Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2025 08:01 Kristjana átti erfitt með sig í Kop-stúkunni sem trylltur Manchester United stuðningsmaður. Jerzy Dudek gerði agaleg mistök sem veitti Diego Forlán sigurmark á silfurfati. Vísir/Getty Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kristjana Arnarsdóttir fór í eftirminnilega ferð á Anfield veturinn 2002. Kristjana er dóttir Arnars Björnssonar, íþróttafréttamanns á Sýn til fjölda ára, og er sá gallharður Leedsari. Erfitt var að keppa við ást dótturinnar á David Beckham og er Kristjana stuðningsmaður Manchester United. Kristjana þurfti að renna adidas-jakkanum upp í háls og fela United-treyjuna í Kop-stúkunni á Anfield. Sagan af höfuðfatinu fylgdi ekki með.Aðsend „Það eru ótrúlega mörg augnablik sem koma upp í hugann þegar velja á eitt eftirminnilegt augnablik. Ég hef alla tíð verið stuðningsmaður Manchester United, pabbi heldur með Leeds og mamma með Tottenham. Þetta hefur gert það að verkum að við höfum farið á ótal fótboltaleiki saman og upplifað ansi margt!“ Ein ferð stendur upp úr þegar Kristjana fór með föður sínum í gin ljóns; á Anfield í Liverpool, til að sjá leik við Manchester United. Þá þurfti United-stuðningsmaðurinn að fara varlega. „En ég held ég verði að draga fram leik Liverpool og Manchester United á Anfield í desember 2002. Við pabbi fórum þá saman á völlinn en miðarnir voru í Kop,“ „Hann þurfti því að eiga við mig smá samtal áður en við fórum á völlinn og biðja mig um tvennt; renna upp úlpunni (því United-treyjan átti ekki beint heima í þessum sætum) og að fagna ekki mikið ef United skyldi nú skora,“ segir Kristjana. Klippa: Enska augnablikið: Agaleg mistök Dudek „Ég hlýddi þessu að sjálfsögðu. Ég held ég hafi lært 200 ný blótsyrði á þessum eina leik því mistök Jerzy Dudek í marki Liverpool í fyrri hálfleik féllu ekki sérlega vel í kramið hjá sessunautunum. Geggjaður 2-1 sigur niðurstaðan, Diego Forlán var aðal maðurinn og ég var svo bara úlpulaus það sem eftir lifði ferðarinnar.“ Mark Forláns sem réði úrslitum má sjá í spilaranum. Kristjana mun stýra Stóra leiknum á Sýn Sport í vetur þar sem sérstakar útsendingar verða í kringum stærstu leiki vetrarins, til að mynda milli Manchester United og Liverpool. Fyrsti leikur í ensku úrvalsdeildinni er á föstudaginn kemur þegar Liverpool fær Bournemouth í heimsókn. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi. 9. ágúst 2025 15:02 Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Kristjana er dóttir Arnars Björnssonar, íþróttafréttamanns á Sýn til fjölda ára, og er sá gallharður Leedsari. Erfitt var að keppa við ást dótturinnar á David Beckham og er Kristjana stuðningsmaður Manchester United. Kristjana þurfti að renna adidas-jakkanum upp í háls og fela United-treyjuna í Kop-stúkunni á Anfield. Sagan af höfuðfatinu fylgdi ekki með.Aðsend „Það eru ótrúlega mörg augnablik sem koma upp í hugann þegar velja á eitt eftirminnilegt augnablik. Ég hef alla tíð verið stuðningsmaður Manchester United, pabbi heldur með Leeds og mamma með Tottenham. Þetta hefur gert það að verkum að við höfum farið á ótal fótboltaleiki saman og upplifað ansi margt!“ Ein ferð stendur upp úr þegar Kristjana fór með föður sínum í gin ljóns; á Anfield í Liverpool, til að sjá leik við Manchester United. Þá þurfti United-stuðningsmaðurinn að fara varlega. „En ég held ég verði að draga fram leik Liverpool og Manchester United á Anfield í desember 2002. Við pabbi fórum þá saman á völlinn en miðarnir voru í Kop,“ „Hann þurfti því að eiga við mig smá samtal áður en við fórum á völlinn og biðja mig um tvennt; renna upp úlpunni (því United-treyjan átti ekki beint heima í þessum sætum) og að fagna ekki mikið ef United skyldi nú skora,“ segir Kristjana. Klippa: Enska augnablikið: Agaleg mistök Dudek „Ég hlýddi þessu að sjálfsögðu. Ég held ég hafi lært 200 ný blótsyrði á þessum eina leik því mistök Jerzy Dudek í marki Liverpool í fyrri hálfleik féllu ekki sérlega vel í kramið hjá sessunautunum. Geggjaður 2-1 sigur niðurstaðan, Diego Forlán var aðal maðurinn og ég var svo bara úlpulaus það sem eftir lifði ferðarinnar.“ Mark Forláns sem réði úrslitum má sjá í spilaranum. Kristjana mun stýra Stóra leiknum á Sýn Sport í vetur þar sem sérstakar útsendingar verða í kringum stærstu leiki vetrarins, til að mynda milli Manchester United og Liverpool. Fyrsti leikur í ensku úrvalsdeildinni er á föstudaginn kemur þegar Liverpool fær Bournemouth í heimsókn. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi. 9. ágúst 2025 15:02 Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi. 9. ágúst 2025 15:02
Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02
Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00
Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01