Innlent

Tveir skjálftar um 3,3 að stærð

Atli Ísleifsson skrifar
Eldey undan ströndum Reykjanesskaga.
Eldey undan ströndum Reykjanesskaga. Vísir/vilhelm

Tveir skjálftar um 3,3 að stærð urðu á Reykjaneshrygg, suðvestur af Eldey, á tíunda tímanum í morgun.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að skjálftinn hafi orðið klukkan 9:15 í morgun, tíu kílómetra vestsuðvestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg.

Skammlíf skjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg í gærmorgun, um 25 kílómetra suðvestur af Eldey, og mældust þá tveir skjálftar 3,1 að stærð. Nú í morgun mældust svo tveir skjálftar 3,3 að stærð á sömu slóðum.

Skjálftavirkni er algeng á svæðinu.


Tengdar fréttir

Tveir skjálftar yfir þrír að stærð

Tveir skjálftar yfir þrír að stærð mældust á áttunda tímanum í morgun á Reykjaneshrygg, um 25 kílómetrum suðvestur af Eldey. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×