Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2025 15:01 Kjartan Atli var mikill Andy Cole maður en sá tryggði sigurinn gegn Tottenham árið 1999 og enska meistaratitilinn í leiðinni. Samsett/Vísir Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Enski boltinn hefur haft mikil áhrif á sálartetur Kjartans í gegnum tíðina og leikur Manchester United og Tottenham vorið 1999 gleymist seint. „Enska úrvalsdeildin hefur breytt líðan minni síðan ég man eftir mér; fært gleðistundir nær einhverskonar alsælu og stundum þyngt stemninguna ef hlutirnir fóru á annan veg en þeim var ætlað,“ segir Kjartan Atli. Aðeins einu stigi munaði á Manchester United og Arsenal fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar vorið 1999. United átti heimaleik við Tottenham og var stigi ofar en Skytturnar og því ljóst að sigur myndi duga United fyrir titlinum. Klippa: Enska augnablikið: Titillinn sem lagði grunninn að þrennunni Kjartan Atli, þá 15 ára gamall United stuðningsmaður, sat límdur við skjáinn. Hann segir frá: „Ein af mínum sterkari minningum er frá lokaleik deildarinnar 1999 á milli Manchester United og Tottenham. Leikurinn varð einhvern veginn smækkuð útgáfa af tímabilinu í heild sinni hjá United. Pressan var mikil og auðvitað þurfti United að fara Krýsuvíkurleiðina að þessu öllu saman,“ „Maginn sökk þegar Les Ferdinand kom Spurs yfir. Á þessum tímapunkti gat tímabilið orðið fullkomið en það var stutt á milli og hræðslan við vonbrigðin var þarna undirliggjandi,“ segir Kjartan en Arsenal mætti Aston Villa á sama tíma og vann 1-0 sigur þökk sé marki Nwankwo Kanu. „United-liðið kveikti á öllum hreyflunum eftir að hafa lent undir. Nokkur úrvalsfæri fóru í súginn áður en Beckham skoraði afar smekklegt mark,“ segir Kjartan. Á hans heimili þurfti þá að fara eftir hinum ýmsu kúnstarinnar reglum við áhorfið. „Leikir United voru helsta áhugamál fjölskyldunnar og mikið var um hjátrú þarna, hver og einn þurfti að sitja í réttu sæti og ýmislegt þannig.“ Cole lagði grunninn að þrennunni Svo kom að sigurmarkinu. „Minn maður Andy Cole kom inn á í hálfleik. Ég man enn eftir að hafa lesið það í Mogganum þegar United keypti hann frá Newcastle og þegar hann valdi að spila númer 17 (sem varð strax mjög svalt númer). Hann varð fljótt í miklu uppáhaldi,“ „Það var því jafnvel extra ánægjulegt þegar Cole skoraði sigurmarkið, frábær móttaka og afgreiðsla. Þetta var góð stund og þarna var fyrsta skrefið í átt að þrennunni frægu stigið,“ segir Kjartan Atli. Líkt og hann nefnir var þar grunnurinn lagður að sögulegum árangri Manchester United sem vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina þökk sé 2-0 sigri á Newcastle United á Wembley og fjórum dögum síðar vannst frægur úrslitaleikur Meistaradeildarinnar við Bayern Munchen á Camp Nou í Barcelona þökk sé mörkum Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær, sem bæði komu í uppbótartíma. Allt það helsta úr leik United og Tottenham má sjá í spilaranum. Kjartan Atli mun stýra Sunnudagsmessunni á Sýn Sport í vetur þar sem hver umferð í enska boltanum verður gerð upp. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
„Enska úrvalsdeildin hefur breytt líðan minni síðan ég man eftir mér; fært gleðistundir nær einhverskonar alsælu og stundum þyngt stemninguna ef hlutirnir fóru á annan veg en þeim var ætlað,“ segir Kjartan Atli. Aðeins einu stigi munaði á Manchester United og Arsenal fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar vorið 1999. United átti heimaleik við Tottenham og var stigi ofar en Skytturnar og því ljóst að sigur myndi duga United fyrir titlinum. Klippa: Enska augnablikið: Titillinn sem lagði grunninn að þrennunni Kjartan Atli, þá 15 ára gamall United stuðningsmaður, sat límdur við skjáinn. Hann segir frá: „Ein af mínum sterkari minningum er frá lokaleik deildarinnar 1999 á milli Manchester United og Tottenham. Leikurinn varð einhvern veginn smækkuð útgáfa af tímabilinu í heild sinni hjá United. Pressan var mikil og auðvitað þurfti United að fara Krýsuvíkurleiðina að þessu öllu saman,“ „Maginn sökk þegar Les Ferdinand kom Spurs yfir. Á þessum tímapunkti gat tímabilið orðið fullkomið en það var stutt á milli og hræðslan við vonbrigðin var þarna undirliggjandi,“ segir Kjartan en Arsenal mætti Aston Villa á sama tíma og vann 1-0 sigur þökk sé marki Nwankwo Kanu. „United-liðið kveikti á öllum hreyflunum eftir að hafa lent undir. Nokkur úrvalsfæri fóru í súginn áður en Beckham skoraði afar smekklegt mark,“ segir Kjartan. Á hans heimili þurfti þá að fara eftir hinum ýmsu kúnstarinnar reglum við áhorfið. „Leikir United voru helsta áhugamál fjölskyldunnar og mikið var um hjátrú þarna, hver og einn þurfti að sitja í réttu sæti og ýmislegt þannig.“ Cole lagði grunninn að þrennunni Svo kom að sigurmarkinu. „Minn maður Andy Cole kom inn á í hálfleik. Ég man enn eftir að hafa lesið það í Mogganum þegar United keypti hann frá Newcastle og þegar hann valdi að spila númer 17 (sem varð strax mjög svalt númer). Hann varð fljótt í miklu uppáhaldi,“ „Það var því jafnvel extra ánægjulegt þegar Cole skoraði sigurmarkið, frábær móttaka og afgreiðsla. Þetta var góð stund og þarna var fyrsta skrefið í átt að þrennunni frægu stigið,“ segir Kjartan Atli. Líkt og hann nefnir var þar grunnurinn lagður að sögulegum árangri Manchester United sem vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina þökk sé 2-0 sigri á Newcastle United á Wembley og fjórum dögum síðar vannst frægur úrslitaleikur Meistaradeildarinnar við Bayern Munchen á Camp Nou í Barcelona þökk sé mörkum Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær, sem bæði komu í uppbótartíma. Allt það helsta úr leik United og Tottenham má sjá í spilaranum. Kjartan Atli mun stýra Sunnudagsmessunni á Sýn Sport í vetur þar sem hver umferð í enska boltanum verður gerð upp. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira