Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 12:32 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Einar Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Ríkisstjórnin hefur efnt til samráðs um stefnuna og kalla eftir hugmyndum um útflutningsgreinar sem geta vaxið hvað mest á næstu tíu árum og náð árlegum útflutningi sem nemur tugum milljarða króna. Áform um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 var birt í samráðsgátt í gær. Markmiðið er að móta stefnu, ásamt markmiðum og mælikvörðum, sem lýsi því hvernig stjórnvöld vilji vinna með atvinnulífinu og er ætlað að svara því hvaðan hagvöxtur næstu ára skuli koma. Skilgreindar verði aðgerðir sem ríkistjórnin telur að ráðast þurfi í til að vinna að markmiðum stefnunnar. Ákall um fyrirsjáanleika og langtímastefnu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar áformunum. „Samtök atvinnulífsins munu að sjálfsögðu taka þátt í því verkefni með stjórnvöldum. Við vorum í hringferð um allt landið í júnímánuði og eitt af því sem við spurðum fyrirtæki í hringborðsumræðum sem átti sér stað í hringferðinni okkar var einmitt hvað stjórnvöld geta gert til að fjölga tækifærum. Og þá sérstaklega vorum við að hugsa um öflugan útflutning sem er jú undirstaða lífskjara á Íslandi, og þar var sá þáttur sem langflestir settu sitt atkvæði á það að móta framtíðarsýn um hvernig á að skapa verðmæti á Íslandi,“ segir Sigríður Margrét. Hún skynji ákall um það hjá fyrirtækjum um landið að það sé fyrirsjáanleiki og langtímastefna til staðar fyrir atvinnulífið. Vinnan sé núna að fara af stað og samtökin fagna því að fá að taka þátt. Sigríður bendir á að þegar liggi fyrir öflug útflutningsstefna fyrir Ísland sem Íslandsstofa í samvinnu við meðal annars utanríkisráðuneytið hefur unnið. Því sé heilmikið þegar til af gögnum sem hægt sé að byggja á í þessari vinnu sem framundan er nú. Auðlindir, hugverk og loftslagsmál í öndvegi Áform stjórnvalda voru boðuð í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í desember en í tilkynningu forsætisráðuneytisins og gögnum um atvinnustefnuna sem nú er til samráðs er meðal annars lögð áhersla á vaxtarplan til næstu tíu ára. „Markmið stefnunnar er að fj0lga vel launuðum störfum um land allt og styðja við hagvöxt í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði,“ segir meðal annars í drögunum. Vöxtur og verðmætasköpun verði drifin áfram af auknum útflutningi og stefnan byggi á styrkleikum Íslands þar sem auðlindagreinar og hugverkaiðnaður verði áfram í lykilhlutverki. Einnig verði lögð áhersla á árangur í loftslagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. „Framtíðarsýn SA er samfélag hagsældar og tækifæra. Og við skulum muna það að við búum við einhver bestu lífskjör í heiminum mælt á fjölmarga mælikvarða. En undirstaða þessarar velferðar er auðvitað verðmætasköpun og okkar hlutverk er fyrst og fremst að styðja íslenskt atvinnulíf til aukinnar verðmætasköpunar og jákvæðra áhrifa á samfélagið allt og við gerum það með fjölbreyttum hætti,“ segir Sigríður. „Þannig að við munum náttúrlega taka þátt í þessari vinnu núna í samvinnu við auðvitað önnur hagsmunasamtök og okkar félagsmenn af því að það er ákall eftir því að það sé fyrirsjáanleiki og það sé langtímastefna sem hægt sé að horfa til.“ Atvinnurekendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Áform um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035 var birt í samráðsgátt í gær. Markmiðið er að móta stefnu, ásamt markmiðum og mælikvörðum, sem lýsi því hvernig stjórnvöld vilji vinna með atvinnulífinu og er ætlað að svara því hvaðan hagvöxtur næstu ára skuli koma. Skilgreindar verði aðgerðir sem ríkistjórnin telur að ráðast þurfi í til að vinna að markmiðum stefnunnar. Ákall um fyrirsjáanleika og langtímastefnu Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar áformunum. „Samtök atvinnulífsins munu að sjálfsögðu taka þátt í því verkefni með stjórnvöldum. Við vorum í hringferð um allt landið í júnímánuði og eitt af því sem við spurðum fyrirtæki í hringborðsumræðum sem átti sér stað í hringferðinni okkar var einmitt hvað stjórnvöld geta gert til að fjölga tækifærum. Og þá sérstaklega vorum við að hugsa um öflugan útflutning sem er jú undirstaða lífskjara á Íslandi, og þar var sá þáttur sem langflestir settu sitt atkvæði á það að móta framtíðarsýn um hvernig á að skapa verðmæti á Íslandi,“ segir Sigríður Margrét. Hún skynji ákall um það hjá fyrirtækjum um landið að það sé fyrirsjáanleiki og langtímastefna til staðar fyrir atvinnulífið. Vinnan sé núna að fara af stað og samtökin fagna því að fá að taka þátt. Sigríður bendir á að þegar liggi fyrir öflug útflutningsstefna fyrir Ísland sem Íslandsstofa í samvinnu við meðal annars utanríkisráðuneytið hefur unnið. Því sé heilmikið þegar til af gögnum sem hægt sé að byggja á í þessari vinnu sem framundan er nú. Auðlindir, hugverk og loftslagsmál í öndvegi Áform stjórnvalda voru boðuð í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna í desember en í tilkynningu forsætisráðuneytisins og gögnum um atvinnustefnuna sem nú er til samráðs er meðal annars lögð áhersla á vaxtarplan til næstu tíu ára. „Markmið stefnunnar er að fj0lga vel launuðum störfum um land allt og styðja við hagvöxt í jafnvægi við samfélag, umhverfi og innviði,“ segir meðal annars í drögunum. Vöxtur og verðmætasköpun verði drifin áfram af auknum útflutningi og stefnan byggi á styrkleikum Íslands þar sem auðlindagreinar og hugverkaiðnaður verði áfram í lykilhlutverki. Einnig verði lögð áhersla á árangur í loftslagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. „Framtíðarsýn SA er samfélag hagsældar og tækifæra. Og við skulum muna það að við búum við einhver bestu lífskjör í heiminum mælt á fjölmarga mælikvarða. En undirstaða þessarar velferðar er auðvitað verðmætasköpun og okkar hlutverk er fyrst og fremst að styðja íslenskt atvinnulíf til aukinnar verðmætasköpunar og jákvæðra áhrifa á samfélagið allt og við gerum það með fjölbreyttum hætti,“ segir Sigríður. „Þannig að við munum náttúrlega taka þátt í þessari vinnu núna í samvinnu við auðvitað önnur hagsmunasamtök og okkar félagsmenn af því að það er ákall eftir því að það sé fyrirsjáanleiki og það sé langtímastefna sem hægt sé að horfa til.“
Atvinnurekendur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira