Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar 8. ágúst 2025 07:32 Kallaðu mig risaeðlu, mér hugnast sjálfstæðisstefnan af gamla skólanum. Hvers vegna? Aðallega vegna þess að einn angi stefnunnar er trú á manninn og að farsælast sé fyrir samfélagið að skapa jarðveg fyrir frelsi einstaklingsins. Þannig geti hver og einn geti leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Frá sjónarhóli sjálfstæðisstefnunnar er frelsið ekki eingöngu efnahagslegt heldur einnig andlegt, eða eins og Birgir Kjaran, þáverandi alþingismaður, orðaði það í grein frá árinu 1959: „Í krafti trúarinnar á manninn telja Sjálfstæðismenn, að einstaklingurinn skuli njóta mannhelgi, og frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi.“ Samkvæmt sömu grein Birgis sprettur sjálfstæðisstefnan upp úr íslenskum veruleika og einn af kostum sjálfstæðisstefnunnar sé „að mæta viðfangsefnum nýrra tíma með fordómalausu raunsæi“ - blind trú geri engum gagn. Nálgunin á pólitísk úrlausnarefni á því að miðast við að leita lausna, án fordóma, á grundvelli raka og gagna – vera málefnalegur. Takmarkanir á frelsinu Frelsi án ábyrgðar leiðir jafnan af sér helsi. Hamingjuleit einstaklings á grundvelli frelsis er því ekki án skilyrða, sem dæmi verður að taka verður tillit til hagsmuna annarra, þar með talið til hagsmuna barna. Samfélag hvers tíma setur hamingjuleit einstaklingsins því ávallt skorður. Frelsið er ekki sjálfsagt. Víða er það fótum troðið. Sem dæmi er tjáningarfrelsi nauðsynlegur hornsteinn í lýðræðisríki. Í lýðræðisríkjum nútímans mega hugsanarlöggur í formi ríkisvalds, fjölmiðla og hagsmunasamtaka ekki takmarka tjáningarfrelsið um of. Sjálfritskoðun er án efa algeng hér á landi. Það skýrist að hluta til af því að í vandmeðförnum og viðkvæmum málum er algengt á samfélagsmiðlum að etja fólki saman saman með stimplunartaktík, upphrópunum og sleggjudómum. Slík tilhneiging fælir hæft fólk frá því að taka þátt í þjóðfélagsumræðu. Teflum fram hugmyndum og lausnum Þessa dagana er margt skrítið í heiminum en sjálfstæðisstefnan sem slík stendur hins vegar vel fyrir sínu. Hófsöm mannúðarstefna í anda þess sem best hefur tekist til í sögu Sjálfstæðisflokksins hefur ennþá burði til að veita íslensku samfélagi innblástur. En sem stjórnmálaafl verður Sjálfstæðisflokkurinn að tefla fram hugmyndum, hafa skýra sýn og stefnu en ekki festast í hjörum hagsmuna og hjals um hluti sem skiptir almenning takmörkuðu máli. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Kallaðu mig risaeðlu, mér hugnast sjálfstæðisstefnan af gamla skólanum. Hvers vegna? Aðallega vegna þess að einn angi stefnunnar er trú á manninn og að farsælast sé fyrir samfélagið að skapa jarðveg fyrir frelsi einstaklingsins. Þannig geti hver og einn geti leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Frá sjónarhóli sjálfstæðisstefnunnar er frelsið ekki eingöngu efnahagslegt heldur einnig andlegt, eða eins og Birgir Kjaran, þáverandi alþingismaður, orðaði það í grein frá árinu 1959: „Í krafti trúarinnar á manninn telja Sjálfstæðismenn, að einstaklingurinn skuli njóta mannhelgi, og frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi.“ Samkvæmt sömu grein Birgis sprettur sjálfstæðisstefnan upp úr íslenskum veruleika og einn af kostum sjálfstæðisstefnunnar sé „að mæta viðfangsefnum nýrra tíma með fordómalausu raunsæi“ - blind trú geri engum gagn. Nálgunin á pólitísk úrlausnarefni á því að miðast við að leita lausna, án fordóma, á grundvelli raka og gagna – vera málefnalegur. Takmarkanir á frelsinu Frelsi án ábyrgðar leiðir jafnan af sér helsi. Hamingjuleit einstaklings á grundvelli frelsis er því ekki án skilyrða, sem dæmi verður að taka verður tillit til hagsmuna annarra, þar með talið til hagsmuna barna. Samfélag hvers tíma setur hamingjuleit einstaklingsins því ávallt skorður. Frelsið er ekki sjálfsagt. Víða er það fótum troðið. Sem dæmi er tjáningarfrelsi nauðsynlegur hornsteinn í lýðræðisríki. Í lýðræðisríkjum nútímans mega hugsanarlöggur í formi ríkisvalds, fjölmiðla og hagsmunasamtaka ekki takmarka tjáningarfrelsið um of. Sjálfritskoðun er án efa algeng hér á landi. Það skýrist að hluta til af því að í vandmeðförnum og viðkvæmum málum er algengt á samfélagsmiðlum að etja fólki saman saman með stimplunartaktík, upphrópunum og sleggjudómum. Slík tilhneiging fælir hæft fólk frá því að taka þátt í þjóðfélagsumræðu. Teflum fram hugmyndum og lausnum Þessa dagana er margt skrítið í heiminum en sjálfstæðisstefnan sem slík stendur hins vegar vel fyrir sínu. Hófsöm mannúðarstefna í anda þess sem best hefur tekist til í sögu Sjálfstæðisflokksins hefur ennþá burði til að veita íslensku samfélagi innblástur. En sem stjórnmálaafl verður Sjálfstæðisflokkurinn að tefla fram hugmyndum, hafa skýra sýn og stefnu en ekki festast í hjörum hagsmuna og hjals um hluti sem skiptir almenning takmörkuðu máli. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun