Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 11. ágúst 2025 09:31 Það eru engar nýjar fréttir að Ísland sé vinsælt land fyrir fólk sem leitar nýrra tækifæra. Okkar öfluga atvinnulíf, náttúruauðlindir, friðsælt samfélag og góða velferðarkerfi hafa laðað að fólk víða að úr heiminum. Það er í sjálfu sér ekki vandamál. En það sem er vandamál – og hefur verið það um nokkurt skeið – er að við höfum ekki haft stefnu. Við höfum verið með opið hús, en gleymt að leggja reglur fyrir gestina. Við höfum boðið fólk velkomið, en ekki undirbúið okkur sem samfélag. Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi. Frá árinu 2017 hefur íbúum landsins fjölgað um rúmlega 50.000, og um 68% af þeirri fjölgun hefur verið vegna erlendra ríkisborgara. Þetta er fimmtánfalt hraðari vöxtur en meðaltalið í Evrópu og næstum fjórfalt miðað við önnur Norðurlönd. Þetta væri sjálfsagt tilefni til fagnaðar ef kerfin okkar hefðu fylgt með. En þau hafa ekki gert það. Við sjáum nú þegar birtingarmynd þessa í húsnæðisvanda, álagi á heilbrigðis- og velferðarþjónustu og í skorti á móttöku- og aðlögunarkerfi fyrir fólk sem kemur hingað til langdvalar. Dvalarleyfiskerfið hefur verið veikt, ómarkvisst og ólíkt því sem tíðkast hjá norrænum nágrönnum okkar. Hér hefur m.a. verið í gildi regla um að umsækjendur fái sjálfkrafa dvalarleyfi ef málsmeðferð tekur lengri tíma en 18 mánuði. Því verður að breyta með því að auka skilvirkni í afgreiðslu dvalarleyfa. Það er þess vegna jákvætt og tímabært að dómsmálaráðherra hafi lagt fram tillögur til breytinga á útlendingamálum. Tillögurnar fela m.a. í sér afnám íslenskra sérreglna, hækkun dvalarleyfisgjalda í takt við Norðurlöndin og stofnun greiningar- og brottfararstöðva. Jafnframt eru kynntar aðgerðir sem miða að því að tryggja að þeir sem hingað koma, geri það með raunverulegum vilja til þátttöku í samfélaginu – og að íslenskt samfélag geti brugðist við með ábyrgum hætti. Það er mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða. Norðmenn hafa tekist á við svipaða stöðu og við, þegar efnahagslegur vöxtur þar í landi laðaði að mikinn fjölda fólks. Þeir völdu að snúa af braut sem leiddi til spennu og óvissu – og fóru þess í stað leið sem miðar að því að laða að fólk með menntun, færni og vilja til þátttöku. Niðurstaðan? Minni spenna. Meiri samheldni. Við getum lært af þessari reynslu. Það er ekki mannúð að bjóða fólki hingað án þess að við séum reiðubúin að styðja það. Það er ekki virðing að setja fólk í viðkvæma stöðu án kerfis sem aðstoðar við aðlögun. Það er ekki ábyrg stjórnsýsla að gefa út fleiri dvalarleyfi en við ráðum við og láta svo þjónustukerfi landsins sjá um afleiðingarnar. Við getum öll verið sammála um eitt: Við viljum sjá fjölbreytt, sanngjarnt og öflugt samfélag. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst stefnu. Það krefst forgangsröðunar. Og það krefst þess að við horfum af ábyrgð á fyrirliggjandi gögn og bregðumst við á grunni þeirra, en látum ekki tilfinningar og óraunhæf markmið ráða för. Ábyrg stjórnsýsla er forsenda þess að við getum bæði sýnt mannúð og tryggt velferð fyrir alla til lengri tíma. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það eru engar nýjar fréttir að Ísland sé vinsælt land fyrir fólk sem leitar nýrra tækifæra. Okkar öfluga atvinnulíf, náttúruauðlindir, friðsælt samfélag og góða velferðarkerfi hafa laðað að fólk víða að úr heiminum. Það er í sjálfu sér ekki vandamál. En það sem er vandamál – og hefur verið það um nokkurt skeið – er að við höfum ekki haft stefnu. Við höfum verið með opið hús, en gleymt að leggja reglur fyrir gestina. Við höfum boðið fólk velkomið, en ekki undirbúið okkur sem samfélag. Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi. Frá árinu 2017 hefur íbúum landsins fjölgað um rúmlega 50.000, og um 68% af þeirri fjölgun hefur verið vegna erlendra ríkisborgara. Þetta er fimmtánfalt hraðari vöxtur en meðaltalið í Evrópu og næstum fjórfalt miðað við önnur Norðurlönd. Þetta væri sjálfsagt tilefni til fagnaðar ef kerfin okkar hefðu fylgt með. En þau hafa ekki gert það. Við sjáum nú þegar birtingarmynd þessa í húsnæðisvanda, álagi á heilbrigðis- og velferðarþjónustu og í skorti á móttöku- og aðlögunarkerfi fyrir fólk sem kemur hingað til langdvalar. Dvalarleyfiskerfið hefur verið veikt, ómarkvisst og ólíkt því sem tíðkast hjá norrænum nágrönnum okkar. Hér hefur m.a. verið í gildi regla um að umsækjendur fái sjálfkrafa dvalarleyfi ef málsmeðferð tekur lengri tíma en 18 mánuði. Því verður að breyta með því að auka skilvirkni í afgreiðslu dvalarleyfa. Það er þess vegna jákvætt og tímabært að dómsmálaráðherra hafi lagt fram tillögur til breytinga á útlendingamálum. Tillögurnar fela m.a. í sér afnám íslenskra sérreglna, hækkun dvalarleyfisgjalda í takt við Norðurlöndin og stofnun greiningar- og brottfararstöðva. Jafnframt eru kynntar aðgerðir sem miða að því að tryggja að þeir sem hingað koma, geri það með raunverulegum vilja til þátttöku í samfélaginu – og að íslenskt samfélag geti brugðist við með ábyrgum hætti. Það er mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða. Norðmenn hafa tekist á við svipaða stöðu og við, þegar efnahagslegur vöxtur þar í landi laðaði að mikinn fjölda fólks. Þeir völdu að snúa af braut sem leiddi til spennu og óvissu – og fóru þess í stað leið sem miðar að því að laða að fólk með menntun, færni og vilja til þátttöku. Niðurstaðan? Minni spenna. Meiri samheldni. Við getum lært af þessari reynslu. Það er ekki mannúð að bjóða fólki hingað án þess að við séum reiðubúin að styðja það. Það er ekki virðing að setja fólk í viðkvæma stöðu án kerfis sem aðstoðar við aðlögun. Það er ekki ábyrg stjórnsýsla að gefa út fleiri dvalarleyfi en við ráðum við og láta svo þjónustukerfi landsins sjá um afleiðingarnar. Við getum öll verið sammála um eitt: Við viljum sjá fjölbreytt, sanngjarnt og öflugt samfélag. En það gerist ekki af sjálfu sér. Það krefst stefnu. Það krefst forgangsröðunar. Og það krefst þess að við horfum af ábyrgð á fyrirliggjandi gögn og bregðumst við á grunni þeirra, en látum ekki tilfinningar og óraunhæf markmið ráða för. Ábyrg stjórnsýsla er forsenda þess að við getum bæði sýnt mannúð og tryggt velferð fyrir alla til lengri tíma. Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun