Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar 7. ágúst 2025 09:02 Við Íslendingar elskum frið. Næstum jafn mikið og við elskum að segja öðrum frá hvað við erum friðelskandi. Við erum svo friðsæl að okkur finnst aðrar þjóðir megi læra af okkur. (Sleppa samt Sturlungatímabilinu því við erum almennt hætt að höggva hvert annað.) Jafnvel að stríðin og spennan úti í heimi stafi af skorti á einhverju sem við búum yfir í okkar friðelskandi þjóðfélagi. Eru það genin? Uppeldið? Gildismatið? Vantar stríðandi fylkingar kannski bara vöfflur og kaffidreitil til að geta loksins sest niður og leyst málin? Friður er aldrei sjálfsagður Friður er þrotlaus vinna. Þó við tökum honum iðulega sem sjálfsögðum skapast hann ekki í tómarúmi. Friður er afleiðing samfelldrar samvinnu á viðskipta-, stjórnskipunar-, menningar- og lagalegum forsendum milli ríkja, sérstaklega þegar gildi þeirra eru ólík, landamæri þeirra skarast, eða auðlindir og lífsviðurværi eru ójöfn. Friður er valdajafnvægi sem myndast þegar það er of dýrt að fara í stríð við annað ríki, kannski því það býr yfir öflugum her eða á aðild að sterku varnarbandalagi. Friður er aldrei sjálfsagður. Því miður. Við erum heppin Við Íslendingar höfum verið heppin með landamæri og bandamenn. Við erum nú í þremur varnarbandalögum þar sem aðrar þjóðir segjast reiðubúnar að senda unga fólkið sitt til að verja okkur ef einhver ákveður að ráðast á Ísland. Samræmist það gildismati okkar að gera slíkt hið sama fyrir aðrar þjóðir, að fórna unglingunum okkar—framtíðinni —í erlendum skotgröfum? Friðarframlag Íslands Það hlýtur þó að vera sanngjarnt að leggja talsvert af mörkum til þeirra varnarbandalaga sem fæla burt árásaraðila, sérstaklega í þeirri skautun og ófriði sem við upplifum um þessar mundir. En hvað getur friðelskandi, herlaus og lítil þjóð borið fram? Færanleg neyðarsjúkrahús og þjálfun sprengjusérfræðinga er verðmætt framlag, en getum við lagt meira á vogarskálarnar? Öflugur netöryggisiðnaður Á Íslandi blómstrar netöryggisiðnaður og miðað við höfðatölu, okkar uppáhaldsmælikvarða, er fjöldi fyrirtækja í bransanum nú með þeim mesta í heiminum. Hér eru kröftug fyrirtæki sem sinna öryggisúttektum, fyrirtæki sem framleiða eftirlitsbúnað fyrir tölvuárásir, fyrirtæki sem sérhæfa sig í öryggisþjálfun, sem og vaxandi netvarnarfyrirtæki. Þá eru ónefnd mörg önnur fyrirtæki sem efla netöryggi með óbeinum hætti. Þá gerðu Íslendingar sér lítið fyrir árið 2023 og unnu í samvinnu við Svía hina gríðarstóru “Locked Shields” öryggiskeppni Nató; íslenskir háskólar og fyrirtæki hafa hlotið hundruð milljóna króna styrki frá Evrópusambandinu til að rækta öryggisiðnaðinn og nám honum tengdum, og fjölmargir Íslendingar vinna við að tryggja öryggi hjá stærstu fyrirtækjum heims, þ.m.t. Google. Þetta er sláandi gróska og makalaus árangur. Tækifæri í áskorunum Í áskorunum heimsins felast ávallt tækifæri. Út frá uppbyggingu hugverkaiðnaðar er netöryggi, ásamt gervigreind, einn af fáum vaxtarbroddum dagsins í dag. Ef ætlunin er að byggja fleiri stoðir undir útflutningsgreinar ættum við Íslendingar því að vökva þetta frjósama ræktarland í bakgarðinum okkar. Kalt stríð á netinu Út frá þjóðaröryggi er netið viðkvæmur, víðfeðmur og voveiflegur vígvöllur, því lykilinnviðirnir okkar eru fyrir löngu nettengdir. Ófriður í alþjóðasamfélaginu er nú þegar farinn að hafa mikil og afgerandi áhrif á fjölda og alvarleika netárása á lykilinnviði vestrænna ríkja. Árásirnar hafa þróast úr því að vera tilviljanakennt fálm einstakra hakkara yfir í einbeittar herferðir hakkarahópa sem eru fjármagnaðir af óvinveittum ríkjum á borð við Kína, Rússland, Norður-Kóreu og Íran. Hæfni þessara aðila er allt önnur og meiri en hæfni sjálfstætt starfandi hakkara, enda eru þeir hluti af herjum viðkomandi ríkja. Netöryggi sem friðarframlag Íslands Vestrænar ríkisstjórnir og þjóðríki glíma nú þegar við alvarlegar áskoranir þegar kemur að netöryggi. Ef stríðsátök breiðast enn frekar út mun reyna gríðarlega á netöryggisvarnir allra þjóða. Með það í huga, er þá ekki verðugt og viðunandi framlag til varnarbandalaga okkar að flytja út ávexti þessa frjóa iðnaðar: netvarnir ræktaðar úr íslensku hugviti? Slík uppskera myndi hjálpa Íslandi og bandamönnum okkar að standa vörð um friðinn án þess að stangast á við gildi friðar í íslenskri þjóðarsál. Þriðjudaginn 19. ágúst stendur netöryggisfyrirtækið Keystrike fyrir morgunverðarfundi um einbeittar netárásir óvinveittra ríkja - á borð við Kína, Rússland, Norður-Kóreu og Íran - á lykilinnviði Vesturlanda og hvernig auka megi netöryggi innviðanna sem við treystum á daglega. Við hlökkum til að hefja þetta mikilvæga samtal. Höfundur er doktor í tölvunarfræði og tæknistjóri Keystrike Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar elskum frið. Næstum jafn mikið og við elskum að segja öðrum frá hvað við erum friðelskandi. Við erum svo friðsæl að okkur finnst aðrar þjóðir megi læra af okkur. (Sleppa samt Sturlungatímabilinu því við erum almennt hætt að höggva hvert annað.) Jafnvel að stríðin og spennan úti í heimi stafi af skorti á einhverju sem við búum yfir í okkar friðelskandi þjóðfélagi. Eru það genin? Uppeldið? Gildismatið? Vantar stríðandi fylkingar kannski bara vöfflur og kaffidreitil til að geta loksins sest niður og leyst málin? Friður er aldrei sjálfsagður Friður er þrotlaus vinna. Þó við tökum honum iðulega sem sjálfsögðum skapast hann ekki í tómarúmi. Friður er afleiðing samfelldrar samvinnu á viðskipta-, stjórnskipunar-, menningar- og lagalegum forsendum milli ríkja, sérstaklega þegar gildi þeirra eru ólík, landamæri þeirra skarast, eða auðlindir og lífsviðurværi eru ójöfn. Friður er valdajafnvægi sem myndast þegar það er of dýrt að fara í stríð við annað ríki, kannski því það býr yfir öflugum her eða á aðild að sterku varnarbandalagi. Friður er aldrei sjálfsagður. Því miður. Við erum heppin Við Íslendingar höfum verið heppin með landamæri og bandamenn. Við erum nú í þremur varnarbandalögum þar sem aðrar þjóðir segjast reiðubúnar að senda unga fólkið sitt til að verja okkur ef einhver ákveður að ráðast á Ísland. Samræmist það gildismati okkar að gera slíkt hið sama fyrir aðrar þjóðir, að fórna unglingunum okkar—framtíðinni —í erlendum skotgröfum? Friðarframlag Íslands Það hlýtur þó að vera sanngjarnt að leggja talsvert af mörkum til þeirra varnarbandalaga sem fæla burt árásaraðila, sérstaklega í þeirri skautun og ófriði sem við upplifum um þessar mundir. En hvað getur friðelskandi, herlaus og lítil þjóð borið fram? Færanleg neyðarsjúkrahús og þjálfun sprengjusérfræðinga er verðmætt framlag, en getum við lagt meira á vogarskálarnar? Öflugur netöryggisiðnaður Á Íslandi blómstrar netöryggisiðnaður og miðað við höfðatölu, okkar uppáhaldsmælikvarða, er fjöldi fyrirtækja í bransanum nú með þeim mesta í heiminum. Hér eru kröftug fyrirtæki sem sinna öryggisúttektum, fyrirtæki sem framleiða eftirlitsbúnað fyrir tölvuárásir, fyrirtæki sem sérhæfa sig í öryggisþjálfun, sem og vaxandi netvarnarfyrirtæki. Þá eru ónefnd mörg önnur fyrirtæki sem efla netöryggi með óbeinum hætti. Þá gerðu Íslendingar sér lítið fyrir árið 2023 og unnu í samvinnu við Svía hina gríðarstóru “Locked Shields” öryggiskeppni Nató; íslenskir háskólar og fyrirtæki hafa hlotið hundruð milljóna króna styrki frá Evrópusambandinu til að rækta öryggisiðnaðinn og nám honum tengdum, og fjölmargir Íslendingar vinna við að tryggja öryggi hjá stærstu fyrirtækjum heims, þ.m.t. Google. Þetta er sláandi gróska og makalaus árangur. Tækifæri í áskorunum Í áskorunum heimsins felast ávallt tækifæri. Út frá uppbyggingu hugverkaiðnaðar er netöryggi, ásamt gervigreind, einn af fáum vaxtarbroddum dagsins í dag. Ef ætlunin er að byggja fleiri stoðir undir útflutningsgreinar ættum við Íslendingar því að vökva þetta frjósama ræktarland í bakgarðinum okkar. Kalt stríð á netinu Út frá þjóðaröryggi er netið viðkvæmur, víðfeðmur og voveiflegur vígvöllur, því lykilinnviðirnir okkar eru fyrir löngu nettengdir. Ófriður í alþjóðasamfélaginu er nú þegar farinn að hafa mikil og afgerandi áhrif á fjölda og alvarleika netárása á lykilinnviði vestrænna ríkja. Árásirnar hafa þróast úr því að vera tilviljanakennt fálm einstakra hakkara yfir í einbeittar herferðir hakkarahópa sem eru fjármagnaðir af óvinveittum ríkjum á borð við Kína, Rússland, Norður-Kóreu og Íran. Hæfni þessara aðila er allt önnur og meiri en hæfni sjálfstætt starfandi hakkara, enda eru þeir hluti af herjum viðkomandi ríkja. Netöryggi sem friðarframlag Íslands Vestrænar ríkisstjórnir og þjóðríki glíma nú þegar við alvarlegar áskoranir þegar kemur að netöryggi. Ef stríðsátök breiðast enn frekar út mun reyna gríðarlega á netöryggisvarnir allra þjóða. Með það í huga, er þá ekki verðugt og viðunandi framlag til varnarbandalaga okkar að flytja út ávexti þessa frjóa iðnaðar: netvarnir ræktaðar úr íslensku hugviti? Slík uppskera myndi hjálpa Íslandi og bandamönnum okkar að standa vörð um friðinn án þess að stangast á við gildi friðar í íslenskri þjóðarsál. Þriðjudaginn 19. ágúst stendur netöryggisfyrirtækið Keystrike fyrir morgunverðarfundi um einbeittar netárásir óvinveittra ríkja - á borð við Kína, Rússland, Norður-Kóreu og Íran - á lykilinnviði Vesturlanda og hvernig auka megi netöryggi innviðanna sem við treystum á daglega. Við hlökkum til að hefja þetta mikilvæga samtal. Höfundur er doktor í tölvunarfræði og tæknistjóri Keystrike
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun