Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar 5. ágúst 2025 15:00 Ýmis líkindi má finna með himnafeðgum Biblíunnar og þeim hugmyndum sem fólk hefur um djöfla. Guðinn er til að mynda raðmorðingi og sonur hans hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, lifandi í eldinn, þar sem verður "grátur og gnístran tanna". Kristnir menn hafa oft á tíðum hagað sér eins og Satanistar. Til að mynda brenndu þeir fólk lifandi á báli og drekktu konum sem frömdu þá synd að eignast börn utan hjónabands (sem er líka sérstakt, í ljósi þess, að guðinn og María voru ekki gift þegar þau eignuðust Jesú), auk þessa framkvæmdu þeir pyntingar á fólki í spænska rannsóknarréttinum. Kirkjan hefur líka oft verið höll undir efnishyggju og hefur verið mikil peninga og valdastofnun. Það er frægt að hún veitti meðlimum sínum syndaaflausn gegn greiðslu. Kristin ríki hafa einnig hagað sér á djöfullegan hátt, en stundum hefur mátt líkja háttalagi þeirra við dæmi í Biblíunni. Nasistar sendu óvini sína í eldinn, en Jesúsinn hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, í eldinn. Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á Japan, en guðinn lét rigna eldi og brennisteini yfir borgirnar Sódómu og Gómorru og gjöreyddi þeim og íbúum þeirra. Annað sem minnir á Satanisma eru dýrafórnir sem Ísraelsmenn framkvæmdu og svo er líka dálítið óhuggulegt þegar kristnir menn ganga til altaris og táknrænt, drekka blóð og borða líkama Krists. Þess má geta að Satan Biblíunnar virkar nú frekar saklaus miðað við himnafeðgana a.m.k. þá man ég ekki eftir að hann drepi neinn. Hann segir að vísu við Jesú-inn eitthvað á þessa leið:. Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig, en það má velta fyrir sér hvort Jesús-inn geri ekki það sama, þ.e. ef þú fellur fram og tilbiður mig, mun þér e.t.v. veitast eilíft líf - eða er það ekki annars, einn boðskapur Biblíunnar? Biblían er mótsagnakennd bók. Í henni er bæði að finna kærleiksboðskap og svo þessi dæmi og fleiri, sem ég hef nefnt hér að ofan. Það er t.d. ákveðin mótsögn í því að guðinn segir, í boðorðunum tíu: Þú skalt ekki mann deyða, en svo gjörir hann sjálfur hið gagnstæða. Þó má e.t.v. draga einhvern jákvæðan lærdóm af Biblíunni, þar er sem fyrr segir kærleiksboðskapur, en ég tel að hann sé notaður til að afla trúarbrögðunum fylgis, ekki alls ólíkt og stjórnmálamaður segir eitthvað sem margir geta verið sammála um, til að afla sér fylgis. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ýmis líkindi má finna með himnafeðgum Biblíunnar og þeim hugmyndum sem fólk hefur um djöfla. Guðinn er til að mynda raðmorðingi og sonur hans hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, lifandi í eldinn, þar sem verður "grátur og gnístran tanna". Kristnir menn hafa oft á tíðum hagað sér eins og Satanistar. Til að mynda brenndu þeir fólk lifandi á báli og drekktu konum sem frömdu þá synd að eignast börn utan hjónabands (sem er líka sérstakt, í ljósi þess, að guðinn og María voru ekki gift þegar þau eignuðust Jesú), auk þessa framkvæmdu þeir pyntingar á fólki í spænska rannsóknarréttinum. Kirkjan hefur líka oft verið höll undir efnishyggju og hefur verið mikil peninga og valdastofnun. Það er frægt að hún veitti meðlimum sínum syndaaflausn gegn greiðslu. Kristin ríki hafa einnig hagað sér á djöfullegan hátt, en stundum hefur mátt líkja háttalagi þeirra við dæmi í Biblíunni. Nasistar sendu óvini sína í eldinn, en Jesúsinn hótar að senda þá, sem hann segir illt fremja, í eldinn. Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á Japan, en guðinn lét rigna eldi og brennisteini yfir borgirnar Sódómu og Gómorru og gjöreyddi þeim og íbúum þeirra. Annað sem minnir á Satanisma eru dýrafórnir sem Ísraelsmenn framkvæmdu og svo er líka dálítið óhuggulegt þegar kristnir menn ganga til altaris og táknrænt, drekka blóð og borða líkama Krists. Þess má geta að Satan Biblíunnar virkar nú frekar saklaus miðað við himnafeðgana a.m.k. þá man ég ekki eftir að hann drepi neinn. Hann segir að vísu við Jesú-inn eitthvað á þessa leið:. Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig, en það má velta fyrir sér hvort Jesús-inn geri ekki það sama, þ.e. ef þú fellur fram og tilbiður mig, mun þér e.t.v. veitast eilíft líf - eða er það ekki annars, einn boðskapur Biblíunnar? Biblían er mótsagnakennd bók. Í henni er bæði að finna kærleiksboðskap og svo þessi dæmi og fleiri, sem ég hef nefnt hér að ofan. Það er t.d. ákveðin mótsögn í því að guðinn segir, í boðorðunum tíu: Þú skalt ekki mann deyða, en svo gjörir hann sjálfur hið gagnstæða. Þó má e.t.v. draga einhvern jákvæðan lærdóm af Biblíunni, þar er sem fyrr segir kærleiksboðskapur, en ég tel að hann sé notaður til að afla trúarbrögðunum fylgis, ekki alls ólíkt og stjórnmálamaður segir eitthvað sem margir geta verið sammála um, til að afla sér fylgis. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar