Körfubolti

Jaka skilinn eftir og þrettán leik­menn berjast um hin tólf sætin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jaka Brodnik fer ekki á EuroBasket.
Jaka Brodnik fer ekki á EuroBasket. VÍSIR

Craig Pedersen hefur skorið íslenska landsliðshópinn fyrir EuroBasket niður um einn leikmann. Jaka Brodnik fer ekki með í æfingaferðina til Portúgal. Þrettán leikmenn eru nú eftir en aðeins tólf þeirra munu fara á EuroBasket.

Jaka fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrr í sumar og var valinn í æfingahópinn, sem hefur verið skorinn niður úr sautján leikmönnum í fjórtán og núna úr fjórtán í þrettán leikmann.

Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, staðfesti fregnirnar í samtali við Vísi. 

Þeir þrettán sem fara til Portúgal eru eftirtaldir:

  • Almar Atlason – USA – 0 landsleikir
  • Elvar Már Friðriksson – Anwil Wloclawek, Pólland – 74
  • Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75
  • Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20
  • Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35
  • Kári Jónsson – Valur – 35
  • Kristinn Pálsson – Valur – 37
  • Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 77
  • Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11
  • Styrmir Snær Þrastarson – Zamora, Spánn – 20
  • Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37
  • Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 69
  • Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 91

Hópurinn er á leiðinni í flugið út og mætir heimamönnum Portúgals og svo Svíþjóð í æfingaleikjum á fimmtudag og föstudag. Flogið verður aftur hingað heim á laugardaginn.

Þann 21. ágúst fara tólf af þessum þrettán leikmönnum svo til Litáen og spila síðasta æfingaleikinn fyrir EuroBasket. Þaðan verður farið beint til Katowice í Póllandi á EuroBasket en þangað verður liðið að vera mætt 25. ágúst.

Fyrsti leikur á EM er við Ísrael þann 28. ágúst.


Tengdar fréttir

Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu

14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×