „BDSM brýtur upp normið á alla þá vegu sem þarf til að geta flokkast sem hinsegin. Það hefur bara tekið svolítið lengri tíma fyrir okkur sem samfélag að sjá það. BDSM á Íslandi fékk hagsmunaaðild að samtökunum '78 árið 2016, en sú ákvörðun reyndist afar umdeild. „Þá er vandamálið svolítið það að við flokkumst ekki sem nógu hinsegin.“ Fordómar hafi fram að þessu aukist, samhliða auknum sýnileika. „Hluti af því að normalísera eitthvað er svolítið að ögra fólkinu sem mislíkar það. Þannig að við erum svolítið að finna fyrir auknum fordómum og erum að vinda ofan af því. Ég held að lykillinn að því sé í raun og veru bara fræðsla og meiri sýnileiki.“ Fólk fái oft að heyra að BDSM sé ofbeldi, og geti ekki haldist í hendur við heilbrigð sambönd. Það sé þrálátur misskilningur, en margt fólk veigri sér við að opna sig um BDSM-iðkun sína. „Ég held það sé bara að það fylgir því gríðarlega mikil skömm, og fólk hefur verið útilokað frá vinum og fjölskyldu því fólki er bara svolítið misboðið,“ segir Katrín Íris. „Við göngum út á það að við stundum BDSM sem er öruggt, samþykkt, meðvitað. Það er ekki BDSM ef það er ekki öruggt, samþykkt, meðvitað.“
Hinsegin Kynlíf Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira