Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Atli Ísleifsson skrifar 6. ágúst 2025 09:56 Matvælastofnun metur það sem svo að bóndanum hefði átt að vera ljóst að kýrin hafi ekki verið flutningshæf. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Matvælastofnun hefur sektað bónda í Norðausturumdæmi um 260 þúsund króna vegna flutnings hans á kú í sláturhús á Akureyri fimm dögum eftir burð. Kýrin drapst á leiðinni í sláturhúsið. Á vef Matvælastofnunar segir að það hafi verið mat stofnunarinnar að bóndanum hefði átt að vera ljóst að kýrin hafi ekki verið flutningshæf vegna einkenna sem hún sýndi og var því lögð stjórnvaldssekt á bóndann. Í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar eru raktar fjöldi stjórnvaldsákvarðana í dýravelferðarmálum sem teknar voru af stofnuninni í sumar. Þannig segir að dagsektir að upphæð 10 þúsund krónur hafi verið lagðar á bónda í suðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur. „Örmerkingum hrossa, hunda og katta á bænum var ábótavant og hjarðbók fyrir sauðfé óuppfærð. Sjúkdóma- og lyfjaskráningar fyrir sauðfé og hross voru einnig ófullnægjandi og almenn meðferð og umhirða hunda á bænum ekki í lagi. Stjórnvaldssekt ákvörðuð Stjórnvaldssekt að upphæð 330.000 kr. var lögð á einstakling í suðvesturumdæmi sem notaði hengingaraðferð við tamningu á folaldi. Dagsektir lagðar á rekstraraðila hestaleigu Matvælastofnun stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi í apríl vegna brota á dýravelferð en rekstraraðilinn hélt áfram rekstrinum. Dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag voru lagðar á hann til að knýja á um lokun hestaleigunnar og bæta úr velferð hrossanna. Vörslusvipting á köttum Kattareigandi í suðvesturumdæmi sviptur tveimur köttum vegna ófullnægjandi dýravelferðar. Vanrækt að kalla til dýralækni eða aflífa kvígu Við eftirlit hjá bónda í suðvesturumdæmi fannst fótbrotin kvíga í fjárhúshlöðu á bænum sem hafði verið brotin í 2-3 daga áður en eftirlitsmenn bar að garði. Ekki hafði verið kallaður til dýralæknir. Kvígan var aflífuð að kröfu MAST og lögð stjórnvaldssekt á bóndann að upphæð 210.000 kr. Einnig voru lagðar á hann dagsektir að upphæð 15.000 kr. á dag til að knýja á um bætta dýravelferð í búskapnum. Vörslusvipting á köttum Kattareigandi í suðvesturumdæmi hélt þrjá ketti í búri á svölum á heimili sínu við ófullnægjandi aðstæður. Vörslusvipting fór fram,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að við eftirlit hjá bónda í norðvesturumdæmi hafi komið í ljós í fjósi mjög illa farin kýr. „Vanrækt hafði verið að kalla til dýralækni eða aflífa skepnuna. Skepnan var aflífuð að kröfu MAST. Lögð var stjórnvaldssekt að upphæð 225.000 kr. á bóndann. Vörslusvipting á hundi Hundeigandi í norðausturumdæmi var sviptur umráðum hundsins en vanrækt hafði verið að fara með hann til dýralæknis sem bitnaði á velferð hans. Hundurinn var aflífaður að kröfu MAST. Vörslusvipting á hundi og köttum Við heimsókn lögreglu á heimili í suðvesturumdæmi kom í ljós að ástandið þar var ekki gæludýrum bjóðandi. Lögreglan fjarlægði dýrin í samráði við MAST. Formleg vörslusvipting fylgdi í kjölfarið. Vörlsluvipting á hundi Hundeigandi í norðausturumdæmi var sviptur vörslum dýrsins. Eigandinn hafði verið fjarverandi í fjóra daga án þess að sjá til þess að hundurinn fengi umönnun, fóður og vatn. Nágrannar brugðust óbeðnir við og sinntu hundinum en ástandið á heimilinu var metið óviðunandi. Dagsektir ákvarðaðar Dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag lagðar á bónda í norðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur á velferð sauðfjár og hrossa,“ segir í tilkynningunni. Dýr Matvælastofnun Dýraheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Á vef Matvælastofnunar segir að það hafi verið mat stofnunarinnar að bóndanum hefði átt að vera ljóst að kýrin hafi ekki verið flutningshæf vegna einkenna sem hún sýndi og var því lögð stjórnvaldssekt á bóndann. Í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar eru raktar fjöldi stjórnvaldsákvarðana í dýravelferðarmálum sem teknar voru af stofnuninni í sumar. Þannig segir að dagsektir að upphæð 10 þúsund krónur hafi verið lagðar á bónda í suðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur. „Örmerkingum hrossa, hunda og katta á bænum var ábótavant og hjarðbók fyrir sauðfé óuppfærð. Sjúkdóma- og lyfjaskráningar fyrir sauðfé og hross voru einnig ófullnægjandi og almenn meðferð og umhirða hunda á bænum ekki í lagi. Stjórnvaldssekt ákvörðuð Stjórnvaldssekt að upphæð 330.000 kr. var lögð á einstakling í suðvesturumdæmi sem notaði hengingaraðferð við tamningu á folaldi. Dagsektir lagðar á rekstraraðila hestaleigu Matvælastofnun stöðvaði rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi í apríl vegna brota á dýravelferð en rekstraraðilinn hélt áfram rekstrinum. Dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag voru lagðar á hann til að knýja á um lokun hestaleigunnar og bæta úr velferð hrossanna. Vörslusvipting á köttum Kattareigandi í suðvesturumdæmi sviptur tveimur köttum vegna ófullnægjandi dýravelferðar. Vanrækt að kalla til dýralækni eða aflífa kvígu Við eftirlit hjá bónda í suðvesturumdæmi fannst fótbrotin kvíga í fjárhúshlöðu á bænum sem hafði verið brotin í 2-3 daga áður en eftirlitsmenn bar að garði. Ekki hafði verið kallaður til dýralæknir. Kvígan var aflífuð að kröfu MAST og lögð stjórnvaldssekt á bóndann að upphæð 210.000 kr. Einnig voru lagðar á hann dagsektir að upphæð 15.000 kr. á dag til að knýja á um bætta dýravelferð í búskapnum. Vörslusvipting á köttum Kattareigandi í suðvesturumdæmi hélt þrjá ketti í búri á svölum á heimili sínu við ófullnægjandi aðstæður. Vörslusvipting fór fram,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að við eftirlit hjá bónda í norðvesturumdæmi hafi komið í ljós í fjósi mjög illa farin kýr. „Vanrækt hafði verið að kalla til dýralækni eða aflífa skepnuna. Skepnan var aflífuð að kröfu MAST. Lögð var stjórnvaldssekt að upphæð 225.000 kr. á bóndann. Vörslusvipting á hundi Hundeigandi í norðausturumdæmi var sviptur umráðum hundsins en vanrækt hafði verið að fara með hann til dýralæknis sem bitnaði á velferð hans. Hundurinn var aflífaður að kröfu MAST. Vörslusvipting á hundi og köttum Við heimsókn lögreglu á heimili í suðvesturumdæmi kom í ljós að ástandið þar var ekki gæludýrum bjóðandi. Lögreglan fjarlægði dýrin í samráði við MAST. Formleg vörslusvipting fylgdi í kjölfarið. Vörlsluvipting á hundi Hundeigandi í norðausturumdæmi var sviptur vörslum dýrsins. Eigandinn hafði verið fjarverandi í fjóra daga án þess að sjá til þess að hundurinn fengi umönnun, fóður og vatn. Nágrannar brugðust óbeðnir við og sinntu hundinum en ástandið á heimilinu var metið óviðunandi. Dagsektir ákvarðaðar Dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag lagðar á bónda í norðausturumdæmi til að knýja á um úrbætur á velferð sauðfjár og hrossa,“ segir í tilkynningunni.
Dýr Matvælastofnun Dýraheilbrigði Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira